Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur múlbundið sjálfan sig og samningafólk gagnvart fjölmiðlum.
Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA sagði í kvöldfréttum að fundurinn hefði verið góður og að það væri mikill vilji til að ganga frá samningum.
„Við höldum áfram að funda þar til við semjum,“ sagði Sigríður Margrét.
Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA tók undir orð Sigríðar og sagði umræður ganga vel.
Fjallað var um kjaramálin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan.