Skýrsla Sindra: Þeir eru kóngarnir í þessari höll Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 19:00 Nedim Remili var í hefndarhug gegn Íslandi í dag eftir tapið á EM fyrir tveimur árum, þar sem honum þótti Íslendingar fagna sigrinum of ákaft. VÍSIR/VILHELM Ísland þurfti hálfgert kraftaverk til að vinna Frakkland á EM í handbolta í dag. Við vissum það svo sem. Og það kraftaverk varð aldrei að veruleika. Frakkar eru langbesta liðið í milliriðli 1, kóngarnir í Lanxess Arena (að minnsta kosti fram að undanúrslitum), og þó að strákarnir okkar hafi hangið lengi í þeim fengu þeir aldrei að komast of nálægt. Leikurinn var samt lengst af nokkuð spennandi en þetta ógnarsterka lið Frakklands virtist þó alltaf hafa fullkomna stjórn. Það var þeirra ákvörðun frekar en nokkuð annað, að spenna hélst í leiknum þar til örfáar mínútur voru eftir. Svo stungu þeir endanlega af og unnu 39-32, og hafa oft þurft að eyða meiri orku. Til að vinna Frakka hefði nánast allt þurft að ganga upp hjá Íslandi. Það gerði það alls ekki. Varnarleikurinn sem var svo magnaður gegn Þjóðverjum virkaði mun verr gegn frönsku sóknarmönnunum. Skiljanlega, enda Frakkar með allt annað og stærra vopnabúr en Þýskaland. Ég skil samt ekki hvernig grimmdin og geðveikin í vörninni getur dottið svona niður á milli leikja. Maður batt helst vonir við að Viktor Gísli Hallgrímsson næði að loka búrinu, eins og hann gerði í sigrinum ótrúlega á EM fyrir tveimur árum, en því miður var hann bara sæmilegur í dag. Ekki meira. Fékk heldur ekki þá hjálp sem hann þurfti. Sóknarlega hafa hins vegar hlutirnir varla gengið betur á þessu móti hjá Íslandi, og það var til að mynda frábært að sjá hægri vænginn eftir því sem á leið. Viggó Kristjánsson flottur eins og hann hefur verið, og Óðinn Þór Ríkharðsson með sitt rétta andlit, sem sagt alveg drullugóður. Og Haukur Þrastarson, vertu velkominn! Leynivopnið, sem oft er svo leynilegt að það spilar ekki mínútu, kom inn á eftir leikhlé Snorra í seinni hálfleik, þegar útlitið var orðið dökkt og Frakkar búnir að ná sex marka forskoti, 22-16. Á svo til engum tíma skoraði Haukur þrjú frábær mörk og átti tvær stoðsendingar. Þjálfarar Frakka voru farnir að hrista hausinn og fórna höndum, en tókst því miður að hemja Selfyssinginn unga þegar á leið. Þrátt fyrir þessa mögnuðu innkomu Hauks, og að Samir Bellahcene hafi hætt að verja, þá náði íslenska liðið aldrei að minnka muninn meira en í þrjú mörk. Frakkarnir stýrðu þessu. Þeirra fótur var á bensíngjöfinni og þeir þurftu aldrei að setja í fimmta gír. Líkt og eftir alla aðra leiki Íslands á mótinu hingað til þá situr maður eftir með óbragð í munni út af færanýtingu. Mun minna en oftast áður en vissulega fóru tvö víti af fimm í súginn, og fyrir utan Óðin þá voru hornafærin illa nýtt. En mikið var gaman að sjá til Óðins sem skoraði meðal annars mark mótsins hingað til, á tveggja sirkusmarka kafla í lok fyrri hálfleiks. Þau komu samt ekki í veg fyrir að Frakkar væru 17-14 yfir í hléi. Til að Ísland ætti möguleika hefði vörnin þurft að smella gjörsamlega, og það gerði hún bara alls ekki. Mun betra að sjá til sóknarleiksins og ef það tekst að blanda þessu saman og ná heilsteyptum leik gegn Króötum á mánudaginn þá er, alla vega þegar þetta er skrifað, alveg hægt að hugsa sér að markmiðið um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna náist. Það veltur meðal annars á framgöngu Austurríkismanna. Vonandi tapa þeir gegn liði Alfreðs Gíslasonar í kvöld, og þá er enn hægt að ná þeim. Þó að stigin séu enn engin þá er betra að sjá til íslenska liðsins að mörgu leyti í Köln en í München, en nú er endanlega ljóst að það lýkur keppni á miðvikudaginn og aðeins spurning hvort úrslitin falli þannig að þann dag verði úrslitaleikur við Austurríki um sæti í undankeppni ÓL. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Frakklandi: 22 mörk og 16 stoðsendingar frá bekknum Sóknin gekk betur en í flestum leikjum og það voru vonarstjörnur loksins að stimpla sig en íslenska liðið var þó langt frá því að ógna sterku frönsku liði. 20. janúar 2024 16:40 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Frakkar eru langbesta liðið í milliriðli 1, kóngarnir í Lanxess Arena (að minnsta kosti fram að undanúrslitum), og þó að strákarnir okkar hafi hangið lengi í þeim fengu þeir aldrei að komast of nálægt. Leikurinn var samt lengst af nokkuð spennandi en þetta ógnarsterka lið Frakklands virtist þó alltaf hafa fullkomna stjórn. Það var þeirra ákvörðun frekar en nokkuð annað, að spenna hélst í leiknum þar til örfáar mínútur voru eftir. Svo stungu þeir endanlega af og unnu 39-32, og hafa oft þurft að eyða meiri orku. Til að vinna Frakka hefði nánast allt þurft að ganga upp hjá Íslandi. Það gerði það alls ekki. Varnarleikurinn sem var svo magnaður gegn Þjóðverjum virkaði mun verr gegn frönsku sóknarmönnunum. Skiljanlega, enda Frakkar með allt annað og stærra vopnabúr en Þýskaland. Ég skil samt ekki hvernig grimmdin og geðveikin í vörninni getur dottið svona niður á milli leikja. Maður batt helst vonir við að Viktor Gísli Hallgrímsson næði að loka búrinu, eins og hann gerði í sigrinum ótrúlega á EM fyrir tveimur árum, en því miður var hann bara sæmilegur í dag. Ekki meira. Fékk heldur ekki þá hjálp sem hann þurfti. Sóknarlega hafa hins vegar hlutirnir varla gengið betur á þessu móti hjá Íslandi, og það var til að mynda frábært að sjá hægri vænginn eftir því sem á leið. Viggó Kristjánsson flottur eins og hann hefur verið, og Óðinn Þór Ríkharðsson með sitt rétta andlit, sem sagt alveg drullugóður. Og Haukur Þrastarson, vertu velkominn! Leynivopnið, sem oft er svo leynilegt að það spilar ekki mínútu, kom inn á eftir leikhlé Snorra í seinni hálfleik, þegar útlitið var orðið dökkt og Frakkar búnir að ná sex marka forskoti, 22-16. Á svo til engum tíma skoraði Haukur þrjú frábær mörk og átti tvær stoðsendingar. Þjálfarar Frakka voru farnir að hrista hausinn og fórna höndum, en tókst því miður að hemja Selfyssinginn unga þegar á leið. Þrátt fyrir þessa mögnuðu innkomu Hauks, og að Samir Bellahcene hafi hætt að verja, þá náði íslenska liðið aldrei að minnka muninn meira en í þrjú mörk. Frakkarnir stýrðu þessu. Þeirra fótur var á bensíngjöfinni og þeir þurftu aldrei að setja í fimmta gír. Líkt og eftir alla aðra leiki Íslands á mótinu hingað til þá situr maður eftir með óbragð í munni út af færanýtingu. Mun minna en oftast áður en vissulega fóru tvö víti af fimm í súginn, og fyrir utan Óðin þá voru hornafærin illa nýtt. En mikið var gaman að sjá til Óðins sem skoraði meðal annars mark mótsins hingað til, á tveggja sirkusmarka kafla í lok fyrri hálfleiks. Þau komu samt ekki í veg fyrir að Frakkar væru 17-14 yfir í hléi. Til að Ísland ætti möguleika hefði vörnin þurft að smella gjörsamlega, og það gerði hún bara alls ekki. Mun betra að sjá til sóknarleiksins og ef það tekst að blanda þessu saman og ná heilsteyptum leik gegn Króötum á mánudaginn þá er, alla vega þegar þetta er skrifað, alveg hægt að hugsa sér að markmiðið um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna náist. Það veltur meðal annars á framgöngu Austurríkismanna. Vonandi tapa þeir gegn liði Alfreðs Gíslasonar í kvöld, og þá er enn hægt að ná þeim. Þó að stigin séu enn engin þá er betra að sjá til íslenska liðsins að mörgu leyti í Köln en í München, en nú er endanlega ljóst að það lýkur keppni á miðvikudaginn og aðeins spurning hvort úrslitin falli þannig að þann dag verði úrslitaleikur við Austurríki um sæti í undankeppni ÓL.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Frakklandi: 22 mörk og 16 stoðsendingar frá bekknum Sóknin gekk betur en í flestum leikjum og það voru vonarstjörnur loksins að stimpla sig en íslenska liðið var þó langt frá því að ógna sterku frönsku liði. 20. janúar 2024 16:40 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Tölfræðin á móti Frakklandi: 22 mörk og 16 stoðsendingar frá bekknum Sóknin gekk betur en í flestum leikjum og það voru vonarstjörnur loksins að stimpla sig en íslenska liðið var þó langt frá því að ógna sterku frönsku liði. 20. janúar 2024 16:40