Enn eitt dauðsfallið í sofandi samfélagi Sigmar Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2024 13:30 Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi. En harkalegur veruleikinn er sá að skæður sjúkdómur lagði hann af velli í samfélagi sem er sinnulaust og sofandi þegar kemur að veikindum hans og annara. Sorgin er óendanlega mikil hjá fjölskyldu hans og vinum og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn að vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd að um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr þessum sama fíknisjúkdómi? Ef 100 manns myndu deyja í náttúruhamförum á morgun þá yrði þjóðfélagið lamað í sameiginlegri sorg. Sorg sem myndi svo þróast yfir í vilja og verkfæri til að gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir annað sambærilegt áfall. Af hverju nær þessi hugsun og samkennd ekki til þeirra sem deyja vegna fíknar? Við erum sífellt að móta stefnu til framtíðar í mörgum málaflokkum. Til dæmis samþykkjum við samgönguáætlun til að forgangsraða fjármunum í tímasett verkefni, meðal annars út frá öryggi og samfélagslegum hagsmunum. Fjöldi banaslysa á fyrstu vikum ársins vekur með okkur vilja til að gera betur. Við sáum ógn og bregðumst blessunarlega við, bæði með umræðu og aðgerðum. Það er ekki til of mikils ætlast að einn alvarlegasti heilbrigðisvandi þjóðarinnar fái sömu athygli hjá ráðamönnum. Við verðum að viðurkenna í verki að sorg og áfall fjölskyldu sem missir átján ára dreng úr banvænum sjúkdómi, er sorgin okkar allra. Það er tilviljun að á sama degi og fjölmiðlar greina frá andláti unga mannsins mun ég mæla fyrir þingmáli þar sem stjórnvöldum er falið það hlutverk að móta stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Að stjórnvöld viðurkenni í verki að við þurfum plan og áætlun til að lágmarka skaðann af sjúkdómi sem fellir um 100 einstaklinga og varpar þjáningu, sorg og myrkri yfir þúsundir annara á hverju einasta ári. Slík stefna hefur ekki verið í gildi á Íslandi síðan 2020. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann. En verður kannski til þess að sorgin og þjáningin finni sér farveg í raunverulegum aðgerðum. Vöknum! Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Enn eitt dauðsfallið. Fjölmiðlar greina frá því í dag að átján ára drengur er dáin. Úr ofneyslu. Þessi ungi maður og öll hans fjölskylda átti sér draum um fallega framtíð. Draum um gott líf í góðu landi. En harkalegur veruleikinn er sá að skæður sjúkdómur lagði hann af velli í samfélagi sem er sinnulaust og sofandi þegar kemur að veikindum hans og annara. Sorgin er óendanlega mikil hjá fjölskyldu hans og vinum og ég votta þeim öllum mína dýpstu samúð. Af hverju reynist það okkur sem samfélagi um megn að vera sorgmædd yfir þeirri staðreynd að um 100 einstaklinga deyja á hverju einasta ári á Íslandi úr þessum sama fíknisjúkdómi? Ef 100 manns myndu deyja í náttúruhamförum á morgun þá yrði þjóðfélagið lamað í sameiginlegri sorg. Sorg sem myndi svo þróast yfir í vilja og verkfæri til að gera allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir annað sambærilegt áfall. Af hverju nær þessi hugsun og samkennd ekki til þeirra sem deyja vegna fíknar? Við erum sífellt að móta stefnu til framtíðar í mörgum málaflokkum. Til dæmis samþykkjum við samgönguáætlun til að forgangsraða fjármunum í tímasett verkefni, meðal annars út frá öryggi og samfélagslegum hagsmunum. Fjöldi banaslysa á fyrstu vikum ársins vekur með okkur vilja til að gera betur. Við sáum ógn og bregðumst blessunarlega við, bæði með umræðu og aðgerðum. Það er ekki til of mikils ætlast að einn alvarlegasti heilbrigðisvandi þjóðarinnar fái sömu athygli hjá ráðamönnum. Við verðum að viðurkenna í verki að sorg og áfall fjölskyldu sem missir átján ára dreng úr banvænum sjúkdómi, er sorgin okkar allra. Það er tilviljun að á sama degi og fjölmiðlar greina frá andláti unga mannsins mun ég mæla fyrir þingmáli þar sem stjórnvöldum er falið það hlutverk að móta stefnu í áfengis og vímuvarnarmálum til framtíðar. Að stjórnvöld viðurkenni í verki að við þurfum plan og áætlun til að lágmarka skaðann af sjúkdómi sem fellir um 100 einstaklinga og varpar þjáningu, sorg og myrkri yfir þúsundir annara á hverju einasta ári. Slík stefna hefur ekki verið í gildi á Íslandi síðan 2020. Þetta leysir auðvitað ekki allan vandann. En verður kannski til þess að sorgin og þjáningin finni sér farveg í raunverulegum aðgerðum. Vöknum! Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun