Gengið of nærri björgunarsveitum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:50 Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, starfaði lengi sem stjórnandi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og var fulltrúi Íslands við stórslysastofnun Sameinuðu þjóðanna. vísir/egill Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli. Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli.
Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira