Doncic í stuði í stórsigri og hetjudáðir Steph Curry tryggðu sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 09:31 Steph Curry tryggði Golden State Warriors sigurinn á seinustu sekúndu leiksins. Lachlan Cunningham/Getty Images Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins er Dallas Mavericks vann 35 stiga stórsigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 146-111. Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira