Segist ekki vera meiddur en spilar ekki í kvöld Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 21:15 Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í kvöld. Vísir/Getty Útherjinn Kadarius Toney verður líklega ekki í leikmannahópi Kansas City Chiefs í leiknum um Ofurskálina í kvöld. Hann segist þó ekki vera meiddur líkt og forráðamenn liðsins halda fram. Kadarius Toney var skipt frá New York Giants til Kansas City Chiefs fyrir tímabilið í fyrra og skoraði snertimark þegar lið Chiefs vann sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl í fyrra. Síðustu vikur hefur hins vegar gustað um Toney. Hann hefur ekki spilað með Kansas City Chiefs síðan um miðjan desember og samkvæmt forráðamönnum liðsins hefur Toney verið frá vegna meiðsla. Á myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan segir Toney félag sitt vera að ljúga um meiðslin. „Ég er ekki meiddur. Hlífið mér frá þessari vitleysu. Það eru engin meiðsli,“ sagði hann í myndbandi sem sent var út beint á Instagram. Kadarius Toney went live on Instagram & said he s not injured & the Chiefs have been lying about his injury status pic.twitter.com/fOs1qYOT40— Daily Athlete (@idailyathlete) January 28, 2024 Toney tjáði sig síðar um myndbandið og sagði það hafa verið klippt þannig að það liti út fyrir að hann væri að ráðast á klúbbinn og liðsfélaga sína. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa sagt neitt um Chiefs. Síðan þá hafa verið vangaveltur um hvort Toney myndi spila í Super Bowl í kvöld og í kvöld greindi ESPN frá því að Toney yrði skilinn eftir fyrir utan leikmannahóp Chiefs. „Hann er að æfa. Við skulum sjá hvort hann verður klár,“ sagði þjálfarinn Andy Reid á blaðamannafundi í vikunni. Svo virðist ekki vera og Patrick Mahomes þarf því að finna einhverja aðra til að gefa á en Kadarius Toney. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 22:00. NFL Ofurskálin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Sjá meira
Kadarius Toney var skipt frá New York Giants til Kansas City Chiefs fyrir tímabilið í fyrra og skoraði snertimark þegar lið Chiefs vann sigur á Philadelphia Eagles í Super Bowl í fyrra. Síðustu vikur hefur hins vegar gustað um Toney. Hann hefur ekki spilað með Kansas City Chiefs síðan um miðjan desember og samkvæmt forráðamönnum liðsins hefur Toney verið frá vegna meiðsla. Á myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum dögum síðan segir Toney félag sitt vera að ljúga um meiðslin. „Ég er ekki meiddur. Hlífið mér frá þessari vitleysu. Það eru engin meiðsli,“ sagði hann í myndbandi sem sent var út beint á Instagram. Kadarius Toney went live on Instagram & said he s not injured & the Chiefs have been lying about his injury status pic.twitter.com/fOs1qYOT40— Daily Athlete (@idailyathlete) January 28, 2024 Toney tjáði sig síðar um myndbandið og sagði það hafa verið klippt þannig að það liti út fyrir að hann væri að ráðast á klúbbinn og liðsfélaga sína. Hann sagðist einfaldlega aldrei hafa sagt neitt um Chiefs. Síðan þá hafa verið vangaveltur um hvort Toney myndi spila í Super Bowl í kvöld og í kvöld greindi ESPN frá því að Toney yrði skilinn eftir fyrir utan leikmannahóp Chiefs. „Hann er að æfa. Við skulum sjá hvort hann verður klár,“ sagði þjálfarinn Andy Reid á blaðamannafundi í vikunni. Svo virðist ekki vera og Patrick Mahomes þarf því að finna einhverja aðra til að gefa á en Kadarius Toney. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 22:00.
NFL Ofurskálin Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti