Tónlistarskólar fyrir alla! Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 6. febrúar 2024 15:01 Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa). Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa gengið í tónlistarskóla hér á landi. Ég var svo lánsamur að ganga í tónlistarskóla og börnin mín hafa sem betur fer átt þess kost að læra tónlist. Því miður eru bara alls ekki öll börn jafn heppin. Tónlistarnám á Íslandi er dýrt og tekjuminni foreldrar eiga þess ekki kost að senda börnin sín í tónlistarskóla. Nú er sú staða uppi að í flestum tilvikum eru það aðeins félagslega sterk börn og ungmenni sem geta gengið tónlistarlegan menntaveg, enda þarf að kosta miklu til (þar á meðal skólagjöld og hljóðfærakaup svo dæmi séu tekin) og mér finnst það afleit þróun. Auðvitað verða ekki öll börn sem hefja tónlistarnám á endanum atvinnutónlistarfólk en bara það að fá að alast upp í tónlist kennir svo margt. Það felst til að mynda miklu meira í tónlistarkennslu en að kenna skala og æfingar sem nemandinn á svo að æfa endalaust heima – það er bara tækni. Tökum aftur á móti dæmi um að spila í skólahljómsveit. Hver og einn partur í tilteknu tónverki er hluti af heild og nemendur læra að hlusta eftir því sem aðrir eru að gera. Saman mynda ólík hljóðfæri hljóm sem allir nemendurnir eiga þannig þátt í að skapa. Ef nemendur leggja sig fram í spilamennskunni og hlusta vel myndast samhljómur. Kannski má einmitt segja að það sama gildi um samfélagið; það er samsett út ólíkum pörtum og hefur hver og einn sitt hlutverk. Lykillinn að farsæld er einmitt ekki hvað síst að hlusta á hvað aðrir eru að gera og það er eflaust mikilvægasta lexían sem nám í tónlist felur í sér. Við þurfum því að standa vörð um tónlistarskólana og leita allra leiða til þess að gefa öllum sem vilja leggja stund á tónlistarnám að eiga þess kost, burtséð frá félags- og fjárhagslegri stöðu foreldra. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grammy-verðlaunin Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa). Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa gengið í tónlistarskóla hér á landi. Ég var svo lánsamur að ganga í tónlistarskóla og börnin mín hafa sem betur fer átt þess kost að læra tónlist. Því miður eru bara alls ekki öll börn jafn heppin. Tónlistarnám á Íslandi er dýrt og tekjuminni foreldrar eiga þess ekki kost að senda börnin sín í tónlistarskóla. Nú er sú staða uppi að í flestum tilvikum eru það aðeins félagslega sterk börn og ungmenni sem geta gengið tónlistarlegan menntaveg, enda þarf að kosta miklu til (þar á meðal skólagjöld og hljóðfærakaup svo dæmi séu tekin) og mér finnst það afleit þróun. Auðvitað verða ekki öll börn sem hefja tónlistarnám á endanum atvinnutónlistarfólk en bara það að fá að alast upp í tónlist kennir svo margt. Það felst til að mynda miklu meira í tónlistarkennslu en að kenna skala og æfingar sem nemandinn á svo að æfa endalaust heima – það er bara tækni. Tökum aftur á móti dæmi um að spila í skólahljómsveit. Hver og einn partur í tilteknu tónverki er hluti af heild og nemendur læra að hlusta eftir því sem aðrir eru að gera. Saman mynda ólík hljóðfæri hljóm sem allir nemendurnir eiga þannig þátt í að skapa. Ef nemendur leggja sig fram í spilamennskunni og hlusta vel myndast samhljómur. Kannski má einmitt segja að það sama gildi um samfélagið; það er samsett út ólíkum pörtum og hefur hver og einn sitt hlutverk. Lykillinn að farsæld er einmitt ekki hvað síst að hlusta á hvað aðrir eru að gera og það er eflaust mikilvægasta lexían sem nám í tónlist felur í sér. Við þurfum því að standa vörð um tónlistarskólana og leita allra leiða til þess að gefa öllum sem vilja leggja stund á tónlistarnám að eiga þess kost, burtséð frá félags- og fjárhagslegri stöðu foreldra. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar