Heilbrigðisráðuneytið hefur til 13. febrúar til að svara umboðsmanni. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að til hans hafi leitað maður og kvartað undan löngum biðtíma. Máli mannsins lauk á þann veg að hægt væri að skýra biðina með eðlilegum orsökum og að biðin væri ekki bundin við máls hans sérstaklega.
Það vakti þá athygli hjá umboðsmanni, kemur fram í bréfinu, hversu löng biðin var og er vísað í viðtal við formann ADHD- samtakanna síðastliðið haust á RÚV og að það hafi komið fram að biðtíminn væri hið minnsta fjögur ár.
Því hefur hann beðið ráðuneytið beðið um upplýsingar um hvort gripið hafi verið til aðgerða vegna þessa eða hvort slíkt sé í bígerð og þá hvað hafi verið gert eða sé fyrirhugað. Ef það hafi ekki verið gert er óskað nánari skýringa á því.