Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2024 06:55 Rúmlega 7,5 milljónir manna eru talin hafa þruft að flýja heimili sín vegna átakanna í Súdan. EPA/KHALED ELFIQI Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. Í skýrslu sem gerð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, segir að meðlimir RSF og meðlimir sveita sem berjast með þeim, hafi drepið tíu til fimmtán þúsund manns í borginni El Geneina. Þetta er sagt hafa gerst á milli apríl og júní í fyrra og beindust ódæðin gegn fólki sem tilheyrir Masalit-ættbálknum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja um mögulega stríðsglæpi að ræða eða glæpi gegn mannkyninu. Flestir íbúar El Geneina tilheyrðu Masalit-ættbálknum en þeir sem ekki voru drepnir eru sagðir hafa flúið í massavís. Árásirnar á þetta fólk eru sagðar hafa verið skipulagðar af RSF og framkvæmdar af meðlimum hópsins og sveita Araba sem berjast með þeim. Ungir menn teknir af lífi Í skýrslunni segir að þegar fólk hafi lent í höndum RSF-liða hafi konur og menn verið aðskilin og þau beitt ofbeldi. Hundruð eru sögð hafa verið skotin í fæturna svo þau gætu ekki flúið. Ungir menn voru sérstaklega teknir til yfirheyrslu og ef þeir reyndust af Masalit-ættum voru þeir gjarnan skotnir í höfuðið. Þá segja rannsakendur öryggisráðsins að fjölda kvenna hafi verið nauðgað. Fólk sagði rannsakendum að mörg lík hefðu legið í vegarkantinum á leiðinni frá El Geneina og þar á meðal hefðu verið lík kvenna og barna. RSF sneri vörn í sókn Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Talið er að nærri því helmingur 49 milljóna íbúa Súdan þurfi aðstoð og að rúmlega 7,5 milljónir hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Það gerir krísuna í Súdan að þeirri umfangsmestu í heiminum, sé litið til fjölda fólks á vergangi. Sagðir fá aðstoð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum Í skýrslu öryggisráðsins segir að trúverðugar ásakanir um að Sameinuðu arabísku furstadæmin sendi RSF hernaðaraðstoð nokkrum sinnum í viku hafi litið dagsins ljós. Sendingarnar eru sagðar fara í gegnum borgina Amdjarass í norðanverðu Tjad. Sameinuðu þjóðirnar segja um hálfa milljón manna hafa flúið til Tjad vegna ofbeldisins í Súdan en yfirvöld Sameinuðu arabísku furstadæmunum segjast hafa sent 122 flugvélar af mannúðarhjálp til Amdjarass, ekki hernaðaraðstoð. Í skýrslunni segir að leiðtogum RSF hafi tekist að snúa við taflinu í fyrra með umfangsmiklu gullsmygli til Egyptalands. Gullið er notað til að fjármagna mútur til annarra vígahópa, laun og vopankaup, sem smyglað er inn í landið í gegnum Tjad, Líbíu og Suður-Súdan. Súdan Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Tjad Tengdar fréttir Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01 Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. 11. september 2023 09:18 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. 1. júní 2023 08:41 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Í skýrslu sem gerð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, segir að meðlimir RSF og meðlimir sveita sem berjast með þeim, hafi drepið tíu til fimmtán þúsund manns í borginni El Geneina. Þetta er sagt hafa gerst á milli apríl og júní í fyrra og beindust ódæðin gegn fólki sem tilheyrir Masalit-ættbálknum. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna segja um mögulega stríðsglæpi að ræða eða glæpi gegn mannkyninu. Flestir íbúar El Geneina tilheyrðu Masalit-ættbálknum en þeir sem ekki voru drepnir eru sagðir hafa flúið í massavís. Árásirnar á þetta fólk eru sagðar hafa verið skipulagðar af RSF og framkvæmdar af meðlimum hópsins og sveita Araba sem berjast með þeim. Ungir menn teknir af lífi Í skýrslunni segir að þegar fólk hafi lent í höndum RSF-liða hafi konur og menn verið aðskilin og þau beitt ofbeldi. Hundruð eru sögð hafa verið skotin í fæturna svo þau gætu ekki flúið. Ungir menn voru sérstaklega teknir til yfirheyrslu og ef þeir reyndust af Masalit-ættum voru þeir gjarnan skotnir í höfuðið. Þá segja rannsakendur öryggisráðsins að fjölda kvenna hafi verið nauðgað. Fólk sagði rannsakendum að mörg lík hefðu legið í vegarkantinum á leiðinni frá El Geneina og þar á meðal hefðu verið lík kvenna og barna. RSF sneri vörn í sókn Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Talið er að nærri því helmingur 49 milljóna íbúa Súdan þurfi aðstoð og að rúmlega 7,5 milljónir hafi flúið heimili sín vegna átakanna. Það gerir krísuna í Súdan að þeirri umfangsmestu í heiminum, sé litið til fjölda fólks á vergangi. Sagðir fá aðstoð frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum Í skýrslu öryggisráðsins segir að trúverðugar ásakanir um að Sameinuðu arabísku furstadæmin sendi RSF hernaðaraðstoð nokkrum sinnum í viku hafi litið dagsins ljós. Sendingarnar eru sagðar fara í gegnum borgina Amdjarass í norðanverðu Tjad. Sameinuðu þjóðirnar segja um hálfa milljón manna hafa flúið til Tjad vegna ofbeldisins í Súdan en yfirvöld Sameinuðu arabísku furstadæmunum segjast hafa sent 122 flugvélar af mannúðarhjálp til Amdjarass, ekki hernaðaraðstoð. Í skýrslunni segir að leiðtogum RSF hafi tekist að snúa við taflinu í fyrra með umfangsmiklu gullsmygli til Egyptalands. Gullið er notað til að fjármagna mútur til annarra vígahópa, laun og vopankaup, sem smyglað er inn í landið í gegnum Tjad, Líbíu og Suður-Súdan.
Súdan Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Tjad Tengdar fréttir Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01 Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. 11. september 2023 09:18 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. 1. júní 2023 08:41 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Traustið við frostmark Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Ummæli Trumps lofi ekki góðu Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Hrikaleg tilfinning að vita að fólk svelti Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 22. október 2023 11:01
Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. 11. september 2023 09:18
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19
Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. 1. júní 2023 08:41