Snjó ekki rutt burt, stórskemmt vallarhús og mörk og línur vantar Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 13:58 Vestramenn unnu sig upp í efstu deild í fyrra. Búið er að leggja nýtt gervigras á æfingavöll þeirra en ekki gera hann leikhæfan fyrir leiki í Lengjubikarnum, og enn er beðið eftir nýja aðalvellinum sem spila á á í Bestu deildinni. Facebook/Samúel og vísir/Diego Ísafjarðarbær þarf að þjónusta og styðja við fótboltastarfið í bænum með mun betri hætti en nú er. Þetta segir Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra. Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira
Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Sjá meira