Ellefu sagt upp hjá Arion banka Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 11:16 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Ellefu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá Arion banka. Nýtt skipurit tekur gildi í dag og fækkar forstöðumönnum bankans um 13 prósent við breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að helsta breytingin felist í því að upplifun viðskiptavina sé ekki lengur eitt af stoðsviðum bankans og þar með fækkar sviðum og framkvæmdastjórum úr átta í sjö. „Upplifun viðskiptavina var stofnað árið 2021 með það að markmiði að bæta upplifun viðskiptavina af þjónustu og þjónustuleiðum bankans og efla samstarf Arion banka og Varðar. Á þessu tímabili hefur traustur grunnur verið lagður hvað varðar þjónustu Arion og upplifun viðskiptavina og að sama skapi hefur samstarf Varðar trygginga og Arion banka styrkst og skilað góðum vexti tryggingafélagsins. Nú er komið að ákveðnum kaflaskilum í starfsemi Arion samstæðunnar sem kalla á breytt skipulag og aukna samlegð. Markmið breytinganna er að sameina sérþekkingu og reynslu í ríkari mæli en áður, stytta boðleiðir og auka enn við hraða í þróun þjónustunnar. Öll fyrirtækjaþjónusta mun heyra undir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið, en áður sinnti viðskiptabankasvið þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni. Gagnamál munu alfarið heyra undir upplýsingatæknisvið og markaðsmál undir bankastjóra þar sem fyrir er samskiptasvið bankans. Einnig færast sérfræðingar í upplifun viðskiptavina og þjónustuleiðum inn í viðskiptaeiningar og þar með nær viðskiptavinum. Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.Vísir/Vilhelm Að auki taka gildi ýmsar breytingar á innra skipulagi sviða Arion banka sem hafa það að markmiði að auka skilvirkni, samræma og einfalda stjórnskipulag og fækka stjórnendalögum. Við þessar breytingar fækkar forstöðumönnum bankans um 13%, en alls munu 11 starfsmenn hætta störfum hjá Arion banka í dag,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í síðustu viku að Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefði komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Starfslok Steinunnar Hlífar eru ekki hluti af þeim ellefu sem sem nú hefur verið sagt upp. Kveðja kært samstarfsfólk Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að markviss vinna síðustu ára hafi skilað bankanum skýrri sýn sem muni gegna lykilhlutverki í þróun þjónustu Arion banka og dótturfélaga, viðskiptavinum til góða. „Þjónustusvið bankans taka nú við mikilvægum verkefnum sem öll miða að því að efla okkar þjónustu. Markmið skipulagsbreytinganna er jafnframt að auka slagkraft og skilvirkni í allri okkar starfsemi með enn öflugri einingum, þéttu samstarfi og einföldun skipulags. Við kveðjum í dag kært samstarfsfólk sem ég óska velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir Benedikt. Arion banki Vinnumarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að helsta breytingin felist í því að upplifun viðskiptavina sé ekki lengur eitt af stoðsviðum bankans og þar með fækkar sviðum og framkvæmdastjórum úr átta í sjö. „Upplifun viðskiptavina var stofnað árið 2021 með það að markmiði að bæta upplifun viðskiptavina af þjónustu og þjónustuleiðum bankans og efla samstarf Arion banka og Varðar. Á þessu tímabili hefur traustur grunnur verið lagður hvað varðar þjónustu Arion og upplifun viðskiptavina og að sama skapi hefur samstarf Varðar trygginga og Arion banka styrkst og skilað góðum vexti tryggingafélagsins. Nú er komið að ákveðnum kaflaskilum í starfsemi Arion samstæðunnar sem kalla á breytt skipulag og aukna samlegð. Markmið breytinganna er að sameina sérþekkingu og reynslu í ríkari mæli en áður, stytta boðleiðir og auka enn við hraða í þróun þjónustunnar. Öll fyrirtækjaþjónusta mun heyra undir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasvið, en áður sinnti viðskiptabankasvið þjónustu við lítil og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni. Gagnamál munu alfarið heyra undir upplýsingatæknisvið og markaðsmál undir bankastjóra þar sem fyrir er samskiptasvið bankans. Einnig færast sérfræðingar í upplifun viðskiptavina og þjónustuleiðum inn í viðskiptaeiningar og þar með nær viðskiptavinum. Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.Vísir/Vilhelm Að auki taka gildi ýmsar breytingar á innra skipulagi sviða Arion banka sem hafa það að markmiði að auka skilvirkni, samræma og einfalda stjórnskipulag og fækka stjórnendalögum. Við þessar breytingar fækkar forstöðumönnum bankans um 13%, en alls munu 11 starfsmenn hætta störfum hjá Arion banka í dag,“ segir í tilkynningunni. Greint var frá því í síðustu viku að Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefði komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. Starfslok Steinunnar Hlífar eru ekki hluti af þeim ellefu sem sem nú hefur verið sagt upp. Kveðja kært samstarfsfólk Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að markviss vinna síðustu ára hafi skilað bankanum skýrri sýn sem muni gegna lykilhlutverki í þróun þjónustu Arion banka og dótturfélaga, viðskiptavinum til góða. „Þjónustusvið bankans taka nú við mikilvægum verkefnum sem öll miða að því að efla okkar þjónustu. Markmið skipulagsbreytinganna er jafnframt að auka slagkraft og skilvirkni í allri okkar starfsemi með enn öflugri einingum, þéttu samstarfi og einföldun skipulags. Við kveðjum í dag kært samstarfsfólk sem ég óska velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ segir Benedikt.
Arion banki Vinnumarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Sjá meira
Steinunn Hlíf samdi um starfslok Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Arion banka, hefur komist að samkomulagi við bankann um starfslok eftir að hafa gegnt starfinu og átt sæti í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2021. 30. janúar 2024 15:35