Verkís leiðir milljarðaverkefni Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 11:32 Til stendur að knýja þetta ítalska flutningaskip með rafeldsneyti. Verkís Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Kjartani Due Nielsen, nýsköpunarstjóra Verkís, að í verkefninu sé unnið að því að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum með endurbótum á flutningaskipi í rekstri og koma svo lausnunum á markað. Auk verkefnastjórnunar sjá Verkís um lagnahönnun fyrir rafeldsneytið, eldvarnir, brunaöryggi og áhættustjórnun, auk þess að eiga þátt í hönnunarstjórnun, hönnun eldsneytiskerfis og lífsferilsgreiningu. Næsta skref að skipta út aðalvélinni „Fyrir hönd alls hópsins og samstarfsaðila get ég sagt að við erum afar stolt og þakklát því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur valið að styðja við þetta verkefni að gera alþjóðlegar siglingar umhverfisvænni. Við munum setja nýjan tækjabúnað um borð í flutningaskip og prófa meðan skipið er í flutningum á milli landa og sanna að hægt sé að nota eldsneytiskerfi sem gengur fyrir rafeldsneyti í stað þess að nota jarðefnaeldsneyti á varaaflvél skipsins. Ef það gengur eftir væri næsta skref að skipta um aðalvél skipsins fyrir full orkuskipti. Verkefnið er mjög framsækið og getur gjörbylt orkuskiptum á sjó,“ er haft eftir Kjartani. Nýtt eldsneytiskerfi verði sett upp í flutningaskipinu án þess að skerða rekstrargetu þess. Ammoníak og lífmetanól verði flutt um borð í skipið og síðan umbreytt í vetni. Vetninu svo breytt í raforku með efnarafali sem muni sjá um að knýja varaaflvél skipsins. Sú orka sem þarf til þess að umbreyta vetninu verði fengin með sólarsellum sem verði komið fyrir á skipinu. Mikilvægt að geta nýtt eldri skip með vistvænum hætti Í tilkynningu segir að hefðbundnir skipaflutningar krefjist mikils magns af jarðefnaeldsneyti og losi 2,5% prósent gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en um 80 til 90 prósent vöruflutninga í heiminum séu með flutningaskipum og fari vaxandi. „Því er til mikils að vinna og getur verkefnið haft mikið að segja þegar kemur að orkuskiptum á sjó. Alþjóðasiglingamálastofnunin (e. International Maritime Organizations, IMO) hefur sett það markmið fyrir sjávarútveginn að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefna á kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. GAMMA verkefnið mun styðja við þetta markmið.“ Ljóst sé að hröð þróun muni þurfa að eiga sér stað til þess að markmið IMO um kolefnishlutleysi náist. Langflest stórflutningaskip í dag gangi fyrir jarðefnaeldsneyti en líftími skipa sé langur. Því sé mikilvægt að finna möguleika til þess að nýta eldri skip áfram með því að uppfæra þau með vistvænni tæknilausnum. GAMMA stendur fyrir „Green Ammonia and Biometanol fuel MARitime Vessels“ og að verkefninu stendur öflugt og fjölbreytt teymi 16 fyrirtækja og rannsóknarstofnana frá 11 Evrópulöndum. GAMMA verkefnið hófst í janúar 2024 og mun standa yfir í fimm ár. Umhverfismál Nýsköpun Skipaflutningar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Kjartani Due Nielsen, nýsköpunarstjóra Verkís, að í verkefninu sé unnið að því að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum með endurbótum á flutningaskipi í rekstri og koma svo lausnunum á markað. Auk verkefnastjórnunar sjá Verkís um lagnahönnun fyrir rafeldsneytið, eldvarnir, brunaöryggi og áhættustjórnun, auk þess að eiga þátt í hönnunarstjórnun, hönnun eldsneytiskerfis og lífsferilsgreiningu. Næsta skref að skipta út aðalvélinni „Fyrir hönd alls hópsins og samstarfsaðila get ég sagt að við erum afar stolt og þakklát því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur valið að styðja við þetta verkefni að gera alþjóðlegar siglingar umhverfisvænni. Við munum setja nýjan tækjabúnað um borð í flutningaskip og prófa meðan skipið er í flutningum á milli landa og sanna að hægt sé að nota eldsneytiskerfi sem gengur fyrir rafeldsneyti í stað þess að nota jarðefnaeldsneyti á varaaflvél skipsins. Ef það gengur eftir væri næsta skref að skipta um aðalvél skipsins fyrir full orkuskipti. Verkefnið er mjög framsækið og getur gjörbylt orkuskiptum á sjó,“ er haft eftir Kjartani. Nýtt eldsneytiskerfi verði sett upp í flutningaskipinu án þess að skerða rekstrargetu þess. Ammoníak og lífmetanól verði flutt um borð í skipið og síðan umbreytt í vetni. Vetninu svo breytt í raforku með efnarafali sem muni sjá um að knýja varaaflvél skipsins. Sú orka sem þarf til þess að umbreyta vetninu verði fengin með sólarsellum sem verði komið fyrir á skipinu. Mikilvægt að geta nýtt eldri skip með vistvænum hætti Í tilkynningu segir að hefðbundnir skipaflutningar krefjist mikils magns af jarðefnaeldsneyti og losi 2,5% prósent gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, en um 80 til 90 prósent vöruflutninga í heiminum séu með flutningaskipum og fari vaxandi. „Því er til mikils að vinna og getur verkefnið haft mikið að segja þegar kemur að orkuskiptum á sjó. Alþjóðasiglingamálastofnunin (e. International Maritime Organizations, IMO) hefur sett það markmið fyrir sjávarútveginn að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefna á kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. GAMMA verkefnið mun styðja við þetta markmið.“ Ljóst sé að hröð þróun muni þurfa að eiga sér stað til þess að markmið IMO um kolefnishlutleysi náist. Langflest stórflutningaskip í dag gangi fyrir jarðefnaeldsneyti en líftími skipa sé langur. Því sé mikilvægt að finna möguleika til þess að nýta eldri skip áfram með því að uppfæra þau með vistvænni tæknilausnum. GAMMA stendur fyrir „Green Ammonia and Biometanol fuel MARitime Vessels“ og að verkefninu stendur öflugt og fjölbreytt teymi 16 fyrirtækja og rannsóknarstofnana frá 11 Evrópulöndum. GAMMA verkefnið hófst í janúar 2024 og mun standa yfir í fimm ár.
Umhverfismál Nýsköpun Skipaflutningar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira