Einar Jónsson: Vorum með allt of marga tapaða bolta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. febrúar 2024 21:44 Einar Jónsson var óánægður með margt í leik sinna manna. Vísir/Anton Brink Fram tapaði í kvöld með fjórum mörkum gegn Aftureldingu að Varmá, lokatölur 30-26, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar eftir langt hlé. Einar Jónsson, þjálfari Framara var ósáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“ Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
„Ég var ánægður með eitthvað. Mér fannst varnarleikurinn stærstan hluta leiksins bara góður, það var svona það sem ég var hræddastur við komandi inn í leikinn. Sóknarlega erum við bara lélegir, því miður. Við erum búnir að vera besta sóknarliðið í vetur, við vorum langt frá því í dag. Vorum með allt of marga tapaða bolta, óagaðir, hlupum illa til baka og við hlaupum illa fram líka,“ sagði Einar um leik sinna manna og bætti við. „Fyrir utan góða kafla varnarlega þá voru bara allt of margir þættir ekki í lagi.“ Einari fannst sínir menn sjálfum sér verstir í leiknum en liðið fékk nokkur tækifæri á að gera atlögu að forystu heimamanna sem voru með undirtökin allan leikinn. „Þegar þeir ná forystunni þá er það út af töpuðum boltum hjá okkur. Svo vinnum við okkur aftur inn í þetta, minnkum muninn í eitt, þá kemur aftur tapaður bolti. Svona gekk þetta einhverja þrjá kafla að minnsta kosti í leiknum. Við hljótum að vera í kringum 15 tapaða bolta í þessum leik sem er bara helmingi meira en við erum vanir að vera með, það er bara mjög dýrt gegn eins góðu liði og Aftureldingu.“ Andri Dagur Ófeigsson lék í kvöld fyrsta leik sinn fyrir Fram eftir að hafa komið heim frá Danmörku um áramótin þar sem hann lék með Frederisksberg IF. Andri Dagur fékk slæmt högg á höfuðið í leiknum og spilaði ekkert eftir það. „Andri kom frábærlega inn í þetta, hann er eins og einhyrningur, fékk högg á höfuðið undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Einar um atvikið. Aðspurður út í meiðslalista Framara hafði einar þetta að segja. „Magnús Öder er bara frá, það er ljóst, stutt síðan hann var í aðgerð á öxl. Þorsteinn Gauti er bara óljóst hvenær hann kemur aftur. Við höfum ekki fengið neina tímasetningu hvenær hann kemur aftur.“ Að lokum sagðist Einar það vera gaman að vera byrjaður aftur þrátt fyrir að leikur Fram í kvöld hafi ekki verið góður að hans mati. „Það er náttúrulega bara gaman að vera byrjaður aftur en ég hefði viljað betri úrslit og betri frammistöðu, hún var ekki nógu góð.“
Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Fram 30-26 | Mosfellingar unnu fyrsta leik eftir hlé Eftir langt jóla- og EM-hlé vann Afturelding góðan fjögurra marka sigur gegn Fram er Olís-deild karla í handbolta rúllaði af stað á ný í kvöld, 30-26. 1. febrúar 2024 21:09