Styðjum við konur á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 09:00 Breytingaskeiðið og tíðahvörf eru náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum. Á þessum tíma kemur flökt á kvenhormónin estrógen og prógesterone sem getur valdið því að sumar konur upplifa truflandi einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Þetta hormónaflökt getur haft áhrif á öll líffærakerfin okkar. Allar frumur líkamans eru með estrógen viðtaka, sem gerir það að verkum að einkennin geta verið misjöfn eins og þau eru mörg. Ekki er til ein uppskrift af breytingaskeiðinu og engin kona upplifir það eins. Það eru margir þættir sem spila inn í upplifun hverrar og einnar konu eins og t.d. erfðir, umhverfi, áfallasaga og heilsufarssaga. Þriðjungur kvenna finnur lítil sem engin einkenni. Um einn þriðji kvenna upplifir þetta tímabil mjög erfitt bæði andlega og líkamlega. Þessi hópur kvenna upplifir einkenni sem hafa veruleg áhrif á lífsgæði. Það sem konur upplifa mest truflandi eru andlegu einkennin eins og orkuleysi, kvíði, depurð, flatneskja, innri spenna, svefntruflanir og nætursviti. Konur lýsa því oft að þær þekki sjálfar sig ekki lengur, ráði ekki eins vel við hlutina og upplifi að áhrifin teygi sig út í makasambandið, fjölskylduna, atvinnuna og fleira. Í starfi mínu hitti ég daglega konur sem eru að upplifa það truflandi einkenni að þeim finnst þær hafa misst tökin á heilsunni og hafa ekki orku í neitt annað en að sinna vinnunni. Þessu fylgir vanlíðan og sektarkennd. Konur grípa í óheilsusamlegan mat og kaffi til þess að fá skyndiorku og nota svo oft áfengi til þess að ná sér niður. Þetta getur orðið vítahringur sem er ekki ákjósanlegur þegar horft er til framtíðarheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að eftir tíðahvörf aukast líkurnar á ýmsum sjúkdómum eins og t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu, þunglyndi og ýmsum krabbameinum. Til þess að konur geti dregið úr líkum á því að veikjast af þessum sjúkdómum þurfa þær að geta sinnt heilbrigðum lífsstíl. Lifestyle Medicine er gagnreynd lífsstílslækningarnálgun og byggir fræði sín á 6 hornsteinum heilsunnar: Andleg vellíðan Félagsleg tengsl/heilbrigð sambönd Svefn Næring Hreyfing Að halda skaðlegum efnum í lágmarki /eins og tóbaki, áfengi, eiturefnum og of mikilli skjánotkun Fyrir konur sem upplifa mikil og truflandi áhrif breytingaskeiðsins getur verið mikil áskorun að sinna þessum þáttum. Konur lýsa því oft að þær vanti bensín á tankinn. Dr. Lisa Mosconi, sem er sérfræðingur í taugavísindum, hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á heila kvenna á breytingaskeiðinu og í kringum tíðahvörf. Dr. Mosconi segir kvenhormónið estrógen virka eins og bensín fyrir heilann. Þær neikvæðu afleiðingar sem við sjáum gjarnan hjá konum, sem eru að upplifa truflandi einkenni, eru andlega vanlíðan, félagslega einangrun, svefnvandamál, þyngdaraukningu og þær hafa ekki orku í að hreyfa sig. Þetta eru allt þættir sem auka líkurnar á ýmsum sjúkdómum eins og sykursýki, hjartasjúkdómum og ýmsum krabbameinum og þar á meðal brjóstakrabbameini. Hvað geta konur gert? Heildræn nálgun á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf er lykilatriði. Næring, hreyfing, svefn og streitustjórnun eru þeir þættir sem allar konur þurfa að huga að. Hormónauppbótarmeðferð hefur sýnt sig að geti stutt við konur á þessu tímabili. Konur upplifa gjarnan að þær fái bensínið á tankinn sem þær vantaði. Þær konur sem eru að upplifa svefnleysi finna oft að svefninn lagast og það eitt og sér hefur gríðarleg áhrif á almenna líðan og orku. Þó er mikilvægt að hafa í huga að hormónauppbótarmeðferð er ekki töfralausn og ber að taka alla þættina inn í heilsupúslið svo að útkoman verði sem best. Ef konur vilja skoða möguleikann á hormónauppbótarmeðferð er mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun með fagaðila sem er vel að sér í þeim efnum. Samkvæmt leiðbeiningum NICE er hormónauppbótarmeðferð kostur sem á að velja fram yfir þunglyndis- og kvíðalyf fyrir konur sem eru að upplifa depurð á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf. Ef konan á heimilinu er ekki heil heilsu getur það haft mikil áhrif á hana sjálfa, fjölskyldu hennar og atvinnu. Þegar við setjum kvenheilsu í forgang hefur það margföld jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Hlustum á konur, veitum þeim fræðslu og hjálpum þeim að taka upplýsta ákvörðun. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem sinnir konum á breytingaskeiði, heilsumarkþjálfi, meistaranemi HÍ með áherslu á breytingaskeiðið og nemandi í Lifestyle Medicine frá British Society of Lifestyle Medicine. Heimildir: 09-BMS-TfC-NICE-Menopause-Diagnosis-and-Management-from-Guideline-to-Practice-Guideline-Summary-NOV2022-A.pdf (thebms.org.uk) About this information | Information for the public | Menopause: diagnosis and management | Guidance | NICE BSLM - Transforming Healthcare Through Lifestyle Medicine XX Brain – Lisa Mosconi 2021 (ný bók á leiðinni frá Lisu Mosconi 12.mars 2024 sem heitir Menopause Brain) Estrogen Matters, Avrum Blooming 2018. (von er á endurbættri útgáfu í sept 2024) Refai, M., Mardanpour, S., Masoumi, S. Z, og Parsa, P. (2022). Women‘s experience in the transition to menopause: a qualitative research. British Menopaues Society Women‘s Health, 1. 53. doi: 10.1186/s12905-022-01633-0. Duralde, E. R., Sobel, T. H. og Manson, J. E. (2023). Management of perimenopausal and menopausal symptoms. BMJ (Clinical Research Ed.), 382, e072612-072612. https://doi.org/10.1136/bmj-2022-072612 O'Reilly, K., McDermid, F., McInnes, S. og Peters, K. (2023). An exploration of women‘s knowledge and experience of perimenopause and menopause: An integrative literature review. Journal of Clinical Nursing, 32(15-16), 4528- 4540. https://doi.org/10.1111/jocn.16568 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Breytingaskeiðið og tíðahvörf eru náttúrulegt ferli sem allar konur ganga í gegnum. Á þessum tíma kemur flökt á kvenhormónin estrógen og prógesterone sem getur valdið því að sumar konur upplifa truflandi einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Þetta hormónaflökt getur haft áhrif á öll líffærakerfin okkar. Allar frumur líkamans eru með estrógen viðtaka, sem gerir það að verkum að einkennin geta verið misjöfn eins og þau eru mörg. Ekki er til ein uppskrift af breytingaskeiðinu og engin kona upplifir það eins. Það eru margir þættir sem spila inn í upplifun hverrar og einnar konu eins og t.d. erfðir, umhverfi, áfallasaga og heilsufarssaga. Þriðjungur kvenna finnur lítil sem engin einkenni. Um einn þriðji kvenna upplifir þetta tímabil mjög erfitt bæði andlega og líkamlega. Þessi hópur kvenna upplifir einkenni sem hafa veruleg áhrif á lífsgæði. Það sem konur upplifa mest truflandi eru andlegu einkennin eins og orkuleysi, kvíði, depurð, flatneskja, innri spenna, svefntruflanir og nætursviti. Konur lýsa því oft að þær þekki sjálfar sig ekki lengur, ráði ekki eins vel við hlutina og upplifi að áhrifin teygi sig út í makasambandið, fjölskylduna, atvinnuna og fleira. Í starfi mínu hitti ég daglega konur sem eru að upplifa það truflandi einkenni að þeim finnst þær hafa misst tökin á heilsunni og hafa ekki orku í neitt annað en að sinna vinnunni. Þessu fylgir vanlíðan og sektarkennd. Konur grípa í óheilsusamlegan mat og kaffi til þess að fá skyndiorku og nota svo oft áfengi til þess að ná sér niður. Þetta getur orðið vítahringur sem er ekki ákjósanlegur þegar horft er til framtíðarheilsu. Rannsóknir hafa sýnt að eftir tíðahvörf aukast líkurnar á ýmsum sjúkdómum eins og t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, beinþynningu, þunglyndi og ýmsum krabbameinum. Til þess að konur geti dregið úr líkum á því að veikjast af þessum sjúkdómum þurfa þær að geta sinnt heilbrigðum lífsstíl. Lifestyle Medicine er gagnreynd lífsstílslækningarnálgun og byggir fræði sín á 6 hornsteinum heilsunnar: Andleg vellíðan Félagsleg tengsl/heilbrigð sambönd Svefn Næring Hreyfing Að halda skaðlegum efnum í lágmarki /eins og tóbaki, áfengi, eiturefnum og of mikilli skjánotkun Fyrir konur sem upplifa mikil og truflandi áhrif breytingaskeiðsins getur verið mikil áskorun að sinna þessum þáttum. Konur lýsa því oft að þær vanti bensín á tankinn. Dr. Lisa Mosconi, sem er sérfræðingur í taugavísindum, hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á heila kvenna á breytingaskeiðinu og í kringum tíðahvörf. Dr. Mosconi segir kvenhormónið estrógen virka eins og bensín fyrir heilann. Þær neikvæðu afleiðingar sem við sjáum gjarnan hjá konum, sem eru að upplifa truflandi einkenni, eru andlega vanlíðan, félagslega einangrun, svefnvandamál, þyngdaraukningu og þær hafa ekki orku í að hreyfa sig. Þetta eru allt þættir sem auka líkurnar á ýmsum sjúkdómum eins og sykursýki, hjartasjúkdómum og ýmsum krabbameinum og þar á meðal brjóstakrabbameini. Hvað geta konur gert? Heildræn nálgun á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf er lykilatriði. Næring, hreyfing, svefn og streitustjórnun eru þeir þættir sem allar konur þurfa að huga að. Hormónauppbótarmeðferð hefur sýnt sig að geti stutt við konur á þessu tímabili. Konur upplifa gjarnan að þær fái bensínið á tankinn sem þær vantaði. Þær konur sem eru að upplifa svefnleysi finna oft að svefninn lagast og það eitt og sér hefur gríðarleg áhrif á almenna líðan og orku. Þó er mikilvægt að hafa í huga að hormónauppbótarmeðferð er ekki töfralausn og ber að taka alla þættina inn í heilsupúslið svo að útkoman verði sem best. Ef konur vilja skoða möguleikann á hormónauppbótarmeðferð er mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun með fagaðila sem er vel að sér í þeim efnum. Samkvæmt leiðbeiningum NICE er hormónauppbótarmeðferð kostur sem á að velja fram yfir þunglyndis- og kvíðalyf fyrir konur sem eru að upplifa depurð á breytingaskeiði og í kringum tíðahvörf. Ef konan á heimilinu er ekki heil heilsu getur það haft mikil áhrif á hana sjálfa, fjölskyldu hennar og atvinnu. Þegar við setjum kvenheilsu í forgang hefur það margföld jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Hlustum á konur, veitum þeim fræðslu og hjálpum þeim að taka upplýsta ákvörðun. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem sinnir konum á breytingaskeiði, heilsumarkþjálfi, meistaranemi HÍ með áherslu á breytingaskeiðið og nemandi í Lifestyle Medicine frá British Society of Lifestyle Medicine. Heimildir: 09-BMS-TfC-NICE-Menopause-Diagnosis-and-Management-from-Guideline-to-Practice-Guideline-Summary-NOV2022-A.pdf (thebms.org.uk) About this information | Information for the public | Menopause: diagnosis and management | Guidance | NICE BSLM - Transforming Healthcare Through Lifestyle Medicine XX Brain – Lisa Mosconi 2021 (ný bók á leiðinni frá Lisu Mosconi 12.mars 2024 sem heitir Menopause Brain) Estrogen Matters, Avrum Blooming 2018. (von er á endurbættri útgáfu í sept 2024) Refai, M., Mardanpour, S., Masoumi, S. Z, og Parsa, P. (2022). Women‘s experience in the transition to menopause: a qualitative research. British Menopaues Society Women‘s Health, 1. 53. doi: 10.1186/s12905-022-01633-0. Duralde, E. R., Sobel, T. H. og Manson, J. E. (2023). Management of perimenopausal and menopausal symptoms. BMJ (Clinical Research Ed.), 382, e072612-072612. https://doi.org/10.1136/bmj-2022-072612 O'Reilly, K., McDermid, F., McInnes, S. og Peters, K. (2023). An exploration of women‘s knowledge and experience of perimenopause and menopause: An integrative literature review. Journal of Clinical Nursing, 32(15-16), 4528- 4540. https://doi.org/10.1111/jocn.16568
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun