Aron Pálmarsson: „Við erum allir helvítis egóistar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2024 17:12 Aron Pálmarsson átti frábæran leik og skoraði 6 mörk. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson spilaði vel og skoraði sex mörk í 35-30 sigri Íslands á Króatíu. Hann var að vonum sáttur með fyrsta sigur sem Ísland hefur unnið gegn Króatíu á stórmóti. „Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða