„Ég elska hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 09:30 Brahim Diaz fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/ David S. Bustamante Brahim Díaz fékk það krefjandi verkefnið að leysa af Jude Bellingham í fyrri leik Real Madrid og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Strákurinn stóðst það próf og gott betur. Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira