Því þótt við séum í þægindaumhverfinu þar sem við þekkjum alla og vitum upp á hár um hvað við ætlum að ræða, er undirbúningur alltaf líklegur til að skila betri árangri en ella.
Ástæðurnar?
Jú, þær eru allnokkrar.
Til dæmis þær að við erum betri að standast tímaáætlun ef við erum vel undirbúin.
Við verðum almennt markvissari og skýrari í öllu tali, þar með talið í líkamstjáningu.
Hér eru nokkur atriði sem við getum stuðst við til undirbúnings.
1. Að hlusta á sjálfan sig
Góð regla er að lesa ræður alltaf upphátt áður en þær eru fluttar. Því þá áttum við okkur flest á því að við viljum breyta einhverju í textanum. Að heyra ræðu er allt annað en að lesa texta í hljóði.
Þá er líka gott að taka tímann þegar þú lest ræðuna upphátt. Oft þarf að stytta eða breyta ræðu með tilliti til þess hvaða tíma þú færð úthlutaðan eða ætlar þér í ræðuna.
2.Videó
Að taka sjálfan sig upp á videó í símanum er góður undirbúningur og mjög upplýsandi. Með því að horfa á okkur sjálf áttum við okkur betur á ýmsum atriðum eins og hvort við séum að líta nógu oft upp og út í sal eða á fundargesti, hvernig við viljum vera þegar að við kynnum okkur (brosa, formleg, óformleg og svo framvegis), náum við að standa kyrr eða erum við mikið á hreyfingu og svo framvegis.
Margir eiga auðveldara með að átta sig á því þegar þeir horfa á sjálfan sig á videó hvort það sé ástæða til að æfa sig í að tala hægar þegar verið er að lesa ræðu eða fara yfir kynningu.
3. Æfing fyrir framan aðra
Ef mikið liggur við getur æfing fyrir framan aðra verið mjög góð leið fyrir okkur. Til dæmis fyrir framan samstarfsaðila eða einfaldlega heima fyrir þar sem maki eða fjölskyldumeðlimur gefur okkur uppbyggilega og góða endurgjöf.
4. Algeng gryfja
Margir sem vanda sig við undirbúning, æfa lestur, upphafskynninguna, laga texta og svo framvegis, falla þó í þá gryfju að gleyma um of endinum sjálfum.
Sem gott er að æfa á sama hátt og upphafskynninguna.
5. Fundargestir/áheyrendur
Loks er gott að fara yfir það í huganum hvaða markmið við viljum setja okkur varðandi upplifun áhorfenda og áheyrenda okkar. Hvernig viljum við ná til gesta í sal eða á fundi? Hvernig viljum við að fólk upplifi kynninguna okkar eða ræðuna? Innihaldslega, framsetningarlega og af okkar hálfu.
Með því að hugsa um þessi atriði sérstaklega, verðum við meðvitaðari um verkefnið okkar í heild sinni og hvernig við erum líklegust til að standa sem best að því.
Að velta þessu fyrir okkur á ekki aðeins við þegar við stöndum fyrir framan hópi af fólki sem við þekkjum ekki mikið til. Þannig er það alveg jafn mikilvægt að huga að þessu atriði þótt áheyrendur séu til dæmis samstarfsfólk sem við hittum á hverjum degi.