Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 20:01 Fjölskyldunni líður vel í Dúbaí. „Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí. Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Þau fluttu þangað í desember 2011 eftir að Hannes fékk vinnu sem flugmaður hjá hinu virta flugfélagi Emirates. Heimsfaraldurinn hristi upp í þeim hjónum, en þá var fjölmörgum sagt upp hjá Emirates - eins og öðrum flugfélögum í heiminum. Hannes hélt vinnunni en launin voru skert um helming. Þá skapaðist skyndilegt svigrúm í lífi þeirra sem þau nýttu líklega betur en flestir. Þau stofnuðu heilsufyrirtæki, fóru að hanna skartgripi, hann fór að læra forritun, hún að skrifa barnabók og ótal margt fleira. „Ég er orðinn fertugur núna, en ég ætla aldrei að hætta að læra,“ segir Hannes. „Þú getur tekið bara eitthvað námskeið í eitt ár og opnað nýtt fyrirtæki og prófað það.“ Eftir Covid vildu þau ekki binda sig Í fyrsta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Þóru, Hannes og börnin þeirra þrjú til Dúbaí. Lífið og Covid kenndi þeim að engin ástæða væri til að binda sig við einn starfsferil í lífinu og þau eru því með fjölmörg járn í eldinum í dag. Enda ætla þau ekki að búa í Dúbaíað eilífu, planið er að flytja sig um set innan tíðar og þau vilja geta notið lífsins - án þess að Hannes þurfi að vera langdvölum frá heimilinu. „Okkur langar líka til að vera með svona fasteignaportfólíó og fjárfesta í eignum og að það verði svona eitt eggið í körfunni. Okkur langar ekki að gera bara eitthvað eitt. Okkur langar bara að vera með eitthvað veldi,“ segir Þóra sposk á svip. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og má sjá brot úr honum hér að neðan. Klippa: Hanna skartgripi í Dubaí Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dúbaí, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira