„Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2024 21:50 Jóhann Þór var eðlilega sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega léttur eftir átta stiga sigur sinna manna gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Hann segir þó að sigurinn hafi verið nokkuð torsóttur. „Það er ekki við öðru að búast. Þórsararnir eru góðir á sínum heimavelli og með hörkulið,“ sagði Jóhann Þór í leikslok. „Þetta var bara svona stál í stál og við einhvernveginn kreistum þetta bara út í restina, eða síðustu kannski 7-8 mínúturnar. Við setjum stór skot á skotklukkunni sem gaf okkur ákveðið sjálfstraust, við fengum stopp og kreistum þetta út. Þetta hefði getað farið hvernig sem er.“ Hann segir sína menn hafa sýnt karakter með því að kveikja á sér á réttum tímapunkti og sigla sigrinum heim í jöfnum leik. „Þetta voru aldrei nema tvö, þrjú eða fjögur stig, í mesta lagi fimm, og eins og ég sagði áðan þá var þetta bara stál í stál og risastórt fyrir okkur að ná í góðan sigur á erfiðum útivelli. Ég er bara ánægður með heidarframmistöðuna lengst af og þetta var bara geggjaður sigur.“ Grindvíkingar hafa nú unnið sjö deildarleiki í röð og eru orðnir jafnir Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar, en Jóhann segist ekki endilega vera með einhverja töfralausn til að halda þessu góða gengi áfram. „Þetta er bara gamla tuggan og engin geimvísindi. Það er bara næsti leikur. Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér, ég er með góða menn í því,“ sagði Jóhann léttur. „Við erum bara að fara í Hveragerði eftir viku og svo kemur gott frí. Það er búið að vera sláttur á liðinu eins og maðurinn sagði, sem er jákvætt, og þetta gefur okkur bara helling inn í lífið og tilveruna. Þannig að við ætlum bara að halda þessu áfram eins lengi og hægt er held ég bara,“ sagði Jóhann að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
„Það er ekki við öðru að búast. Þórsararnir eru góðir á sínum heimavelli og með hörkulið,“ sagði Jóhann Þór í leikslok. „Þetta var bara svona stál í stál og við einhvernveginn kreistum þetta bara út í restina, eða síðustu kannski 7-8 mínúturnar. Við setjum stór skot á skotklukkunni sem gaf okkur ákveðið sjálfstraust, við fengum stopp og kreistum þetta út. Þetta hefði getað farið hvernig sem er.“ Hann segir sína menn hafa sýnt karakter með því að kveikja á sér á réttum tímapunkti og sigla sigrinum heim í jöfnum leik. „Þetta voru aldrei nema tvö, þrjú eða fjögur stig, í mesta lagi fimm, og eins og ég sagði áðan þá var þetta bara stál í stál og risastórt fyrir okkur að ná í góðan sigur á erfiðum útivelli. Ég er bara ánægður með heidarframmistöðuna lengst af og þetta var bara geggjaður sigur.“ Grindvíkingar hafa nú unnið sjö deildarleiki í röð og eru orðnir jafnir Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar, en Jóhann segist ekki endilega vera með einhverja töfralausn til að halda þessu góða gengi áfram. „Þetta er bara gamla tuggan og engin geimvísindi. Það er bara næsti leikur. Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér, ég er með góða menn í því,“ sagði Jóhann léttur. „Við erum bara að fara í Hveragerði eftir viku og svo kemur gott frí. Það er búið að vera sláttur á liðinu eins og maðurinn sagði, sem er jákvætt, og þetta gefur okkur bara helling inn í lífið og tilveruna. Þannig að við ætlum bara að halda þessu áfram eins lengi og hægt er held ég bara,“ sagði Jóhann að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42