Gríðarlegt áfall á Hlíðarenda: „Leyfum okkur að vera daprir yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 10:03 Joshua Jefferson hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Val í vetur. Vísir / Hulda Margrét Valsmenn hafa orðið fyrir gríðarlegu áfalli, og vonir þeirra um Íslandsmeistaratitil í körfubolta minnkað til muna, eftir að í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson spilar ekki meira á leiktíðinni. Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur. Subway-deild karla Valur Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira