Fyrst til að vinna Grammy fyrir plötu ársins í fjórgang Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 07:48 Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift nýtur fádæma vinsælda um þessar mundir. AP Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift stal senunni á Grammy-verðlaunahátíðinni í nótt þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn í sögunni til að vinna verðlaunin fyrir Plötu ársins í fjórða sinn. Swift hlaut verðlaunin fyrir plötuna Midnights, en hún hafði áður verið jöfn þeim Stevie Wonder, Paul Simon og Frank Sinatra með samtals þrenn verðlaun fyrir plötu ársins. Swift tók við verðlaununum úr hendi söngkonunnar Celine Dion sem mætti óvænt eftir að hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu í kjölfar þess að hafa greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Fyrr um kvöldið hafði söngkonan Laufey Lín tekið við verðlaunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Crypto-höllinni í Los Angeles í 66. skipti. Tónlistarkonur voru sérstaklega áberandi á hátíðinni í gær þar sem Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Flowers og þá hlaut Billie Eilish verðlaunin í flokknum „Lag ársins“ fyrir lagið What Was I Made For? úr kvikmyndinni Barbie. Bandaríska söngkonan Victoria Monét hlaut verðlaunin fyrir Nýliði ársins og þá unnu tónlistarkonurnar SZA og sveitin Boygenius einnig til verðlauna á hátíðinni. Celine Dion birtist óvænt á hátíðinni í gærkvöldi.AP Þá vann rapparinn Killer Mike til þrennra verðlauna í flokkum rapptónlistar. Það varpaði þó skugga á kvöldið hjá honum að lögregla þurfti að hafa afskipti af honum vegna líkamsárásar baksviðs. Auk Laufeyjar var Ólafur Arnalds tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar. Söngkonurnar Tracy Chapman og Joni Mitchell voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem trópu upp og tóku lagið á milli verðlaunaafhendinga. Grammy-verðlaunin Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Swift hlaut verðlaunin fyrir plötuna Midnights, en hún hafði áður verið jöfn þeim Stevie Wonder, Paul Simon og Frank Sinatra með samtals þrenn verðlaun fyrir plötu ársins. Swift tók við verðlaununum úr hendi söngkonunnar Celine Dion sem mætti óvænt eftir að hafa haldið sig fjarri sviðsljósinu í kjölfar þess að hafa greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Fyrr um kvöldið hafði söngkonan Laufey Lín tekið við verðlaunum í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. Grammy-verðlaunahátíðin fór fram í Crypto-höllinni í Los Angeles í 66. skipti. Tónlistarkonur voru sérstaklega áberandi á hátíðinni í gær þar sem Miley Cyrus hlaut verðlaun fyrir smáskífu ársins fyrir lagið Flowers og þá hlaut Billie Eilish verðlaunin í flokknum „Lag ársins“ fyrir lagið What Was I Made For? úr kvikmyndinni Barbie. Bandaríska söngkonan Victoria Monét hlaut verðlaunin fyrir Nýliði ársins og þá unnu tónlistarkonurnar SZA og sveitin Boygenius einnig til verðlauna á hátíðinni. Celine Dion birtist óvænt á hátíðinni í gærkvöldi.AP Þá vann rapparinn Killer Mike til þrennra verðlauna í flokkum rapptónlistar. Það varpaði þó skugga á kvöldið hjá honum að lögregla þurfti að hafa afskipti af honum vegna líkamsárásar baksviðs. Auk Laufeyjar var Ólafur Arnalds tilnefndur fyrir plötu sína Some Kind of Peace í flokki nýaldartónlistar. Söngkonurnar Tracy Chapman og Joni Mitchell voru í hópi þeirra tónlistarmanna sem trópu upp og tóku lagið á milli verðlaunaafhendinga.
Grammy-verðlaunin Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32 Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. 4. febrúar 2024 12:32