Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 16:45 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani er Emírinn í Katar. Nú er nafnbót hans eiginnafn hér á Íslandi. Simon Holmes/Getty Images Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. Greint var frá því fyrr í dag að mannanafnanefnd hafi samþykkt allar beiðnir sem teknar voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 25. janúar síðastliðinn. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem nefndin hefur nú birt fleiri úrskurði sem kveðnir voru upp á fundinum. Að þessu sinni hafnaði nefndin aðeins einu nafni. Það var nafnið Helgarut og því var hafnað á sömu forsendu og nafninu Annamaría hafði áður verið hafnað. Annamaría í lagi en ekki Helgarut Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Helgarut segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Helgarut sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Helga og Rut þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Helga, í aukaföllum Helgu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Helgarut(í eignarfalli Helgurut) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Helgurut). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Annamaría gat vísað í norræna vini Í úrskurði um endurupptekna beiðni um nafnið Annamaría segir að í upphaflegum úrskurði sé vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, samanber nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni. Í endurupptökubeiðni hafi verið bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd. Á þetta féllst nefndin og samþykkti Annamaríu og færði nafnið, með þeirri eignarfallsbeygingu, í mannanafnaskrá. Nú má heita Palma og Emír Auk kvenmannsnafnanna Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnsins Náttfari, sem greint var frá í dag samþykkti nefndin níu nöfn til viðbótar. Það voru kvenmannsnöfnin Annamaría, Bergveig, Jóní, Palma og Siddý, og karlmannsnöfnin Elling, Emír, Kleifar og Stari. Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að mannanafnanefnd hafi samþykkt allar beiðnir sem teknar voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 25. janúar síðastliðinn. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem nefndin hefur nú birt fleiri úrskurði sem kveðnir voru upp á fundinum. Að þessu sinni hafnaði nefndin aðeins einu nafni. Það var nafnið Helgarut og því var hafnað á sömu forsendu og nafninu Annamaría hafði áður verið hafnað. Annamaría í lagi en ekki Helgarut Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Helgarut segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Helgarut sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Helga og Rut þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Helga, í aukaföllum Helgu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Helgarut(í eignarfalli Helgurut) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Helgurut). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Annamaría gat vísað í norræna vini Í úrskurði um endurupptekna beiðni um nafnið Annamaría segir að í upphaflegum úrskurði sé vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, samanber nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni. Í endurupptökubeiðni hafi verið bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd. Á þetta féllst nefndin og samþykkti Annamaríu og færði nafnið, með þeirri eignarfallsbeygingu, í mannanafnaskrá. Nú má heita Palma og Emír Auk kvenmannsnafnanna Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnsins Náttfari, sem greint var frá í dag samþykkti nefndin níu nöfn til viðbótar. Það voru kvenmannsnöfnin Annamaría, Bergveig, Jóní, Palma og Siddý, og karlmannsnöfnin Elling, Emír, Kleifar og Stari.
Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Sjá meira