Í tilkynningu segir að hún hafi hafið störf í teymi menningar og sjálfbærni sem sé stoðsvið Terra og dótturfélags þess. Anna muni leiða þróun í gæða-, umhverfis- og öryggismál hjá samstæðunni.
Anna kemur til Terra frá Ístak en þar starfaði hún sem gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri síðastliðin 5 ár þar sem hún bar ábyrgð á stjórnunarkerfi Ístaks ásamt öðrum verkefnum fyrir framkvæmdastjórn þvert á félagið.
Áður starfaði hún hjá Jarðborunum einnig sem gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri og þar áður hjá Mannvit sem verkefnastjóri og umsjónarmaður umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfis.
Anna er með B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í Civil Engineering hjá DTU.