Piparsprey, brotin bílrúða og gáttaðir íslenskir krakkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2024 07:00 Þegar leikurinn hafði verið flautaður af kveiktu stuðningsmenn Colo Colo eld í stúkunni. Slökkviliðsmenn náðu að ráða niðurlogum eldsins en reykurinn sást um alla Santiago. EPA-EFE/Osvaldo Villarroel Sumum kvöldum gleymir maður aldrei. Ég upplifði eitt slíkt með börnunum mínum í gær. Í hinu fallega landi Chile, þar sem stéttaskiptingin og reiðin kraumar undir niðri og bullur taka völdin á fótboltaleik í Santiago. Rúmum fimmtíu árum eftir að fólk var tekið af lífi á sama vettvangi fyrir „rangar“ skoðanir. Nú hef ég verið í landi skáldanna í tæplega sex vikur. Ég get ekki kvartað. Millistéttargæi frá Íslandi gerði húsaskipti og hefur búið við góðan kost í sól og blíðu á meðan frystir og gýs á Íslandi. Krakkarnir læra spænsku en læra um fram allt aðeins meira á lífið. Líklega var stærsti lærdómur þeirra í gærkvöldi. Fótboltatímabilið í Chile hófst þá formlega með Ofurbikarnum; árlegum leik þar sem landsmeistarar og bikarmeistarar mætast. Sambærilegur leikur við Samfélagsskjöldinn á Englandi, meistarar meistaranna heima á Fróni. Leikurinn var þó stærri fyrir þær sakir að einn besti knattspyrnumaður Chile frá upphafi var snúinn heim. Arturo Vidal. Eftir sautján ár í atvinnumennsku í Evrópu og Brasilíu sneri Vidal aftur til Colo Colo. Hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum þann 1. febrúar. Mætti til leiks í þyrlu, var vippað upp á hest og fékk svo sverð og kórónu. Kóngurinn hjá Colo Colo.AP/Eseban Felix Í einfeldni minni hélt ég að sviðsljósið yrði á honum og hans frammistöðu í búningi Colo Colo, bikarmeistaranna, gegn meisturunum í Huachipato. Þrátt fyrir að eiga stórleik átti hann ekki sviðsljósið þetta fallega sunnudagskvöld í Chile. Ströng öryggisgæsla Fótboltabullur hafa verið vandamál í chileskum fótbolta í nokkurn tíma. Fyrir vikið reyndist okkur erfitt sem útlendingum að kaupa miða á leikinn. Útlendingar eiga hreinlega ekki að komast inn. Mér er ekki fullkomlega ljóst hvers vegna en ein miðasölukonan sagði bullur, sem væru bannaðar á leikjum, reyna að komast inn sem útlendingar. Allir miðar á leiki eru skráðar á chileskar kennitölur. Án þess að fara út í of mikil smáatriði þá tókst okkur að fjárfesta í miðum á leikinn og þökk sé opnum hug starfsfólks í öryggisgæslunni á vellinum, vopnuð okkar íslensku vegabréfum, fengu tveir fullorðnir og tvö börn aðgang að leiknum. Það tók sinn tíma en við þurftum að sýna passana í þremur öryggishliðum auk þess sem leitað var á okkur öllum. Stuðningsmenn Colo Colo láta sér fátt um finnast. EPA-EFE/Osvaldo Villarroel Öryggisgæslan var slík að ég leiddi ekki hugann að því að nokkuð gæti gerst sem yrði þess valdandi að sonur minn, fótboltaáhugamaður með meiru, spyrði á meðan leik stæði hvort við gætum ekki farið heim. Annað átti eftir að koma á daginn. Sögulegur leikvangur Leikurinn fór fram á þjóðarleikvangi Chile, Estadio Nacional Julio Martínez Prádanos. 85 ára gamall leikvangur, tekur tæplega fimmtíu þúsund áhorfendur og hefur verið vettvangur stórleikja á borð við úrslitaleik HM í Chile árið 1962. Í alþjóðasögunni er hann þó líklega þekktastur sem pyntingarstaður. Þangað voru pólitískir andstæðingar Augusto Pinochet fluttir þegar herinn undir forystu Pinochet með Bandaríkin á bak við tjöldin tóku völdin í landinu. Vopnaðir hermenn á þjóðarleikvangi Chile í september 1973. Það var ellefta september það ár sem herinn tók völdin. Þúsundir manna voru handteknir og geymdir á leikvanginum. Sumir voru líflátnir og aðrir fluttir í fangabúðir.Getty Images Í hönd fór sautján ára valdatíð Pinochet sem lauk loks með þjóðaratkvæðagreiðslu 1988 og lýðræðislegra hátta í landinu á nýjan leik. Síðan hafa flestir forsetar landsins verið vinstri sinnaðir. Þó ekki Sebastian Pinera sem lést í þyrluslysi á dögunum. Aðeins má vera forseti eitt kjörtímabil í einu en Pinera, einn ríkasti maður Chile, var kosinn í tvígang. Þjóðarsorg hefur ríkt í Chile undanfarna daga en það fer mjög eftir stétt hversu alvarlega hún er tekin. Þúsundir blístruðu og höfðu átt, birtu risastóran borða þar sem Pinera var lýst sem óvini, á meðan lúðrar hljómuðu í hátalarakerfinu augnablikum áður en flautað var til leiks. Huldu andlit sitt Stuðningsmennirnir sem létu mest í sér heyra voru á norðurenda leikvangsins. Þegar leið að leik fóru sumir að klifra upp á grindverk, flestir með grímur eða önnur klæði vafin yfir andlitið, til að þekkjast ekki. Kapítalismi ræður ríkjum í Chile og það sem ég taldi fyrst vera vopnaða lögreglumenn mæta með kylfur, skyldi og piparúða eru víst öryggisverðir í einkageiranum. Keypt þjónusta fyrir stóran leik á borð við þennan. Þeir komu skyndilega á því sem næst hlaupum út úr göngum til að láta stuðningsmennina, sem voru farnir að færa sig upp á skaftið, vita af nærveru sinni. El hincha de Colo Colo (la gente normal), entendió hace rato que uno de los principales enemigos del club es la Garra Blanca, una asociación ilícita y delictual. Poner contexto o matices ya no sirve. Si no se detiene ahora, esto terminará muy mal. pic.twitter.com/wLm5p2ceG3— Luis Marambio Torres (@TheSportingBoy) February 11, 2024 Á heimavelli Colo Colo er mér tjáð að grindverk séu mun hærri. Stuðningsmenn í vígahug eiga erfiðara með að trufla sjálfan leikinn þótt lætin geti verið mjög mikil, eins og á fótboltaleikjum almennt í Chile. Á þjóðarleikvanginum eru engar háar girðingar. Hins vegar var búið að koma upp nokkrum lögum af lægri girðingum, haldið niðri með stórum steypuklumpum. El hincha de Colo Colo (la gente normal), entendió hace rato que uno de los principales enemigos del club es la Garra Blanca, una asociación ilícita y delictual. Poner contexto o matices ya no sirve. Si no se detiene ahora, esto terminará muy mal. pic.twitter.com/wLm5p2ceG3— Luis Marambio Torres (@TheSportingBoy) February 11, 2024 Stuðningsmennirnir, nokkur hundruð, hörfuðu í bili. Öryggisverðirnir tóku sér stöðu, aðeins búnir að munda kylfurnar og spreyja piparúða, handtaka örfáa. Nú gat leikurinn hafist. Hilmir snýr heim Þetta hefði auðveldlega getað orðið leikurinn hans Arturo Vidal. Fyrir þá sem ekki þekkja og hafa engan áhuga á fótbolta er hann ekkert minna en kóngurinn í Chile. Landsliðið með hann í fararbroddi hefur í tvígang orðið Suður-Ameríkumeistari með hann á hátindi ferilsins. Barcelona, Juventus og Bayern München eru á meðal stærstu félaga í heimi sem notið hafa krafta hans. Það var einmitt á þessum sama stað sem Vidal átti einn af leikjum ævi sinnar í úrslitaleiknum í Suður-Ameríkubikarnum 2015 gegn Lionel Messi og félögum frá Argentínu. Vidal var valinn maður leiksins í sigri að lokinni vítaspyrnukeppni. Miðjumaðurinn hárprúði er að verða 37 ára og viðbúið að það gæti reynst áskorun að sannfæra heimamenn um að hann hafi enn nóg að gera. Eftir hálftímaleik var Colo Colo komið í 2-0. Fyrra markið kom í kjölfar stórkostlegrar sendingar Vidal fram völlinn. El gol de Carlos Palacios para el 1-0 del Cacique sobre Huachipato 🏆 pic.twitter.com/OG6edWqdJC— Colo-Colo (@ColoColo) February 11, 2024 Hið síðara skoraði Vidal úr vítaspyrnu eftir að dómari hafði nýtt VAR-tæknina. Arturo Vidal y su primer gol en Colo-Colo tras su regreso a casa ⚽️👑 pic.twitter.com/G7zj6NjQx9— Colo-Colo (@ColoColo) February 11, 2024 Áhorfendur fögnuðu og allt stefndi í að Colo Colo myndi fagna fyrsta bikar tímabilsins og láta önnur félög vita að liðið ætlaði sér stóra hluti í ár. En nei. Ekki þetta kvöldið. Mættir til að vera með læti Þegar krakkarnir voru byrjaðir að hósta út af piparspreyi í fyrri hálfleik var mér aðeins brugðið en hafði ekki stórar áhyggjur. Við vorum í austurhluta stúkunnar, norðurhluta hennar í áttina að bullunum, en samt í nokkurri fjarlægð. Lætin voru samt í næsta nágrenni og við í kjörstöðu til að fylgjast með. Þegar flautað var til hálfleiks varð allt vitlaust. Stuðningsmenn Colo Colo, sem voru 99% áhorfenda enda andstæðingurinn frá bæ í 500 kílómetra fjarlægð, færðu sig upp á skaftið. Það er að segja sá hluti þeirra sem var kominn til að vera með læti. Það gafst tími til að taka mynd á meðan leikurinn var stöðvaður vegna óláta. KTD Þeim fjölgaði statt og stöðugt ofan á girðingunum. Blysunum fjölgaði, flugeldar sprungu og öllu lauslegu var hent í átt að öryggisvörðunum. Flestir ungir karlmenn voru tilbúnir að taka alvöru sénsa til að láta vita af sér. Á meðan hljómaði Life is Life með Opus í kallkerfinu. Í einstaka mótvægisaðgerð höfðu gæslumenn hendur í hári þeirra en flestir voru fljótir að flýja yfir girðingarnar í hraði. Mætti halda að flestir hefðu æft fimleika hjá Gróttu svo snöggir og fimir voru þeir að láta sig hverfa þegar gæslan mætti á svæðið og reyndi að ná í skottið á þeim. Næst datt plötunsúðnum í hug að setja Seven Nation Army á fóninn, kannski ekki líklegt til að róa æsinginn. Stuðningsmenn Colo Colo stökkva yfir grindverk á meðan örygisverðir reyna að hafa hemil á ástandinu.EPA-EFE/OSVALDO VILLARROEL Stærsta afrek öryggisgæslunnar var líklega að ná risastórum borða, þar sem forsetanum heitnum var lýst sem óvini fólksins, niður og taka til sín. Borðinn var langur, eflaust 25 metrar og hátt í tveir metrar á hæð. Öryggisgæslan hugði þó ekki betur að sér en svo að nokkrum mínútum síðar náðu ungir óhræddir stuðningsmenn að skjótast á svæðið fyrir aftan annað markið og ná borðanum aftur í hendur stuðningsmanna. Við mikinn fögnuð viðstaddra. Það var nefnilega þannig að þó aðeins hluti stuðningsmanna tæki þátt í óeirðunum þá var greinilegt að á yfirborðinu voru allir með þeim í liði. Enginn þorði að hafa orð á því hvort ekki væri hægt að hætta látunum og snúa sér að fótbolta. Leikmenn fjarlægja hnullunga Fimmtán mínútna hálfleikur var orðinn ansi langur. Blíð kona í hátalarakerfi vallarins fór að þylja upp skilaboð. Leiknum væri frestað þar til stuðningsmennirnir myndu fara upp í stúku. Skilaboðin voru endurtekin eftir smá stund, og svo aftur, og svo aftur. Allt var að verða vitlaust í stúkunni. Í hvert skipti sem öryggisverðirnir reyndu að sýna mátt sinn æstust stuðningsmennirnir enn frekar upp. Stóru steypuklumparnir til að halda niður grindverkunum voru mölvaðir í minni hnullunga sem flugu í átt að öryggisvörðunum. Þeir voru með hjálma og skildi á lofti, sem betur fer. Annars hefði getað orðið manntjón. 🇨🇱 | ÚLTIMA HORA: Suspenden partido de fútbol de la Supercopa entre Colo Colo y Huachipato tras graves incidentes en el estadio Nacional de Santiago, Chile: barristas provocan incendio en la tribuna norte. pic.twitter.com/hMOxXLLqyb— Alerta Noticiera (@AlertaNoticiera) February 12, 2024 Allt í einu birtust leikmenn Colo Colo út á velli við mikinn fögnuð. Uppleggið var augljóst. Að reyna að tala um fyrir stuðningsmönnunum. Þeim fannst ekki leiðinlegt að fá að eiga samskipti við stjörnur liðsins á meðan aðrir leikmenn tíndu hnullunga og rifinn sæti af vellinum. Augljóst var að leikmenn beggja liða vildu halda leik áfram. Að endingu róuðust stuðningsmennirnir, tímabundið, og síðari hálfleikur gat hafist. En aldrei varð fullkomin ró. Fljótlega fóru stuðningsmenn aftur að minna á sig, færa sig nær, hóta öryggisvörðunum sem voru óhræddir að lyfta kylfunum og spreyja pipar ef séns var að svara fyrir sig. Þegar leikmaður gestaliðsins tók hornspyrnu var gæslumaður með stóra hlíf á lofti til að varna því að hægt væri að kasta lausamunum í leikmanninn.KTD Allt stefndi í þægilegan 2-0 sigur Colo Colo, fyrsta bikar tímabilsins og niðurstöðu sem allir nema gestaliðið og örfáir stuðningsmenn á leikvanginum hefðu sætt sig við þegar dómarinn blés í flautu sína og stöðvaði leikinn. Æsingurinn var orðinn það mikil að ekki yrði haldið áfram leik nema allir færu á sinn stað í stúkunni. Vidal fór einn í átt að stuðningsmönnunum sem hlupu á móti honum til að ná að snerta goðsögnina. Á þessum tímapunkti hafði stuðningsmanni tekist að kveikja eld á opnu svæði á milli vallarins og stúkunnar sem gekk illa að slökkva. Í hátalarakerfinu heyrðist þessi með blíðu röddina gefa einn lokaséns. Hætta látunum eða leikurinn yrði blásinn af. Viðbrögðin voru engin, spjall Vidal við bullurnar breyttu engu, og tilkynningin kom: Leik lokið. Líklega skynsamleg ákvörðun því allar líkur má telja að stuðningsmennirnir hefðu látið vaða inn á völlinn í leikslok miðað við hve illa þeir létu að stjórn. Þeirra helsta vopn, fullkomið óttaleysi. Margar spurningar Í ljósi alls þess ömurlega sem er að gerast í heiminum um þessar mundir ætla ég aðeins að fá að staldra við. Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi óttast um líf mitt eða neitt slíkt. Aldrei á meðan leik stóð var ég virkilega smeykur. Öðru máli gilti um krakkana mína. Ég hafði smá áhyggjur af þeim ef aðstæður yrðu slíkar að ég réði ekki við þær. Ef myndin er vel skoðuð má sjá grjóthnullungana á grasinu. Þarna er hálfleikur og algjör óvissa hvort seinni hálfleikur muni hefjast. Á svæðinu fyrir aftan markið má sjá rauð sæti vallarins á víð og dreif sem stuðningsmenn hafa rifið upp og kastað í átt að öryggisvörðum.KTD Systkinin fengu vissulega upplifun ævi sinnar og spurningarnar stóðu ekki á sér. Þær byrjuðu flestar á pabbi, af hverju...? Margar spurningar og mörg svör, ekkert endilega rétt svör enda ekki alltaf augljóst rétt svar við spurningum. En möguleg svör sem skýrðu kannski eitthvað. Eftir að flautað var af var hins vegar enginn tími til að svara spurningum. Nú skildi straujað í bílinn sem við höfðum lagt í nærliggjandi götu. Þar hafði vinalegur gæi, klæddur vesti, þegið af okkur andvirði 1500 króna til að hafa auga með bílnum eins og öðrum á þessu svæði. Hann sagðist meira að segja myndu bóna hann á meðan. Gerði hann það? Stutta svarið er nei. Á meðan við gengum frá leikvanginum sáum við mikinn reyk stíga til himna frá leikvanginum vegna elds sem bullurnar höfðu kveikt. Þegar leikurinn hafði verið flautaður af kveiktu stuðningsmenn Colo Colo eld í stúkunni. Slökkviliðsmenn náðu að ráða niðurlogum eldsins en reykurinn sást um alla Santiago. EPA-EFE/Osvaldo Villarroel Eldurinn var töluverður. EPA-EFE/Osvaldo Villarroel Los hechos de violencia de hoy por parte de unos delincuentes en la barra de Colo Colo en la final de la supercopa son inaceptables. Hay que aislar, detener y sancionar a los que pretenden imponer su vandalismo. NADA justifica esta violencia. pic.twitter.com/zGtErVmowf— Claudio Orrego L. (@Orrego) February 12, 2024 Una vergüenza. Esos hinchas son los que tienen y quieren. Sacos de huea #Supercopa2024 #ColoColo pic.twitter.com/2U5pi0h0kH— Mo (@shhhhMo) February 12, 2024 Mikil mótmæli 2019 Mikil alda óeirða hófst í Chile árið 2019 og segja mér kunnugir margt hafa breyst í landinu síðan þá. Fólk upplifi sig ekki lengur jafn öruggt í höfuðborginni Santiago, borg sem skiptist í hverfi hinna ríku og hinna fátæku eins og svo margar stórborgir. Munurinn hér er líklega sá að í hverfum þeirra sem eiga í sig og á búa allir í afgirtum hverfum með öryggisgæslu. Þangað fer enginn nema í gegnum hlið mannað öryggisvörðum. Auk þessa keyra öryggisverðir um hverfin og engir sýnilegir samfélagsvandar á þeim svæðum. Í öðrum borgarhlutum hefur glæpatíðni aukist mikið, þ.e. í fátækari hverfum Santiago og öðrum einstaka bæjum. Ég hef endurtekið verið varaður við því að sækja heim Valparaiso sem er nokkuð stór og sagður gullfallegur strandbær í eins og hálfs tíma aksturfjarlægð frá Santiago. Þar sé ekki ráð að leggja bílum sínum og fólk eigi að gæta öryggis. Miklir skógareldar kviknuðu í Valaraiso á dögunum og varð heilmikið mannfall af völdum þeirra. Á mjög hraðri göngu okkar frá leikvanginum í áttina að bílnum tók ég eftir því að einn ungur karlmaður virtist fylgjast með okkur. Hann reyndi svo á tímapunkti að tala við dóttur mína sem skildi ekkert og við gerðum honum ljóst að við vildum ekkert með hann hafa. Við lögðum ekki í að ganga beint í áttina að bílnum okkar ef einhver skildi vera að fylgjast með í fjarlægð. Að lokum viss í okkar sök að enginn fylgdi okkur eftir héldum við að bílnum. Var hann bónaður? Nei. Var búið að mölva rúðu í aftursætinu? Já. Þvílík öryggisgæsla hjá gæjanum í vestinu. Lærdómur kvöldsins Það voru engin verðmæti í bílnum og ekkert sýnilegt yfirhöfuð. Meira að segja sólarvörnin var í hanskahólfinu. Líklegast er að sá sem þarna var á ferð hafi ætlað að komast inn í bílinn, mögulega til að stela bílnum. Bíllinn er þeim eiginleikum búinn að það þarf að gera allt með lykli og því hefur viðkomandi ekki tekist að opna innan frá. Hún var óskemmtileg sýnin þegar við komum í bílinn okkar. Smölluð rúða í aftursætinu.KTD Við sópuðum glerbrotunum til, tróðum krökkunum aftur í og brunuðum af stað. Við hinir eldri aðeins skelkaðir en ég get bara ímyndað mér hvað gekk á í haus krakkanna minna, 12 og 13 ára gömul, sem ætluðu bara að horfa á enn einn leikinn með fótboltasjúka pabba sínum. En þau lærðu miklu meira en það. Bílferðin heim var nýtt í samtal um óréttlæti, afbrýðissemi, kommúnisma, kapítalisma, skatta, lýðræði og reiði. Og svo margt margt fleira. Af hverju? Af hverju? Af hverju? Það var enginn að pæla í mörkum eða hvað það hefði verið geggjað ef Vidal hefði skorað úr dauðafærinu um miðjan seinni hálfleik. Kóngurinn í Chile var í aukahlutverki. Bullurnar áttu kvöldið og ekki í fyrsta skipti. Það sem gerðist inni á vellinum sjálfum í Santiago í gærkvöld gleymist hratt en það sem gekk á utan hans verður í reynslubankanum okkar krakkanna um ókomna tíð. Hvað með leikinn spyr einhver sem nennti að lesa svona langt? Það er líklegast að liðin muni þurfa að koma saman aftur til að spila síðustu tíu mínúturnar. Það er þó óráðið þegar þetta er skrifað. Að endingu má nefna að tíst undirritaðs á X (áður Twitter) að loknum leik í gærkvöldi hefur kallað fram mikil viðbrögð fótboltaunnenda í Chile sem biðjast afsökunar á því sem á gekk í gær og finna að því hvernig staðið er að öryggisgæslu á leikjum sem þessum. En svo er öðrum drull... Logn í storminum. Endurkomu Arturo Vidal með Colo Colo lauk fyrr en til stóð. Aldrei upplifað annað eins. Piparsprey, brjálaðar bullur, múrsteinakast, flugeldar, leikurinn blásinn af og brotin bílrúða til að kóróna kvöldið. Krakkarnir munu aldrei gleyma þessu klikkaða kvöldi. pic.twitter.com/mk0d2AU1M0— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) February 12, 2024 Fótbolti Chile Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Nú hef ég verið í landi skáldanna í tæplega sex vikur. Ég get ekki kvartað. Millistéttargæi frá Íslandi gerði húsaskipti og hefur búið við góðan kost í sól og blíðu á meðan frystir og gýs á Íslandi. Krakkarnir læra spænsku en læra um fram allt aðeins meira á lífið. Líklega var stærsti lærdómur þeirra í gærkvöldi. Fótboltatímabilið í Chile hófst þá formlega með Ofurbikarnum; árlegum leik þar sem landsmeistarar og bikarmeistarar mætast. Sambærilegur leikur við Samfélagsskjöldinn á Englandi, meistarar meistaranna heima á Fróni. Leikurinn var þó stærri fyrir þær sakir að einn besti knattspyrnumaður Chile frá upphafi var snúinn heim. Arturo Vidal. Eftir sautján ár í atvinnumennsku í Evrópu og Brasilíu sneri Vidal aftur til Colo Colo. Hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum þann 1. febrúar. Mætti til leiks í þyrlu, var vippað upp á hest og fékk svo sverð og kórónu. Kóngurinn hjá Colo Colo.AP/Eseban Felix Í einfeldni minni hélt ég að sviðsljósið yrði á honum og hans frammistöðu í búningi Colo Colo, bikarmeistaranna, gegn meisturunum í Huachipato. Þrátt fyrir að eiga stórleik átti hann ekki sviðsljósið þetta fallega sunnudagskvöld í Chile. Ströng öryggisgæsla Fótboltabullur hafa verið vandamál í chileskum fótbolta í nokkurn tíma. Fyrir vikið reyndist okkur erfitt sem útlendingum að kaupa miða á leikinn. Útlendingar eiga hreinlega ekki að komast inn. Mér er ekki fullkomlega ljóst hvers vegna en ein miðasölukonan sagði bullur, sem væru bannaðar á leikjum, reyna að komast inn sem útlendingar. Allir miðar á leiki eru skráðar á chileskar kennitölur. Án þess að fara út í of mikil smáatriði þá tókst okkur að fjárfesta í miðum á leikinn og þökk sé opnum hug starfsfólks í öryggisgæslunni á vellinum, vopnuð okkar íslensku vegabréfum, fengu tveir fullorðnir og tvö börn aðgang að leiknum. Það tók sinn tíma en við þurftum að sýna passana í þremur öryggishliðum auk þess sem leitað var á okkur öllum. Stuðningsmenn Colo Colo láta sér fátt um finnast. EPA-EFE/Osvaldo Villarroel Öryggisgæslan var slík að ég leiddi ekki hugann að því að nokkuð gæti gerst sem yrði þess valdandi að sonur minn, fótboltaáhugamaður með meiru, spyrði á meðan leik stæði hvort við gætum ekki farið heim. Annað átti eftir að koma á daginn. Sögulegur leikvangur Leikurinn fór fram á þjóðarleikvangi Chile, Estadio Nacional Julio Martínez Prádanos. 85 ára gamall leikvangur, tekur tæplega fimmtíu þúsund áhorfendur og hefur verið vettvangur stórleikja á borð við úrslitaleik HM í Chile árið 1962. Í alþjóðasögunni er hann þó líklega þekktastur sem pyntingarstaður. Þangað voru pólitískir andstæðingar Augusto Pinochet fluttir þegar herinn undir forystu Pinochet með Bandaríkin á bak við tjöldin tóku völdin í landinu. Vopnaðir hermenn á þjóðarleikvangi Chile í september 1973. Það var ellefta september það ár sem herinn tók völdin. Þúsundir manna voru handteknir og geymdir á leikvanginum. Sumir voru líflátnir og aðrir fluttir í fangabúðir.Getty Images Í hönd fór sautján ára valdatíð Pinochet sem lauk loks með þjóðaratkvæðagreiðslu 1988 og lýðræðislegra hátta í landinu á nýjan leik. Síðan hafa flestir forsetar landsins verið vinstri sinnaðir. Þó ekki Sebastian Pinera sem lést í þyrluslysi á dögunum. Aðeins má vera forseti eitt kjörtímabil í einu en Pinera, einn ríkasti maður Chile, var kosinn í tvígang. Þjóðarsorg hefur ríkt í Chile undanfarna daga en það fer mjög eftir stétt hversu alvarlega hún er tekin. Þúsundir blístruðu og höfðu átt, birtu risastóran borða þar sem Pinera var lýst sem óvini, á meðan lúðrar hljómuðu í hátalarakerfinu augnablikum áður en flautað var til leiks. Huldu andlit sitt Stuðningsmennirnir sem létu mest í sér heyra voru á norðurenda leikvangsins. Þegar leið að leik fóru sumir að klifra upp á grindverk, flestir með grímur eða önnur klæði vafin yfir andlitið, til að þekkjast ekki. Kapítalismi ræður ríkjum í Chile og það sem ég taldi fyrst vera vopnaða lögreglumenn mæta með kylfur, skyldi og piparúða eru víst öryggisverðir í einkageiranum. Keypt þjónusta fyrir stóran leik á borð við þennan. Þeir komu skyndilega á því sem næst hlaupum út úr göngum til að láta stuðningsmennina, sem voru farnir að færa sig upp á skaftið, vita af nærveru sinni. El hincha de Colo Colo (la gente normal), entendió hace rato que uno de los principales enemigos del club es la Garra Blanca, una asociación ilícita y delictual. Poner contexto o matices ya no sirve. Si no se detiene ahora, esto terminará muy mal. pic.twitter.com/wLm5p2ceG3— Luis Marambio Torres (@TheSportingBoy) February 11, 2024 Á heimavelli Colo Colo er mér tjáð að grindverk séu mun hærri. Stuðningsmenn í vígahug eiga erfiðara með að trufla sjálfan leikinn þótt lætin geti verið mjög mikil, eins og á fótboltaleikjum almennt í Chile. Á þjóðarleikvanginum eru engar háar girðingar. Hins vegar var búið að koma upp nokkrum lögum af lægri girðingum, haldið niðri með stórum steypuklumpum. El hincha de Colo Colo (la gente normal), entendió hace rato que uno de los principales enemigos del club es la Garra Blanca, una asociación ilícita y delictual. Poner contexto o matices ya no sirve. Si no se detiene ahora, esto terminará muy mal. pic.twitter.com/wLm5p2ceG3— Luis Marambio Torres (@TheSportingBoy) February 11, 2024 Stuðningsmennirnir, nokkur hundruð, hörfuðu í bili. Öryggisverðirnir tóku sér stöðu, aðeins búnir að munda kylfurnar og spreyja piparúða, handtaka örfáa. Nú gat leikurinn hafist. Hilmir snýr heim Þetta hefði auðveldlega getað orðið leikurinn hans Arturo Vidal. Fyrir þá sem ekki þekkja og hafa engan áhuga á fótbolta er hann ekkert minna en kóngurinn í Chile. Landsliðið með hann í fararbroddi hefur í tvígang orðið Suður-Ameríkumeistari með hann á hátindi ferilsins. Barcelona, Juventus og Bayern München eru á meðal stærstu félaga í heimi sem notið hafa krafta hans. Það var einmitt á þessum sama stað sem Vidal átti einn af leikjum ævi sinnar í úrslitaleiknum í Suður-Ameríkubikarnum 2015 gegn Lionel Messi og félögum frá Argentínu. Vidal var valinn maður leiksins í sigri að lokinni vítaspyrnukeppni. Miðjumaðurinn hárprúði er að verða 37 ára og viðbúið að það gæti reynst áskorun að sannfæra heimamenn um að hann hafi enn nóg að gera. Eftir hálftímaleik var Colo Colo komið í 2-0. Fyrra markið kom í kjölfar stórkostlegrar sendingar Vidal fram völlinn. El gol de Carlos Palacios para el 1-0 del Cacique sobre Huachipato 🏆 pic.twitter.com/OG6edWqdJC— Colo-Colo (@ColoColo) February 11, 2024 Hið síðara skoraði Vidal úr vítaspyrnu eftir að dómari hafði nýtt VAR-tæknina. Arturo Vidal y su primer gol en Colo-Colo tras su regreso a casa ⚽️👑 pic.twitter.com/G7zj6NjQx9— Colo-Colo (@ColoColo) February 11, 2024 Áhorfendur fögnuðu og allt stefndi í að Colo Colo myndi fagna fyrsta bikar tímabilsins og láta önnur félög vita að liðið ætlaði sér stóra hluti í ár. En nei. Ekki þetta kvöldið. Mættir til að vera með læti Þegar krakkarnir voru byrjaðir að hósta út af piparspreyi í fyrri hálfleik var mér aðeins brugðið en hafði ekki stórar áhyggjur. Við vorum í austurhluta stúkunnar, norðurhluta hennar í áttina að bullunum, en samt í nokkurri fjarlægð. Lætin voru samt í næsta nágrenni og við í kjörstöðu til að fylgjast með. Þegar flautað var til hálfleiks varð allt vitlaust. Stuðningsmenn Colo Colo, sem voru 99% áhorfenda enda andstæðingurinn frá bæ í 500 kílómetra fjarlægð, færðu sig upp á skaftið. Það er að segja sá hluti þeirra sem var kominn til að vera með læti. Það gafst tími til að taka mynd á meðan leikurinn var stöðvaður vegna óláta. KTD Þeim fjölgaði statt og stöðugt ofan á girðingunum. Blysunum fjölgaði, flugeldar sprungu og öllu lauslegu var hent í átt að öryggisvörðunum. Flestir ungir karlmenn voru tilbúnir að taka alvöru sénsa til að láta vita af sér. Á meðan hljómaði Life is Life með Opus í kallkerfinu. Í einstaka mótvægisaðgerð höfðu gæslumenn hendur í hári þeirra en flestir voru fljótir að flýja yfir girðingarnar í hraði. Mætti halda að flestir hefðu æft fimleika hjá Gróttu svo snöggir og fimir voru þeir að láta sig hverfa þegar gæslan mætti á svæðið og reyndi að ná í skottið á þeim. Næst datt plötunsúðnum í hug að setja Seven Nation Army á fóninn, kannski ekki líklegt til að róa æsinginn. Stuðningsmenn Colo Colo stökkva yfir grindverk á meðan örygisverðir reyna að hafa hemil á ástandinu.EPA-EFE/OSVALDO VILLARROEL Stærsta afrek öryggisgæslunnar var líklega að ná risastórum borða, þar sem forsetanum heitnum var lýst sem óvini fólksins, niður og taka til sín. Borðinn var langur, eflaust 25 metrar og hátt í tveir metrar á hæð. Öryggisgæslan hugði þó ekki betur að sér en svo að nokkrum mínútum síðar náðu ungir óhræddir stuðningsmenn að skjótast á svæðið fyrir aftan annað markið og ná borðanum aftur í hendur stuðningsmanna. Við mikinn fögnuð viðstaddra. Það var nefnilega þannig að þó aðeins hluti stuðningsmanna tæki þátt í óeirðunum þá var greinilegt að á yfirborðinu voru allir með þeim í liði. Enginn þorði að hafa orð á því hvort ekki væri hægt að hætta látunum og snúa sér að fótbolta. Leikmenn fjarlægja hnullunga Fimmtán mínútna hálfleikur var orðinn ansi langur. Blíð kona í hátalarakerfi vallarins fór að þylja upp skilaboð. Leiknum væri frestað þar til stuðningsmennirnir myndu fara upp í stúku. Skilaboðin voru endurtekin eftir smá stund, og svo aftur, og svo aftur. Allt var að verða vitlaust í stúkunni. Í hvert skipti sem öryggisverðirnir reyndu að sýna mátt sinn æstust stuðningsmennirnir enn frekar upp. Stóru steypuklumparnir til að halda niður grindverkunum voru mölvaðir í minni hnullunga sem flugu í átt að öryggisvörðunum. Þeir voru með hjálma og skildi á lofti, sem betur fer. Annars hefði getað orðið manntjón. 🇨🇱 | ÚLTIMA HORA: Suspenden partido de fútbol de la Supercopa entre Colo Colo y Huachipato tras graves incidentes en el estadio Nacional de Santiago, Chile: barristas provocan incendio en la tribuna norte. pic.twitter.com/hMOxXLLqyb— Alerta Noticiera (@AlertaNoticiera) February 12, 2024 Allt í einu birtust leikmenn Colo Colo út á velli við mikinn fögnuð. Uppleggið var augljóst. Að reyna að tala um fyrir stuðningsmönnunum. Þeim fannst ekki leiðinlegt að fá að eiga samskipti við stjörnur liðsins á meðan aðrir leikmenn tíndu hnullunga og rifinn sæti af vellinum. Augljóst var að leikmenn beggja liða vildu halda leik áfram. Að endingu róuðust stuðningsmennirnir, tímabundið, og síðari hálfleikur gat hafist. En aldrei varð fullkomin ró. Fljótlega fóru stuðningsmenn aftur að minna á sig, færa sig nær, hóta öryggisvörðunum sem voru óhræddir að lyfta kylfunum og spreyja pipar ef séns var að svara fyrir sig. Þegar leikmaður gestaliðsins tók hornspyrnu var gæslumaður með stóra hlíf á lofti til að varna því að hægt væri að kasta lausamunum í leikmanninn.KTD Allt stefndi í þægilegan 2-0 sigur Colo Colo, fyrsta bikar tímabilsins og niðurstöðu sem allir nema gestaliðið og örfáir stuðningsmenn á leikvanginum hefðu sætt sig við þegar dómarinn blés í flautu sína og stöðvaði leikinn. Æsingurinn var orðinn það mikil að ekki yrði haldið áfram leik nema allir færu á sinn stað í stúkunni. Vidal fór einn í átt að stuðningsmönnunum sem hlupu á móti honum til að ná að snerta goðsögnina. Á þessum tímapunkti hafði stuðningsmanni tekist að kveikja eld á opnu svæði á milli vallarins og stúkunnar sem gekk illa að slökkva. Í hátalarakerfinu heyrðist þessi með blíðu röddina gefa einn lokaséns. Hætta látunum eða leikurinn yrði blásinn af. Viðbrögðin voru engin, spjall Vidal við bullurnar breyttu engu, og tilkynningin kom: Leik lokið. Líklega skynsamleg ákvörðun því allar líkur má telja að stuðningsmennirnir hefðu látið vaða inn á völlinn í leikslok miðað við hve illa þeir létu að stjórn. Þeirra helsta vopn, fullkomið óttaleysi. Margar spurningar Í ljósi alls þess ömurlega sem er að gerast í heiminum um þessar mundir ætla ég aðeins að fá að staldra við. Ég ætla ekki að láta eins og ég hafi óttast um líf mitt eða neitt slíkt. Aldrei á meðan leik stóð var ég virkilega smeykur. Öðru máli gilti um krakkana mína. Ég hafði smá áhyggjur af þeim ef aðstæður yrðu slíkar að ég réði ekki við þær. Ef myndin er vel skoðuð má sjá grjóthnullungana á grasinu. Þarna er hálfleikur og algjör óvissa hvort seinni hálfleikur muni hefjast. Á svæðinu fyrir aftan markið má sjá rauð sæti vallarins á víð og dreif sem stuðningsmenn hafa rifið upp og kastað í átt að öryggisvörðum.KTD Systkinin fengu vissulega upplifun ævi sinnar og spurningarnar stóðu ekki á sér. Þær byrjuðu flestar á pabbi, af hverju...? Margar spurningar og mörg svör, ekkert endilega rétt svör enda ekki alltaf augljóst rétt svar við spurningum. En möguleg svör sem skýrðu kannski eitthvað. Eftir að flautað var af var hins vegar enginn tími til að svara spurningum. Nú skildi straujað í bílinn sem við höfðum lagt í nærliggjandi götu. Þar hafði vinalegur gæi, klæddur vesti, þegið af okkur andvirði 1500 króna til að hafa auga með bílnum eins og öðrum á þessu svæði. Hann sagðist meira að segja myndu bóna hann á meðan. Gerði hann það? Stutta svarið er nei. Á meðan við gengum frá leikvanginum sáum við mikinn reyk stíga til himna frá leikvanginum vegna elds sem bullurnar höfðu kveikt. Þegar leikurinn hafði verið flautaður af kveiktu stuðningsmenn Colo Colo eld í stúkunni. Slökkviliðsmenn náðu að ráða niðurlogum eldsins en reykurinn sást um alla Santiago. EPA-EFE/Osvaldo Villarroel Eldurinn var töluverður. EPA-EFE/Osvaldo Villarroel Los hechos de violencia de hoy por parte de unos delincuentes en la barra de Colo Colo en la final de la supercopa son inaceptables. Hay que aislar, detener y sancionar a los que pretenden imponer su vandalismo. NADA justifica esta violencia. pic.twitter.com/zGtErVmowf— Claudio Orrego L. (@Orrego) February 12, 2024 Una vergüenza. Esos hinchas son los que tienen y quieren. Sacos de huea #Supercopa2024 #ColoColo pic.twitter.com/2U5pi0h0kH— Mo (@shhhhMo) February 12, 2024 Mikil mótmæli 2019 Mikil alda óeirða hófst í Chile árið 2019 og segja mér kunnugir margt hafa breyst í landinu síðan þá. Fólk upplifi sig ekki lengur jafn öruggt í höfuðborginni Santiago, borg sem skiptist í hverfi hinna ríku og hinna fátæku eins og svo margar stórborgir. Munurinn hér er líklega sá að í hverfum þeirra sem eiga í sig og á búa allir í afgirtum hverfum með öryggisgæslu. Þangað fer enginn nema í gegnum hlið mannað öryggisvörðum. Auk þessa keyra öryggisverðir um hverfin og engir sýnilegir samfélagsvandar á þeim svæðum. Í öðrum borgarhlutum hefur glæpatíðni aukist mikið, þ.e. í fátækari hverfum Santiago og öðrum einstaka bæjum. Ég hef endurtekið verið varaður við því að sækja heim Valparaiso sem er nokkuð stór og sagður gullfallegur strandbær í eins og hálfs tíma aksturfjarlægð frá Santiago. Þar sé ekki ráð að leggja bílum sínum og fólk eigi að gæta öryggis. Miklir skógareldar kviknuðu í Valaraiso á dögunum og varð heilmikið mannfall af völdum þeirra. Á mjög hraðri göngu okkar frá leikvanginum í áttina að bílnum tók ég eftir því að einn ungur karlmaður virtist fylgjast með okkur. Hann reyndi svo á tímapunkti að tala við dóttur mína sem skildi ekkert og við gerðum honum ljóst að við vildum ekkert með hann hafa. Við lögðum ekki í að ganga beint í áttina að bílnum okkar ef einhver skildi vera að fylgjast með í fjarlægð. Að lokum viss í okkar sök að enginn fylgdi okkur eftir héldum við að bílnum. Var hann bónaður? Nei. Var búið að mölva rúðu í aftursætinu? Já. Þvílík öryggisgæsla hjá gæjanum í vestinu. Lærdómur kvöldsins Það voru engin verðmæti í bílnum og ekkert sýnilegt yfirhöfuð. Meira að segja sólarvörnin var í hanskahólfinu. Líklegast er að sá sem þarna var á ferð hafi ætlað að komast inn í bílinn, mögulega til að stela bílnum. Bíllinn er þeim eiginleikum búinn að það þarf að gera allt með lykli og því hefur viðkomandi ekki tekist að opna innan frá. Hún var óskemmtileg sýnin þegar við komum í bílinn okkar. Smölluð rúða í aftursætinu.KTD Við sópuðum glerbrotunum til, tróðum krökkunum aftur í og brunuðum af stað. Við hinir eldri aðeins skelkaðir en ég get bara ímyndað mér hvað gekk á í haus krakkanna minna, 12 og 13 ára gömul, sem ætluðu bara að horfa á enn einn leikinn með fótboltasjúka pabba sínum. En þau lærðu miklu meira en það. Bílferðin heim var nýtt í samtal um óréttlæti, afbrýðissemi, kommúnisma, kapítalisma, skatta, lýðræði og reiði. Og svo margt margt fleira. Af hverju? Af hverju? Af hverju? Það var enginn að pæla í mörkum eða hvað það hefði verið geggjað ef Vidal hefði skorað úr dauðafærinu um miðjan seinni hálfleik. Kóngurinn í Chile var í aukahlutverki. Bullurnar áttu kvöldið og ekki í fyrsta skipti. Það sem gerðist inni á vellinum sjálfum í Santiago í gærkvöld gleymist hratt en það sem gekk á utan hans verður í reynslubankanum okkar krakkanna um ókomna tíð. Hvað með leikinn spyr einhver sem nennti að lesa svona langt? Það er líklegast að liðin muni þurfa að koma saman aftur til að spila síðustu tíu mínúturnar. Það er þó óráðið þegar þetta er skrifað. Að endingu má nefna að tíst undirritaðs á X (áður Twitter) að loknum leik í gærkvöldi hefur kallað fram mikil viðbrögð fótboltaunnenda í Chile sem biðjast afsökunar á því sem á gekk í gær og finna að því hvernig staðið er að öryggisgæslu á leikjum sem þessum. En svo er öðrum drull... Logn í storminum. Endurkomu Arturo Vidal með Colo Colo lauk fyrr en til stóð. Aldrei upplifað annað eins. Piparsprey, brjálaðar bullur, múrsteinakast, flugeldar, leikurinn blásinn af og brotin bílrúða til að kóróna kvöldið. Krakkarnir munu aldrei gleyma þessu klikkaða kvöldi. pic.twitter.com/mk0d2AU1M0— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) February 12, 2024
Fótbolti Chile Íslendingar erlendis Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira