Útvistaðar rangfærslur Vinstri grænna Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Vinstri græn Heilbrigðismál Landspítalinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hvimleitt að heyra hvern þingmann Vinstri grænna á fætur öðrum, tala um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar að völdum aðgerðum er útvistað frá Lsh eða öðrum ríkisspítölum til einkarekinna sjúkrastofa. Ég ætla rétt að vona þingmannana vegna að þeir þekki EKKI muninn á einkavæddu heilbrigðiskerfi annars vegar og á blönduðu heilbrigðiskerfi hins vegar, því annars væru þeir viljandi að nota rangt hugtak í umræðunni um heilbrigðismál til að villa um fyrir fólki. Ekki það að það sé eitthvað bóta fyrir þessa þingmenn að þekkja ekki muninn. Svo er það auðvitað enn vitlausara þegar þessir sömu þingmenn halda því fram, að fari sjúklingur í útvistaða aðgerð, þá kosti það sjúklinginn meira. Kostnaður við þær aðgerðir sem er útvistað, er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands. Sama á við, ef samskonar aðgerðir eru framkvæmdar á ríkisspítala. Reyndar er það svo, að það heyrir til algerra undantekninga, ef að útvistuð aðgerð á einkastofu kostar meira en samskonar aðgerð á ríkisspítala. En það toppar svo auðvitað bullið í þingmönnum Vinstri grænna þegar að þeir halda því fram, að með þessum útvistunum sé verið að koma hér á tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hið rétta er, að það er verið að sporna gegn tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að, að semja við starfandi einkastofur um framkvæmd tiltekna aðgerða sem flestar ef ekki allar eiga það sameiginlegt að langur biðlisti er fyrir sjúklinga að komast í þær aðgerðir. Með útvistun aðgerða er verið að auka aðgengi fólks, án tillits til efnahags, að þessum aðgerðum. Ef ósamið er við þessar einkastofur, minnkar aðgengið og aðeins þeir efnameiri geta nýtt sér þjónustu þeirra. Þegar það gerist, þá er hér tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt kerfi fyrir efnafólk sem getur borgað sjálft fyrir sínar aðgerðir og svo annað kerfi fyrir fólk sem hefur ekki efni á öðru en að dúsa mánuðum ef ekki árum saman á biðlistum hins opinbera. Það má hins vegar vel halda því fram, að sé nógu mörgum aðgerðum útvistað, að þá séum við heilbrigðiskerfi á tvöföldum afköstum. En það er auðvitað eins og hver þokkalega þenkjandi maður sér, sem ekki er í blekkingarleik með rangri hugtakanotkun, allt annað en tvöfalt heilbrigðiskerfi. Er ekki bara betra, elsku vinir mínir í Vinstri grænu framboði, að fagna því að með útvistun aðgerða, eins og liðskiptiaðgerða, tókst að fjölga þeim aðgerðum um 60%, frekar en að vera í ólund og hneykslan að veifa röngum hugtökum í allar áttir, staðnaðri og málefnafátækri afstöðu í heilbrigðismálum til framdráttar? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar