LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 17:08 Helgi Magnús varasaksóknari er meðlimur í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“ og hefur látið til sín taka í umræðu um gagnsemi þeirrar atvinnugreinar. Sem þykir ekki heppilegt í ljósi þess að ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum hefur verið kærð til saksóknara. vísir/vilhelm/arnar Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru. Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Helgi Magnús, sem áður hefur verið umdeildur vegna framlags á samfélagsmiðlum, og var áminntur sérstaklega fyrir ummæli sín, virðist ekki hafa getað stillt sig um að taka þátt í umræðu í Facebook-hópnum „Segjum JÁ við laxeldi í sjó“. Þar talar Björn Davíðsson fjálglega um Landvernd á villigötum, segir að í nýjasta fréttabréfi þess standi að sjókvíaeldið væri að langstærstum hluta í eigu erlendra aðila sem greiði lítið sem ekkert fyrir leyfi til að nýta hafið við Íslandsstrendur – og greiði heldur ekki fyrir þann umhverfisskaða sem þeir valda. „Raunar greiða þessi fyrirtæki ekki nærri nóg til að standa undir eftirliti með greininni, sem þó sárlega skorti eins og dæmin sanna.“ Góður! Þetta segir Björn, sem er afarhlynntur sjókvíaeldi, alrangt. Og spyr hvort hér sé ekki alltaf verið að kalla eftir erlendri fjárfestingu, „hvað í fjandanum er að erlendri fjárfestingu? Í hvaða heimi lifir Landvernd?“ Björn spyr meðal annars hvort ekki sé aðalatriðið „að þessi unga atvinugrein er að byggja upp atvinnulíf m.a. á Vestfjörðum – atvinnulíf sem er í rústum eftir frjálst framsal aflaheimilda.“ Eins og nafnið gefur til kynna eru þátttakendur eindregnir stuðningsmenn sjókvíaeldis og meðal þeirra sem setur „læk“ við færslu Björns er Helgi Magnús. Og skrifar í athugasemd: „Góður“. Gunnar Örn vill síður að Helgi Magnús komi að í máli Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum. Þessi afstaða sem hann lætur í ljós veldur LV áhyggjum, svo miklum að þeir töldu vert að senda Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara ábendingu þessa efnis. Þetta staðfestir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssamband veiðifélaga. Vilja ekki að hann komi að þessu máli „LV taldi að minnsta kosti ástæðu til að benda á þetta og óskaði þess að starfsmaðurinn kæmi ekki að málinu,“ segir Gunnar Örn í stuttu samtali við Vísi. Gunnar Örn er þar að vísa til kæru sem LV og fjöldi annarra sendu þar sem kærð var niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að réttast væri að fella niður rannsókn á því þegar 3.500 laxar sluppu úr sjókví Arctic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. Landsamband Veiðifélaga eru meðal 27 sem kærðu þá ákvörðun. Þeim þykir atferli Helga ekki gefa vonir um að málið fái hlutlæga meðferð, en Helgi Magnús tjáði sig þó hann eigi að vera sér þess meðvitaður að embætti saksóknara sé að fjalla um einmitt þessa sömu kæru.
Sjókvíaeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. 26. ágúst 2022 17:42