Segja að mark Prandi hafi aldrei átt að standa: „Algjör skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2024 09:02 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem kom Frökkum í framlengingu. Þó eru ekki allir sammála um að markið hafi átt að standa. Lars Baron/Getty Images Sænskir handboltaunnendur eru í sárum eftir að Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira