Ómarktækt ríki? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 12. febrúar 2024 08:31 Ríki eru eins og einstaklingar dæmd af því sem þau gera. Eins og staðan er í dag hafa íslensk stjórnvöld - þar til bærir aðilar - veitt landvist og loforð um skjól, fólki sem býr við stöðuga lífsógn á Gaza, þar sem stórtækustu ofbeldisaðgerðir í langan aldur hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Þar af eru 72 börn. Nokkur þeirra barna sem fengu þetta skjól hafa þegar látið lífið í sprengjuregni Ísraels sem hefur lagt Gaza svæðið í rúst. Þessi börn búa við hungur, þau búa við ótta, þau búa við hörmungar sem við hér á þessu friðsæla landi getum varla ímyndað okkur. Þess vegna var það lágmarksviðbragð hjá okkur sem ríki að veita þessum börnum skjól, þar sem strangar innflytjendareglur okkar heimiluðu það í nafni fjölskyldusameiningar. Þau eiga að fá að sameinast sínu fólki sem hefur búið hér á landi að undanförnu og fengið hér skjól. En við höfum ekki klárað málið. Það er ekki auðvelt fyrir þetta fólk að komast hjálparlaust frá Gaza og án efa útilokað fyrir börn. Þess vegna er loforð okkar um skjól ómarktækt nema því fylgi stuðningur til að koma þessu fólki út og til Íslands. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um að innviðir landsins séu sprungnir, en ég fullyrði - sé eitthvað til í því - að það er ekki út af fólki af hinu stríðshrjáða Gaza. Íslendingum hefur að undanförnu fjölgað um ca. 1000 manns á mánuði. Ég fullyrði að 100 manns til viðbótar frá Gaza, þar af 72 börn, munu ekki verða kornið sem fyllir mælinn. Við sem ríki viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og leggja lið, þjáðum og þeim sem eru í lífshættu. Það eru orðin tóm ef ekki fylgja aðgerðir. Það er því skylda okkar, viljum við teljast marktækt ríki, að bjarga þessu fólki út af Gaza með þeim leiðum sem okkur eru færar. Þrjár konur hafa sýnt að það er hægt. Ég treysti því að utanríkisþjónusta Íslands, sem hefur á að skipa reynslumiklu og mjög hæfu starfsfólki klári málið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ríki eru eins og einstaklingar dæmd af því sem þau gera. Eins og staðan er í dag hafa íslensk stjórnvöld - þar til bærir aðilar - veitt landvist og loforð um skjól, fólki sem býr við stöðuga lífsógn á Gaza, þar sem stórtækustu ofbeldisaðgerðir í langan aldur hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Þar af eru 72 börn. Nokkur þeirra barna sem fengu þetta skjól hafa þegar látið lífið í sprengjuregni Ísraels sem hefur lagt Gaza svæðið í rúst. Þessi börn búa við hungur, þau búa við ótta, þau búa við hörmungar sem við hér á þessu friðsæla landi getum varla ímyndað okkur. Þess vegna var það lágmarksviðbragð hjá okkur sem ríki að veita þessum börnum skjól, þar sem strangar innflytjendareglur okkar heimiluðu það í nafni fjölskyldusameiningar. Þau eiga að fá að sameinast sínu fólki sem hefur búið hér á landi að undanförnu og fengið hér skjól. En við höfum ekki klárað málið. Það er ekki auðvelt fyrir þetta fólk að komast hjálparlaust frá Gaza og án efa útilokað fyrir börn. Þess vegna er loforð okkar um skjól ómarktækt nema því fylgi stuðningur til að koma þessu fólki út og til Íslands. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um að innviðir landsins séu sprungnir, en ég fullyrði - sé eitthvað til í því - að það er ekki út af fólki af hinu stríðshrjáða Gaza. Íslendingum hefur að undanförnu fjölgað um ca. 1000 manns á mánuði. Ég fullyrði að 100 manns til viðbótar frá Gaza, þar af 72 börn, munu ekki verða kornið sem fyllir mælinn. Við sem ríki viljum leggja okkar af mörkum til að lina þjáningar og leggja lið, þjáðum og þeim sem eru í lífshættu. Það eru orðin tóm ef ekki fylgja aðgerðir. Það er því skylda okkar, viljum við teljast marktækt ríki, að bjarga þessu fólki út af Gaza með þeim leiðum sem okkur eru færar. Þrjár konur hafa sýnt að það er hægt. Ég treysti því að utanríkisþjónusta Íslands, sem hefur á að skipa reynslumiklu og mjög hæfu starfsfólki klári málið. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun