Hátíðin verður haldin í Lucas Oil leikvanginum í Indianapolis sem er risastór NFL-leikvangur. Gólfin verða flutt inn á völlinn en þau verða mismunandi í ár, annars vegar glergólf og hins vegar venjulegt körfuboltaparket.
Í raun er glergólfið bara risastór LED skjár sem mun bjóða upp á alls kyns nýja möguleika eins og að birta myndir og mismunandi upplýsingar á sjálfu gólfinu. Það má búast við því að gólfið bregðist í raun við því sem er að gerast jafnóðum og hlutirnir gerast.
Allt sem gerist á laugardeginum mun fara fram á þessu skjágólfi en sjálfur stjörnuleikurinn verður áfram spilaður á parketinu.
Á laugardeginum verður haldin þrautakeppnin, þriggja stiga skotkeppnin og troðslukeppnin og svo auðvitað þriggja stiga einvígið á milli þeirra Stephens Curry og Sabrinu Ionescu.
NBA UNVEILS STATE-OF-THE-ART LED COURT FOR ALL-STAR 2024 EVENTS TAKING PLACE AT LUCAS OIL STADIUM
— NBA (@NBA) February 5, 2024
The NBA today unveiled the state-of-the-art full video LED court that will be used for #NBAAllStar 2024 events taking place at Lucas Oil Stadium, which include the #RufflesCelebGame pic.twitter.com/JzOLmFbgaK