Rafmagnssportjeppinn Volvo EX30 frumsýndur - nettur, snjall og 100% rafmagn Brimborg 9. febrúar 2024 12:04 Volvo EX30 er bæði nettur og snjall og 100% rafmagn. Volvo frumsýnir rafmagnssportjeppann Volvo EX30 í Brimborg í Reykjavík og á Akureyri. Frumsýningin hefst á morgun laugardag og stendur út febrúar. Allir sem reynsluaka Volvo EX30 í febrúar fara í reynsluaksturslukkupott þar sem hægt er að vinna frí afnot af Volvo rafbíl í marsmánuði. Volvo EX30 er minnsti jeppi Volvo frá upphafi og hefur fengið fádæma lof um allan heim. Volvo EX30 er knár þótt hann sé smár þar sem honum fylgir allt sem maður vill frá Volvo, bara í minni pakka. Eins og allt frá Volvo er þetta framúrskarandi bíll sem er öruggur og hannaður fyrir fólk og þarfir þess. Minnsta kolefnisspor Volvo EX30 var valinn Bíll ársins 2024 hjá Carwow úr hópi hundruða bíla sem prófaðir voru. Þessu til viðbótar fékk hinn smái en kraftmikli EX30 umhverfisverðlaunin „Eco Warrior of the Year“ á verðlaunahátíð TopGear.com 2023, sem er viðurkenning á þeirri gríðarmiklu vinnu sem skilaði sér í Volvo-bílnum með minnsta kolefnisfótsporinu hingað til. EX30 er hannaður til að hafa minnsta kolefnisspor allra Volvo-bíla til þessa og er þannig stigið mikilvægt skref fram á við í sjálfbærnimarkmiðum Volvo. Með því að taka á kolefnisspori Volvo EX30 frá framleiðslu til förgunar, sem og efnisnotkun fyrir innra rými og ytra byrði, tókst að halda kolefnisspori bílsins undir 30 tonnum* á hverja 200.000 km af akstri*. Auð auki má nefna að Volvo EX30 er einnig kominn í úrslit hinna virtu "Car of The Year" verðlauna 2024 en sigurvegarinn verður tilkynntur á bílasýningunni í Genf mánudaginn 26. febrúar 2024. Engin „hurðaslys“ EX30 er hannaður til að vera eins öruggur og vænta má af Volvo bíl, til góðs fyrir bæði þig og aðra í amstri dagsins. Á meðal staðalbúnaðar er til dæmis sérstakur öryggisbúnaður til að koma í veg fyrir „hurðaslys“ sem varar þig við ef þú ætlar að opna dyr í veg fyrir aðvífandi hjólreiðamann, rafhlaupahjóls eða hlaupara. Öryggistæknin er enn eitt merkið um þær miklu öryggiskröfur sem gerðar eru til EX30. Hann er með fyrsta flokks árekstrarvarnartækni og framúrskarandi hönnun yfirbyggingar sem uppfyllir metnaðarfullar öryggiskröfur Volvo – þar sem markmiðið er að undirbúa bílana fyrir raunverulegar aðstæður. Fjórar útfærslur á innra rými í boði EX30 miðar einnig að því að gera líf þitt þægilegra, afslappaðra og skemmtilegra inni í bílnum með háþróaðri tækni og úthugsaðri skandinavískri hönnun. Þú getur valið á milli fjögurra útfærslna fyrir innra rýmið, sem hver hefur sín einkenni, auk þess sem boðið er upp á snjallgeymslulausnir um allt farþegarýmið. Notendaviðmótið sameinast á einum skjá með innbyggðri Google-leit og nýjustu útgáfu upplýsinga- og afþreyingarkerfis. Allir þessir eiginleikar bera vott um sanna Volvo-hönnun. Nýjasta kynslóð Park Pilot Assist Talandi um nýjustu tækni þá er Volvo EX30 fyrsti Volvo bíllinn með nýrri kynslóð af vinsælu Park Pilot Assist akstursaðstoðinni. Park Pilot Assist ræður við allar tegundir stæða, þar á meðal samhliða, sveigð, hornrétt og á ská, svo það er ekkert mál að leggja í þröng stæði. Bílnum fylgir sérstakt app með allri þjónustu sem viðkemur bílnum, allt frá hleðslu og leit að bílnum á bílmörgu stæði, til læsingar og upphitunar á köldum vetrardögum. EX30 getur líka tekið á móti þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum sem bæta bílinn með tíð og tíma. Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Volvo EX30 er minnsti jeppi Volvo frá upphafi og hefur fengið fádæma lof um allan heim. Volvo EX30 er knár þótt hann sé smár þar sem honum fylgir allt sem maður vill frá Volvo, bara í minni pakka. Eins og allt frá Volvo er þetta framúrskarandi bíll sem er öruggur og hannaður fyrir fólk og þarfir þess. Minnsta kolefnisspor Volvo EX30 var valinn Bíll ársins 2024 hjá Carwow úr hópi hundruða bíla sem prófaðir voru. Þessu til viðbótar fékk hinn smái en kraftmikli EX30 umhverfisverðlaunin „Eco Warrior of the Year“ á verðlaunahátíð TopGear.com 2023, sem er viðurkenning á þeirri gríðarmiklu vinnu sem skilaði sér í Volvo-bílnum með minnsta kolefnisfótsporinu hingað til. EX30 er hannaður til að hafa minnsta kolefnisspor allra Volvo-bíla til þessa og er þannig stigið mikilvægt skref fram á við í sjálfbærnimarkmiðum Volvo. Með því að taka á kolefnisspori Volvo EX30 frá framleiðslu til förgunar, sem og efnisnotkun fyrir innra rými og ytra byrði, tókst að halda kolefnisspori bílsins undir 30 tonnum* á hverja 200.000 km af akstri*. Auð auki má nefna að Volvo EX30 er einnig kominn í úrslit hinna virtu "Car of The Year" verðlauna 2024 en sigurvegarinn verður tilkynntur á bílasýningunni í Genf mánudaginn 26. febrúar 2024. Engin „hurðaslys“ EX30 er hannaður til að vera eins öruggur og vænta má af Volvo bíl, til góðs fyrir bæði þig og aðra í amstri dagsins. Á meðal staðalbúnaðar er til dæmis sérstakur öryggisbúnaður til að koma í veg fyrir „hurðaslys“ sem varar þig við ef þú ætlar að opna dyr í veg fyrir aðvífandi hjólreiðamann, rafhlaupahjóls eða hlaupara. Öryggistæknin er enn eitt merkið um þær miklu öryggiskröfur sem gerðar eru til EX30. Hann er með fyrsta flokks árekstrarvarnartækni og framúrskarandi hönnun yfirbyggingar sem uppfyllir metnaðarfullar öryggiskröfur Volvo – þar sem markmiðið er að undirbúa bílana fyrir raunverulegar aðstæður. Fjórar útfærslur á innra rými í boði EX30 miðar einnig að því að gera líf þitt þægilegra, afslappaðra og skemmtilegra inni í bílnum með háþróaðri tækni og úthugsaðri skandinavískri hönnun. Þú getur valið á milli fjögurra útfærslna fyrir innra rýmið, sem hver hefur sín einkenni, auk þess sem boðið er upp á snjallgeymslulausnir um allt farþegarýmið. Notendaviðmótið sameinast á einum skjá með innbyggðri Google-leit og nýjustu útgáfu upplýsinga- og afþreyingarkerfis. Allir þessir eiginleikar bera vott um sanna Volvo-hönnun. Nýjasta kynslóð Park Pilot Assist Talandi um nýjustu tækni þá er Volvo EX30 fyrsti Volvo bíllinn með nýrri kynslóð af vinsælu Park Pilot Assist akstursaðstoðinni. Park Pilot Assist ræður við allar tegundir stæða, þar á meðal samhliða, sveigð, hornrétt og á ská, svo það er ekkert mál að leggja í þröng stæði. Bílnum fylgir sérstakt app með allri þjónustu sem viðkemur bílnum, allt frá hleðslu og leit að bílnum á bílmörgu stæði, til læsingar og upphitunar á köldum vetrardögum. EX30 getur líka tekið á móti þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum sem bæta bílinn með tíð og tíma.
Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira