Frederecia hefur verið að spila vel á tímabilinu og var fyrir leikinn í dag í öðru sæti deildarinnar. GOG hefur barist um meistaratitilinn í Danmörku síðustu tímabil en hefur ekki gengið jafnvel hingað til og var í fimmta sæti fyrir leikinn.
GOG var komið með yfirhöndina snemma í leiknum í dag. Liðið komst í 10-5 og leiddi 18-11 eftir fyrri hálfleikinn. Emil Madsen var að spila frábærlega fyrir GOG en hann skoraði ellefu mörk úr tólf skotum í leiknum.
Í síðari hálfleiknum bætti lið GOG síðan í. Þeir komust mest tólf mörkum yfir og sigur liðsins aldrei í hættu. Einar Þorsteinn Ólafsson lék með Frederecia í dag og komst ekki blað en gaf þrjár stoðsendingar.
Lokatölur í leiknum 37-31 eftir að heimamenn náðu að minnka muninn undir lokin. Frederecia er enn í öðru sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið og er fimm stigum á eftir toppliði Álaborgar. GOG er í fjórða sætinu með sjö stig upp til lærisveina Guðmundar Guðmundssonar.