Veljum að skapa Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2024 13:00 Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá? Við erum sem blaktandi hæglætisfáni, bundin styrkum kjarnyrtum stofni, bylgjumst í mjúkum andvara – alveg sama hvernig viðrar. Því við veljum að rísa upp og rísa yfir. Við veljum að opna hjörtu okkar í óttaleysi, minnug þess hvað forforeldrar okkar þurftu að leggja á sig til að koma okkur hingað. Við erum framúrskarandi hæf til að skapa stóran hluta okkar tilveru – með því að velja. Val er vald. Viðhorf er ennfremur val. Þar sem orð eru til alls fyrst er ágætt að nýta tungumálið okkar, okkur til framdráttar og til að tala fallega í hvers annars garð og ekki síst til okkar sjálfra. Mildi og styrkur eiga vel við. Orðin eiga þó ávallt uppruna sinn að rekja til hugsunar. Hugsum, tölum og hegðum okkur í Kærleika. Kærleikurinn lifir allt. Kærleikurinn er mestur, er óháður trúarbrögðum en finnst í þeim öllum, flæðir sem stórfljót á hálendi og finnur sér alls staðar og endalaust nýja farvegi rísi hindranir upp. Hið stórkostlega kraftaverk er að undan óttaleysi og kærleika rennur sköpunargleði sem heitur bullandi hver á hálendinu. Framtíðin er björt og það er okkar að velja í vitund okkar sjálfsköpuðu örlög. Með valkvæða samstöðu samfélagi okkar til skjaldborgar um áunnin mannréttindi – lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði – er okkur ekkert að vanbúnaði að hlaupa síendurtekið atrennur með upprétta stöng, telja í okkur kjark „þú getur þetta, þú getur þetta, þú getur þetta“, hlaupa í takti við orðin og hjartað, stíga stórt lokaskref og lyfta okkur upp og yfir síhækkandi ránna með tækni, krafti og einbeittum sigurvilja. Við gerum okkar besta – og aðeins betur – en það er það sem þarf. Höfundur er forsetaframbjóðandi, fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viðbót – greinin er samin með innblæstri frá afrekum Völu Flosadóttur. Árið 2000 náði Vala 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu er glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004. Þakklæti fyrir framúrskarandi árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Lífið er að mörgu leyti stangarstökk. Við erum sífellt að æfa okkur að gera betur – eiga góða taktfasta, en sporlétta atrennu, ná skriðþunga sem lyftir okkur upp og yfir ránna sem sífellt virðist hækka óumbeðið. Sumar atrennur ná aldrei takti og stöngin kemst hreinlega ekki í blökkina. Glatað tækifæri. Hvað gerum við þá? Við erum sem blaktandi hæglætisfáni, bundin styrkum kjarnyrtum stofni, bylgjumst í mjúkum andvara – alveg sama hvernig viðrar. Því við veljum að rísa upp og rísa yfir. Við veljum að opna hjörtu okkar í óttaleysi, minnug þess hvað forforeldrar okkar þurftu að leggja á sig til að koma okkur hingað. Við erum framúrskarandi hæf til að skapa stóran hluta okkar tilveru – með því að velja. Val er vald. Viðhorf er ennfremur val. Þar sem orð eru til alls fyrst er ágætt að nýta tungumálið okkar, okkur til framdráttar og til að tala fallega í hvers annars garð og ekki síst til okkar sjálfra. Mildi og styrkur eiga vel við. Orðin eiga þó ávallt uppruna sinn að rekja til hugsunar. Hugsum, tölum og hegðum okkur í Kærleika. Kærleikurinn lifir allt. Kærleikurinn er mestur, er óháður trúarbrögðum en finnst í þeim öllum, flæðir sem stórfljót á hálendi og finnur sér alls staðar og endalaust nýja farvegi rísi hindranir upp. Hið stórkostlega kraftaverk er að undan óttaleysi og kærleika rennur sköpunargleði sem heitur bullandi hver á hálendinu. Framtíðin er björt og það er okkar að velja í vitund okkar sjálfsköpuðu örlög. Með valkvæða samstöðu samfélagi okkar til skjaldborgar um áunnin mannréttindi – lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði – er okkur ekkert að vanbúnaði að hlaupa síendurtekið atrennur með upprétta stöng, telja í okkur kjark „þú getur þetta, þú getur þetta, þú getur þetta“, hlaupa í takti við orðin og hjartað, stíga stórt lokaskref og lyfta okkur upp og yfir síhækkandi ránna með tækni, krafti og einbeittum sigurvilja. Við gerum okkar besta – og aðeins betur – en það er það sem þarf. Höfundur er forsetaframbjóðandi, fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viðbót – greinin er samin með innblæstri frá afrekum Völu Flosadóttur. Árið 2000 náði Vala 3. sæti á Ólympíuleikunum í Sydney með stökki upp á 4,5 metra. Með stökkinu setti hún jafnframt Íslands- og Norðurlandamet. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Vala var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2000. Afreksferill Völu er glæsilegur, en Vala hætti keppni árið 2004. Þakklæti fyrir framúrskarandi árangur.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar