Auðsjáanlegt hversu erfið ákvörðunin var Bjarna Aron Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2024 08:00 Ingvar (til vinstri) og Bjarni (til hægri) mynduðu gott teymi hjá Haukum Vísir/Bára Ingvar Þór Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta á nýjan leik. Hann tekur við starfinu af Bjarna Magnússyni sem þurfti að láta af störfum af heilsufarslegum ástæðum. Ingvar, sem hefur undanfarið starfað sem aðstoðarþjálfari Bjarna hjá Haukum segir ákvörðun hans um að láta að störfum að vissu leyti hafa komið sér á óvart. „Já að vissu leyti. Við höfum rætt aðeins saman og ég vissi svo sem að hann væri orðinn svolítið þreyttur. Svo í rauninni hittumst við einhverri viku áður en hann tilkynnir liðinu ákvörðun sína og lætur mig vita af því að hann þurfi í rauninni að stíga frá. Þar spila inn í heilsufarslegar ástæður og ekki hægt að komast hjá því að taka þessa ákvörðun. Þá fæ ég nokkra daga til þess að hugsa málið hvað mig varðar, hvað ég myndi gera. Við Bjarni höfðum náttúrulega starfað saman sem teymi í mörg ár fram að þessu og ekkert sjálfgefið að maður myndi stíga upp og taka við starfi aðalþjálfara. En að vel ígrunduðu máli fannst mér það þó vera það rétta í stöðunni.“ Þetta ferli sem leiðir að þessari ákvörðun þinni. Var það strembið? Varstu á báðum áttum hvort þú ættir að taka við aðalþjálfara starfinu? „Já já og ég sagði leikmönnum liðsins svo sem líka frá því. Að sama skapi hefði verið gríðarlega erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti. Þær sáu það líka bara, þegar að Bjarni greinir þeim frá ákvörðun sinni, hversu erfið ákvörðun að taka þetta var honum. Hún hefði líka verið það fyrir mig en á sama tíma þá lagði ég veturinn þannig upp að ég væri með Bjarna í þessu. Það að hann þurfi að stíga til hliðar var að sjálfsögðu þess valdandi að ég hugsaði málið. Hvað ég myndi gera.“ Þekkir starf aðalþjálfarans inn og út Ingvar kemur ekki blautur á bak við eyrun í starf aðalþjálfara. Hann starfaði sem slíkur, einmitt hjá kvennaliði Hauka, fyrir nokkrum árum síðan og gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2018. Hann íhugaði hins vegar vel og vandlega hvort hann ætti að taka að sér starfið aftur á þessum tímapunkti. Það að hafa verið í kringum lið Hauka undanfarin ár gerir ákvörðunina væntanlega, að einhverju leyti, auðveldari? „Já það gerir það. Ég náttúrulega þekki þessar stelpur mjög vel. Er búinn að þjálfa þær margar hverjar frá árinu 2010. Það var því þægilegt að ganga inn í þetta þannig lagað. Við höfum verið að vinna vel að ákveðnum hlutum í vetur. Og sérstaklega núna eftir áramót hefur okkur fundist spilamennskan vera orðin betri. Bæði varnar- og sóknarlega. Það er þá náttúrulega bara núna í höndum okkar þjálfarateymisins, sem tökum núna við, að sjá til þess að það haldi áfram. Að við höldum áfram að taka skref upp á við. Ingvar Þór, nýráðinn aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í körfuboltaVísir/Sigurjón Ólason Haukar unnu sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfarateymis á dögunum. Sigur sem sér til þess að liðið er í efri hluta Subway deildarinnar sem hefur nú verið skipt í tvennt fram að úrslitakeppni. Hvernig horfa næstu vikur og mánuðir við þér. Hvað viltu sjá liðið gera núna? „Rauninni bara svipaða hluti og við höfum verið að sýna undanfarnar vikur. Æfingarnar hafa verið betri, kraftmiklar æfingar með góðri samkeppni og við búum við það að eiga nokkuð góðan og breiðan hóp. Í þessari tvískiptingu í efri hlutanum er fyrsta markmið náttúrulega að sjá til þess að við fáum heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það verkefni byrjar strax í næstu viku.“ Miklar breytingar að eiga sér stað Málefni körfuknattleiksdeildar Hauka hafa verið mikið í deiglunni undanfarið því auk Bjarna, fráfarandi þjálfara kvennaliðsins, hefur Bragi Hinrik Magnússon ákveðið að láta af störfum hjá körfuknattleiksdeild félagsins og fyrir það hafði varaformaður deildarinnar, Tobías Sveinbjörnsson, greint frá ákvörðun sinni að stíga til hliðar sem varaformaður. Auðvitað vekur það upp spurningar þegar að slík sambærileg tíðindi eiga sér stað með skömmu millibili en Ingvar segir þær ekkert tengjast. Þá sé ekkert mál að aðskilja það sem á sér stað inn á körfuboltavellinum frá því sem er að eiga sér stað utan hans innan deildarinnar. „Það er ekkert mál að aðskilja þetta. Varaformaðurinn var nánast hættur í haust og það vegna anna í öðrum störfum. Það að formaðurinn hætti líka gerist í rauninni nokkuð áður en Bjarni tekur sína ákvörðun að hætta þjálfun kvennaliðsins. Þessar ákvarðanir tengjast ekkert en tilkynningarnar koma hins vegar á sama tíma. Fólk innan félagsins og stjórnarinnar hefur tekið við þeim boltum sem þarf að halda á lofti, deilt með sér verkefnum og gert það vel.“ Ingvar stýrir liði Hauka út yfirstandandi tímabil en hvað tekur við svo? Gæti hann hugsað sér að stýra liðinu til lengri tíma litið? „Ég lít á þetta núna sem tímabundið út þetta tímabil. Svo bara sjáum við til hvað verður í vor. Hvort það sé áhugi hjá mér eða stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka á því að halda þessu samstarfi áfram.“ Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira
Ingvar, sem hefur undanfarið starfað sem aðstoðarþjálfari Bjarna hjá Haukum segir ákvörðun hans um að láta að störfum að vissu leyti hafa komið sér á óvart. „Já að vissu leyti. Við höfum rætt aðeins saman og ég vissi svo sem að hann væri orðinn svolítið þreyttur. Svo í rauninni hittumst við einhverri viku áður en hann tilkynnir liðinu ákvörðun sína og lætur mig vita af því að hann þurfi í rauninni að stíga frá. Þar spila inn í heilsufarslegar ástæður og ekki hægt að komast hjá því að taka þessa ákvörðun. Þá fæ ég nokkra daga til þess að hugsa málið hvað mig varðar, hvað ég myndi gera. Við Bjarni höfðum náttúrulega starfað saman sem teymi í mörg ár fram að þessu og ekkert sjálfgefið að maður myndi stíga upp og taka við starfi aðalþjálfara. En að vel ígrunduðu máli fannst mér það þó vera það rétta í stöðunni.“ Þetta ferli sem leiðir að þessari ákvörðun þinni. Var það strembið? Varstu á báðum áttum hvort þú ættir að taka við aðalþjálfara starfinu? „Já já og ég sagði leikmönnum liðsins svo sem líka frá því. Að sama skapi hefði verið gríðarlega erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti. Þær sáu það líka bara, þegar að Bjarni greinir þeim frá ákvörðun sinni, hversu erfið ákvörðun að taka þetta var honum. Hún hefði líka verið það fyrir mig en á sama tíma þá lagði ég veturinn þannig upp að ég væri með Bjarna í þessu. Það að hann þurfi að stíga til hliðar var að sjálfsögðu þess valdandi að ég hugsaði málið. Hvað ég myndi gera.“ Þekkir starf aðalþjálfarans inn og út Ingvar kemur ekki blautur á bak við eyrun í starf aðalþjálfara. Hann starfaði sem slíkur, einmitt hjá kvennaliði Hauka, fyrir nokkrum árum síðan og gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2018. Hann íhugaði hins vegar vel og vandlega hvort hann ætti að taka að sér starfið aftur á þessum tímapunkti. Það að hafa verið í kringum lið Hauka undanfarin ár gerir ákvörðunina væntanlega, að einhverju leyti, auðveldari? „Já það gerir það. Ég náttúrulega þekki þessar stelpur mjög vel. Er búinn að þjálfa þær margar hverjar frá árinu 2010. Það var því þægilegt að ganga inn í þetta þannig lagað. Við höfum verið að vinna vel að ákveðnum hlutum í vetur. Og sérstaklega núna eftir áramót hefur okkur fundist spilamennskan vera orðin betri. Bæði varnar- og sóknarlega. Það er þá náttúrulega bara núna í höndum okkar þjálfarateymisins, sem tökum núna við, að sjá til þess að það haldi áfram. Að við höldum áfram að taka skref upp á við. Ingvar Þór, nýráðinn aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í körfuboltaVísir/Sigurjón Ólason Haukar unnu sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfarateymis á dögunum. Sigur sem sér til þess að liðið er í efri hluta Subway deildarinnar sem hefur nú verið skipt í tvennt fram að úrslitakeppni. Hvernig horfa næstu vikur og mánuðir við þér. Hvað viltu sjá liðið gera núna? „Rauninni bara svipaða hluti og við höfum verið að sýna undanfarnar vikur. Æfingarnar hafa verið betri, kraftmiklar æfingar með góðri samkeppni og við búum við það að eiga nokkuð góðan og breiðan hóp. Í þessari tvískiptingu í efri hlutanum er fyrsta markmið náttúrulega að sjá til þess að við fáum heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það verkefni byrjar strax í næstu viku.“ Miklar breytingar að eiga sér stað Málefni körfuknattleiksdeildar Hauka hafa verið mikið í deiglunni undanfarið því auk Bjarna, fráfarandi þjálfara kvennaliðsins, hefur Bragi Hinrik Magnússon ákveðið að láta af störfum hjá körfuknattleiksdeild félagsins og fyrir það hafði varaformaður deildarinnar, Tobías Sveinbjörnsson, greint frá ákvörðun sinni að stíga til hliðar sem varaformaður. Auðvitað vekur það upp spurningar þegar að slík sambærileg tíðindi eiga sér stað með skömmu millibili en Ingvar segir þær ekkert tengjast. Þá sé ekkert mál að aðskilja það sem á sér stað inn á körfuboltavellinum frá því sem er að eiga sér stað utan hans innan deildarinnar. „Það er ekkert mál að aðskilja þetta. Varaformaðurinn var nánast hættur í haust og það vegna anna í öðrum störfum. Það að formaðurinn hætti líka gerist í rauninni nokkuð áður en Bjarni tekur sína ákvörðun að hætta þjálfun kvennaliðsins. Þessar ákvarðanir tengjast ekkert en tilkynningarnar koma hins vegar á sama tíma. Fólk innan félagsins og stjórnarinnar hefur tekið við þeim boltum sem þarf að halda á lofti, deilt með sér verkefnum og gert það vel.“ Ingvar stýrir liði Hauka út yfirstandandi tímabil en hvað tekur við svo? Gæti hann hugsað sér að stýra liðinu til lengri tíma litið? „Ég lít á þetta núna sem tímabundið út þetta tímabil. Svo bara sjáum við til hvað verður í vor. Hvort það sé áhugi hjá mér eða stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka á því að halda þessu samstarfi áfram.“
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Sjá meira