Ásthildur er einnig lærður næringarráðgjafi og hennar líf er ævintýralegt því hún býr og vinnur á Altea á Spáni en vinnur einnig í Þýskalandi og á Íslandi.
Og nú verður hún ásamt fleiri konum með mjög spennandi fræðsluhelgi í Borgarnesi fyrir konur á breytingaskeiðinu.
Vala Matt fór og hitti Ásthildi og kynnti sér málið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.