Skorti sönnunargögn gegn stjúpafa á Suðurlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 16:48 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm karlmanns sem stundaði það að taka myndir stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum ýmist nöktum eða klæðalitlum. Hann fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm í héraði en Landsréttur taldi ekki sönnun komna fram hvað varðaði öll ákæruatriðin. Karlmaðurinn var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur fyrir að hafa á árunum 2009 til 2013 áreitt unga stúlku, stjúpbarnabarn sitt, með því að hafa ítrekað haldið um kynfæri hennar utan klæða þar sem hún lá við hlið hans í rúminu og í tvö til þrjú skipti fært þá litlu upp á sig svo að hún lægi með bringuna upp við kynfæri hans utan klæða. Þá var hann einnig sakfelldur í héraði fyrir að hafa tekið mynd af fullorðinni stjúpdóttur sinni árið 2018 þar sem hún lá sofandi, nakin að neðan. Um leið fyrir að hafa tekið mynd af dóttur hennar nakinni og fáklæddri auk þess að hafa haft allar þessar myndir í vörslu sinni sem voru taldar sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Landsréttur sá málið öðrum augum en í héraði og sýknaði manninn af kynferðisbroti gegn stjúpbarnabarninu vegna skorts á sönnunargögnum. Að frátalinni frásögn stúlkunnar, sem í dag er orðin tvítug, og stjúpafans væru engin sönnunargögn. Ekkert vitnanna hefði getað sagt frá því sem gerðist frá fyrstu hendi heldur tengdust fólkinu fjölskylduböndum. Móðir stúlkunnar greindi frá því að dóttir hennar hefði sýnt af sér óeðlilega kynferðislega hegðun og hefði hún leitað ráðgjafar í Barnahúsi af því tilefni. Í gögnum lá hins vegar ekkert fyrir um samskipti við Barnahús eða mat starfsfólks á hegðun barnsins. Önnur vitni hefðu ekki verið leidd fram. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Þá var hann einnig sýknaður af því að hafa haft myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt samkvæmt skilningi laganna. Var dómurinn úr héraði að öðru leyti staðfestur. Sex mánaða skilorðsbundinn dómur var talinn hæfileg refsing. Var hann dæmdur til að greiða mæðgunum samanlagt 1,3 milljónir króna í miskabætur. Dómur Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Karlmaðurinn var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur fyrir að hafa á árunum 2009 til 2013 áreitt unga stúlku, stjúpbarnabarn sitt, með því að hafa ítrekað haldið um kynfæri hennar utan klæða þar sem hún lá við hlið hans í rúminu og í tvö til þrjú skipti fært þá litlu upp á sig svo að hún lægi með bringuna upp við kynfæri hans utan klæða. Þá var hann einnig sakfelldur í héraði fyrir að hafa tekið mynd af fullorðinni stjúpdóttur sinni árið 2018 þar sem hún lá sofandi, nakin að neðan. Um leið fyrir að hafa tekið mynd af dóttur hennar nakinni og fáklæddri auk þess að hafa haft allar þessar myndir í vörslu sinni sem voru taldar sýna börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Landsréttur sá málið öðrum augum en í héraði og sýknaði manninn af kynferðisbroti gegn stjúpbarnabarninu vegna skorts á sönnunargögnum. Að frátalinni frásögn stúlkunnar, sem í dag er orðin tvítug, og stjúpafans væru engin sönnunargögn. Ekkert vitnanna hefði getað sagt frá því sem gerðist frá fyrstu hendi heldur tengdust fólkinu fjölskylduböndum. Móðir stúlkunnar greindi frá því að dóttir hennar hefði sýnt af sér óeðlilega kynferðislega hegðun og hefði hún leitað ráðgjafar í Barnahúsi af því tilefni. Í gögnum lá hins vegar ekkert fyrir um samskipti við Barnahús eða mat starfsfólks á hegðun barnsins. Önnur vitni hefðu ekki verið leidd fram. Var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Þá var hann einnig sýknaður af því að hafa haft myndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt samkvæmt skilningi laganna. Var dómurinn úr héraði að öðru leyti staðfestur. Sex mánaða skilorðsbundinn dómur var talinn hæfileg refsing. Var hann dæmdur til að greiða mæðgunum samanlagt 1,3 milljónir króna í miskabætur. Dómur Landsréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. 12. desember 2022 20:08