Erlendir fjölmiðlar segja Jewison hafa andast á heimili sínu á laugardaginn.
Jewison var í þrígang tilnefndur til Óskarsverðlauna en í kvikmyndum sínum tók hann meðal annars á málum eins og kynþáttafordómum og baráttunni fyrir borgaralegum réttindum.
Kvikmyndir Jewison hlutu í heildina 46 tilnefningar til Óskarsverðlauna og hlutu tólf.
Sjálfur hlaut Jewison Óskarsverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndanna á Óskarsverðlaunahátíðinni 1999, og fjórum árum síðar hlaut hann sambærilega viðurkenningu frá kanadísku kvikmyndaakademíunni.