Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.
„Steinunn Hlíf hefur leitt mikilvægar breytingar þegar kemur að þjónustu bankans og upplifun viðskiptavina. Við höfum byggt sterkan grunn sem mun gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun þjónustu okkar og upplifun viðskiptavina. Ég þakka Steinunni einstaklega gott samstarf og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka.