Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 23:04 Dúfunni var sleppt á þriðjudaginn, eftir átta mánuði í haldi. Þá hafði komið í ljós að hún kom frá Taívan en ekki frá Kína. AP/Anshuman Poyrekar Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. Dúfan var fönguð í Mumbai í maí en þá fundust hringir um fætur hennar og bar hún kínverska stafi á vængjunum. Lögregluþjóna grunaði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að dúfan hefði verið notuð við njósnir og var henni því haldið á dýrasjúkrahúsi. Á þriðjudaginn var dúfunni hinsvegar sleppt. Þá hafði komið í ljós að hún kæmi frá Taívan, þar sem hún var þjálfuð fyrir keppnir milli dúfueigenda. Hún hafði þó flúið frá eigendum sínum í Taívan í keppni og flogið alla leið til Indlands. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og deila um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Til stríðs kom milli ríkjanna árið 1962 en það unnu Kínverjar með nokkuð afgerandi hætti. Á undanförnum árum hafa hermenn ríkjanna af og til slegist með berum hnúum og/eða kylfum. Þessi átök hafa verið mannskæð. Sjá einnig: Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Dúfur hafa lengi verið notaðar til að senda skilaboð manna á milli og þar á meðal til njósnara og útsendara ríkja í hernaði. Það var til að mynda dúfa sem kallaðist Gustav, sem bar fyrstu fregnir af lendingu bandamanna á ströndum Normandy í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt AP segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dúfa er grunuð um njósnir í Indlandi eða önnur brot. Árið 2020 var dúfa sjómanns frá Pakistan handsömuð í Kasmír-héraði vegna gruns um að hún hefði verið notuð við njósnir. Þá fannst dúfa árið 2016 sem bar bréf sem á var búið að skrifa hótun til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Indland Kína Taívan Fuglar Dýr Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Dúfan var fönguð í Mumbai í maí en þá fundust hringir um fætur hennar og bar hún kínverska stafi á vængjunum. Lögregluþjóna grunaði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að dúfan hefði verið notuð við njósnir og var henni því haldið á dýrasjúkrahúsi. Á þriðjudaginn var dúfunni hinsvegar sleppt. Þá hafði komið í ljós að hún kæmi frá Taívan, þar sem hún var þjálfuð fyrir keppnir milli dúfueigenda. Hún hafði þó flúið frá eigendum sínum í Taívan í keppni og flogið alla leið til Indlands. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og deila um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Til stríðs kom milli ríkjanna árið 1962 en það unnu Kínverjar með nokkuð afgerandi hætti. Á undanförnum árum hafa hermenn ríkjanna af og til slegist með berum hnúum og/eða kylfum. Þessi átök hafa verið mannskæð. Sjá einnig: Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Dúfur hafa lengi verið notaðar til að senda skilaboð manna á milli og þar á meðal til njósnara og útsendara ríkja í hernaði. Það var til að mynda dúfa sem kallaðist Gustav, sem bar fyrstu fregnir af lendingu bandamanna á ströndum Normandy í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt AP segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dúfa er grunuð um njósnir í Indlandi eða önnur brot. Árið 2020 var dúfa sjómanns frá Pakistan handsömuð í Kasmír-héraði vegna gruns um að hún hefði verið notuð við njósnir. Þá fannst dúfa árið 2016 sem bar bréf sem á var búið að skrifa hótun til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.
Indland Kína Taívan Fuglar Dýr Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira