„Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 12:30 Daniel Mortensen er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Vísir/Hulda Margrét Frammistaða Grindvíkinga gegn Þór í Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins, segir að liðið geti farið alla leið. Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Þórsurum á útivelli á fimmtudaginn, 84-92. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og liðið er nú með 22 stig líkt og Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar. Keflavík og Njarðvík eiga þó bæði leik til góða. Þeir Daniel Mortensen og Julio De Assis hafa komið vel inn í Grindavíkurliðið á tímabilinu, en Mortensen kom til liðsins í sumar og Julio bættist í hópinn stuttu fyrir jól. Mortensen var lengi vel stigahæsti maður Grindvíkinga í leiknum gegn Þór á fimmtudaginn og endaði með 24 stig, þar af setti hann niður sex þrista í átta tilraunum. „Þetta er einn besti leikurinn hans í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson um frammistöðu Danans. „Ég hef á tilfinningunni að einhver hafi talað bara við hann, bankað á hausinn í honum því hann hittir bara öllu orðið.“ Tekur minna hlutverki með bros á vör Julio De Assis fékk einnig mikið hrós frá sérfræðingum þáttarins, en hann gekk í raðir Grindavíkur í desember á síðasta ári. „Hann kemur inn í allt annað hlutverk en hann var í hjá Breiðablik í fyrra. Hann er að taka miklu færri skot og er að reyna miklu minna,“ sagði Ómar Örn Sævaarsson um Julio. „Það er oft erfitt fyrir svona menn að sætta sig við minna hlutverk en mér finnst hann gera það bara með bros á vör. Mér finnst hann vera rosalega jálvæður og orkumikill.“ „Á augnablikum getur [DeAndre] Kane verið svolítið neikvæður, en þá finnst mér Julio bara taka því. Það komu tvö atvik í leiknum þar sem Kane missti bara boltann út af og snýr sér að einhverjum til að kenna einhverjum öðrum um og þá er eins og Julio bara taki það á sig.“ Grindvíkingar geti farið alla leið Teitur Örlygsson greip að lokum boltann á lofti og setti smá pressu á Grindvíkinga. Hann segir að liðið geti farið alla leið og unnið þann stóra. „Ef ég má klára þetta þá finnst mér Grindavík vera orðið svona lið núna sem margir þjálfarar eru bara komnir með smá áhyggjur af. Þeir hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta,“ sagði Teitur að lokum, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hafa alla burði til að fara alla leið og vinna þetta
Körfuboltakvöld Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti