Aðgerðaleysi heilbrigðiskerfisins í garð fíknisjúkra Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 11:01 Læknisþjónusta á að vera fyrir alla, en er það ekki. Það er staðreynd. Ég og sonur minn höfum reynt það á eigin skinni. Við höfum þrisvar látið á það reyna að fara til læknis til að fá viðeigandi lyf vegna veikinda hans. Við fáum alltaf sama svarið og er það; við megum ekki skrifa upp á lyf fyrir þig, þú ert fíknisjúklingur. Það er augljóslega fáranlegt svar í ljósi þess að hann var að leita læknis af því hann er fíknisjúklingur. Hann þjáist vegna virks fíknisjúkdóms og er á biðlista eftir afeitrun. Núna er hann búinn að bíða í rúma 6 mánuði og á meðan hann bíður er líf hans í rússnenskri rúllettu, því hann getur orðið fyrir þvi að fá dauðaskammt. Ég er ekki að tala um að allir fíknisjúkir geti eða eigi að fá lyfjameðferð, heldur er ég að hugsa um þá allra veikustu, sem í raun hanga í rússneskri rúllettu fyrir næsta skammt, það er fullréttlætanlegt að þeir komist í skömmtun, það er skaðaminnkandi og eðlileg læknishjálp. Ég veit að minn sonur er á þeim stað að hann þarfnast lyfjameðferðar og á ekki að þurfa að líða fyrir sjúkdóminn, hann á sama rétt og krabbameinsjúklingur sem fær lyfjameðferð við sínum sjúkdóm og gerir líf hans bærilegra. Það eru til lög í landinu sem eru mjög skýr og segja að hver sem þjáist vegna sjúkdóms, skuli fá viðeigandi meðferð, fíknisjúklingar heyra einmitt undir þessa skilgreiningu. Í dag er brotið á fíknisjúklingum með þvi að neita þeim um viðeigandi lyfjameðferð. Brotið er jafnvel ennþá verra í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir hafa heldur ekki greiðan aðgang að afeitrunarstöð og eftirmeðferð. Þegar bið eftir afeitrun og meðferð er svo löng að hún getur og er að kosta mörg mannslíf, þá er yfirvöldum skylt að bregðast við því. Þau verða að mæta þeim sjúklingum, sem þurfa á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu að halda, en læknisþjónusta fyrirbyggir ótímabær dauðsföll og eykur lífsgæði sjúklinga á meðan þeir bíða eftir hjálpinni. Fíknisjúklingur á ekki að að mæta þeirri niðurlægingu að vera neitað um læknishjálp, hjálp sem hann biður um í veikindum sínum. Ríkið ætti að skammast sín og vera löngu búið að opna stóra afeitrunarstöð með viðeigandi eftirmeðferð. Mál ungra fíknisjúklinga þ.e.a.s barna undir átján ára aldri, þau eru í algjörum ólestri vegna þess að það er ekki til sérhæfð vímuefnameðferð fyrir börn. Fíknisjúkum börnum er blandað saman við börn sem eru lögð inn á allt öðrum forsendum en þau. Þau úrræði sem eru til staðar eru Stuðlar, BUGL, Bjargey og Laugabakki og þau eru ekki með sérhæfða meðferð fyrir fíknisjúklinga. Barnamálaráðherra og heilbrigðisyfirvöld verða að fara framkvæma og skilja alvöru málsins. Við þurfum að geta gripið unga fólkið okkar sem allra fyrst. Fíknigeðdeild LSH er svo vanvirk og smá að að hún verður of oft að vísa burt sjúklingum sem biðja um hjálp. Sjúklingur sem biður um hjálp og er vísað frá, hlýtur að upplifa sig sem svikinn, vonlausan og niðurlægðan. Fárveikur einstaklingur á að fá hjálpina strax og skilyrðislaust! Frávísun getur haft ófyrirséðar afleiðingar og jafnvel orsakað ótímabært dauðsfall. Ég veit dæmi þess að fíknisjúklingi hafi verið vísað burt og í framhaldi af þvi tók hann sitt eigið líf. Mörg dauðsföll sem eru skráð sem sjálfsvíg eru það ekki í raun, heldur afleiðing ómeðhöndlaðs sjúkdóms. Fíknigeðdeild á að vera þannig uppbyggð að hún geti tekið inn sjúkling þegar hann kemur og biður um hjálp. Teigur er eitt úrræðið sem fíknisjúkliingar nýta sér í beinu framhaldi af legu á fíknigeðdeild. Teigur er rekin af geðsviði LSH og er meðferð fyrir fíknisjúklinga. Þar er mæting kl 9 að morgni og prógramm til kl. 13:30 eftir hádegi, Þess á milli halda þeir áfram hinu daglega lífi sínu. Það er takmarkaður hópur fíknisjúkra sem getur valdið því að vakna, mæta á námskeið, jafnframt því að takast á við daglegt líf, því fíknisjúklingur sem er búin að lifa lífi sínu á skjön við allt í mörg ár hafa ekki getuna til þessa og enda yfirleytt a þvi að flosna upp. Haldið þið að rikið væri ekki búið að grípa inn í ef það væru 80 manns sem myndu deyja á einu ári vegna bílslysa og eða ungbarnadauða? Það er eimitt áætlaður að fjöldi dauðsfalla fyrir þetta ár verði áttatíu líf! Áttatíu líf! Auðvitað væri allt farið af stað í hvelli ef svo væri, en af því þetta eru fíkniefnaneytendur, þá upplifum við að fólkið okkar skipti ekki máli. Ekki bara frá yfirvöldum, heldur líka vegna sinnuleysi til hins almenna borgara. Ég rökstyð það með því að þegar ég sé allan þann fjölda fólks, sem rís upp og mótmælir vegna hvaladrápa eða blóðmerahalds, þá finnst mér lífhættulega veikir fíknisjúklingar sitji ekki jafnfætis hestum og hvölum. Hvar er allt þetta fólk sem við þurfum á að halda í baráttunni við stjórnvöld? Til þess að vekja þau! kæra fólk við þurfum á ykkur að halda því þannig getum við hreyft við stjórnvöldum og knúið þau til framkvæmda og ábyrgðar. Yfirvöld! Farið að gyrða ykkur í brók. Ekki setja saman aðra nefnd þar sem enginn árangur næst. Framkvæmd er lífsnauðsynleg í þessu máli. Það er óeðlilegt að nánast öll úrræði sem tengjast afeitrun og meðferðum fiknisjúkra, skuli vera rekin af hjálparsamtökum! Er það þess vegna sem ríkið hefur ekkert framkvæmt í x langan tíma? Að hjálparsamtök hafa fundið þörfina í þessum málaflokki og tekið samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld gefa það allavega út með hegðan sinnni og framkomu að þau vilji vera frí frá þessum málaflokki og velta áfram ábyrgðinni yfir á góðgerðarfélög. Samhjálp, SÁÁ og Krýsuvík eru fjársveltar stofnannir, fjársveltið veldur því t.d að SÁÁ getur ekki rekið stofnunina nema á hálfu dampi og þarf að loka einn mánuð yfir sumarið sem er algjörlega galið, hvaða sjúkdómur er í sumarfrí? Á meðan mannslíf eru í húfi þá er eina afeitrunarstöð íslands lokuð í mánuð og stjórnvöld vita það er af þeirra völdum, fjárskorts! Ég ítreka við stjórnvöld að þið verðið að sameinast og fara í framkvæmd, ekki seinna en núna! Lífið liggur við! Við í Samtökum aðstandanda og fíknisjúkra SAOF, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa jákvæð áhrif á þennan alvarlega málaflokk. Við viljum sjá breytingar og mannúðlegri stefnu í málum fíknisjúkra, þau eiga að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þau þurfa hana. Ég hvet ykkur til að koma og ganga í félagið og sameinast og auka þrýsting á stjórnvöld í landinu. Við þurfum að styðja við fíknisjúkt fólk, fólk sem getur illa staðið upp fyrir sig sjálft og líklega partur af því er sú að of oft hafa þau mætt lokuðum dyrum þegar þau hafa þurft heilbrigðisþjónustu og nú er komið nóg! Samtökin okkar verða með sinn fyrsta, stóra fund þann 25. febrúar á milli kl. 19-22 í Al-Ano húsinu í Holtagörðum í Reykjavík. Virðingarfyllst, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Höfundur er formaður Samtaka aðstandanda og fíknsjúkra SAOF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Læknisþjónusta á að vera fyrir alla, en er það ekki. Það er staðreynd. Ég og sonur minn höfum reynt það á eigin skinni. Við höfum þrisvar látið á það reyna að fara til læknis til að fá viðeigandi lyf vegna veikinda hans. Við fáum alltaf sama svarið og er það; við megum ekki skrifa upp á lyf fyrir þig, þú ert fíknisjúklingur. Það er augljóslega fáranlegt svar í ljósi þess að hann var að leita læknis af því hann er fíknisjúklingur. Hann þjáist vegna virks fíknisjúkdóms og er á biðlista eftir afeitrun. Núna er hann búinn að bíða í rúma 6 mánuði og á meðan hann bíður er líf hans í rússnenskri rúllettu, því hann getur orðið fyrir þvi að fá dauðaskammt. Ég er ekki að tala um að allir fíknisjúkir geti eða eigi að fá lyfjameðferð, heldur er ég að hugsa um þá allra veikustu, sem í raun hanga í rússneskri rúllettu fyrir næsta skammt, það er fullréttlætanlegt að þeir komist í skömmtun, það er skaðaminnkandi og eðlileg læknishjálp. Ég veit að minn sonur er á þeim stað að hann þarfnast lyfjameðferðar og á ekki að þurfa að líða fyrir sjúkdóminn, hann á sama rétt og krabbameinsjúklingur sem fær lyfjameðferð við sínum sjúkdóm og gerir líf hans bærilegra. Það eru til lög í landinu sem eru mjög skýr og segja að hver sem þjáist vegna sjúkdóms, skuli fá viðeigandi meðferð, fíknisjúklingar heyra einmitt undir þessa skilgreiningu. Í dag er brotið á fíknisjúklingum með þvi að neita þeim um viðeigandi lyfjameðferð. Brotið er jafnvel ennþá verra í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir hafa heldur ekki greiðan aðgang að afeitrunarstöð og eftirmeðferð. Þegar bið eftir afeitrun og meðferð er svo löng að hún getur og er að kosta mörg mannslíf, þá er yfirvöldum skylt að bregðast við því. Þau verða að mæta þeim sjúklingum, sem þurfa á lífsnauðsynlegri læknisþjónustu að halda, en læknisþjónusta fyrirbyggir ótímabær dauðsföll og eykur lífsgæði sjúklinga á meðan þeir bíða eftir hjálpinni. Fíknisjúklingur á ekki að að mæta þeirri niðurlægingu að vera neitað um læknishjálp, hjálp sem hann biður um í veikindum sínum. Ríkið ætti að skammast sín og vera löngu búið að opna stóra afeitrunarstöð með viðeigandi eftirmeðferð. Mál ungra fíknisjúklinga þ.e.a.s barna undir átján ára aldri, þau eru í algjörum ólestri vegna þess að það er ekki til sérhæfð vímuefnameðferð fyrir börn. Fíknisjúkum börnum er blandað saman við börn sem eru lögð inn á allt öðrum forsendum en þau. Þau úrræði sem eru til staðar eru Stuðlar, BUGL, Bjargey og Laugabakki og þau eru ekki með sérhæfða meðferð fyrir fíknisjúklinga. Barnamálaráðherra og heilbrigðisyfirvöld verða að fara framkvæma og skilja alvöru málsins. Við þurfum að geta gripið unga fólkið okkar sem allra fyrst. Fíknigeðdeild LSH er svo vanvirk og smá að að hún verður of oft að vísa burt sjúklingum sem biðja um hjálp. Sjúklingur sem biður um hjálp og er vísað frá, hlýtur að upplifa sig sem svikinn, vonlausan og niðurlægðan. Fárveikur einstaklingur á að fá hjálpina strax og skilyrðislaust! Frávísun getur haft ófyrirséðar afleiðingar og jafnvel orsakað ótímabært dauðsfall. Ég veit dæmi þess að fíknisjúklingi hafi verið vísað burt og í framhaldi af þvi tók hann sitt eigið líf. Mörg dauðsföll sem eru skráð sem sjálfsvíg eru það ekki í raun, heldur afleiðing ómeðhöndlaðs sjúkdóms. Fíknigeðdeild á að vera þannig uppbyggð að hún geti tekið inn sjúkling þegar hann kemur og biður um hjálp. Teigur er eitt úrræðið sem fíknisjúkliingar nýta sér í beinu framhaldi af legu á fíknigeðdeild. Teigur er rekin af geðsviði LSH og er meðferð fyrir fíknisjúklinga. Þar er mæting kl 9 að morgni og prógramm til kl. 13:30 eftir hádegi, Þess á milli halda þeir áfram hinu daglega lífi sínu. Það er takmarkaður hópur fíknisjúkra sem getur valdið því að vakna, mæta á námskeið, jafnframt því að takast á við daglegt líf, því fíknisjúklingur sem er búin að lifa lífi sínu á skjön við allt í mörg ár hafa ekki getuna til þessa og enda yfirleytt a þvi að flosna upp. Haldið þið að rikið væri ekki búið að grípa inn í ef það væru 80 manns sem myndu deyja á einu ári vegna bílslysa og eða ungbarnadauða? Það er eimitt áætlaður að fjöldi dauðsfalla fyrir þetta ár verði áttatíu líf! Áttatíu líf! Auðvitað væri allt farið af stað í hvelli ef svo væri, en af því þetta eru fíkniefnaneytendur, þá upplifum við að fólkið okkar skipti ekki máli. Ekki bara frá yfirvöldum, heldur líka vegna sinnuleysi til hins almenna borgara. Ég rökstyð það með því að þegar ég sé allan þann fjölda fólks, sem rís upp og mótmælir vegna hvaladrápa eða blóðmerahalds, þá finnst mér lífhættulega veikir fíknisjúklingar sitji ekki jafnfætis hestum og hvölum. Hvar er allt þetta fólk sem við þurfum á að halda í baráttunni við stjórnvöld? Til þess að vekja þau! kæra fólk við þurfum á ykkur að halda því þannig getum við hreyft við stjórnvöldum og knúið þau til framkvæmda og ábyrgðar. Yfirvöld! Farið að gyrða ykkur í brók. Ekki setja saman aðra nefnd þar sem enginn árangur næst. Framkvæmd er lífsnauðsynleg í þessu máli. Það er óeðlilegt að nánast öll úrræði sem tengjast afeitrun og meðferðum fiknisjúkra, skuli vera rekin af hjálparsamtökum! Er það þess vegna sem ríkið hefur ekkert framkvæmt í x langan tíma? Að hjálparsamtök hafa fundið þörfina í þessum málaflokki og tekið samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld gefa það allavega út með hegðan sinnni og framkomu að þau vilji vera frí frá þessum málaflokki og velta áfram ábyrgðinni yfir á góðgerðarfélög. Samhjálp, SÁÁ og Krýsuvík eru fjársveltar stofnannir, fjársveltið veldur því t.d að SÁÁ getur ekki rekið stofnunina nema á hálfu dampi og þarf að loka einn mánuð yfir sumarið sem er algjörlega galið, hvaða sjúkdómur er í sumarfrí? Á meðan mannslíf eru í húfi þá er eina afeitrunarstöð íslands lokuð í mánuð og stjórnvöld vita það er af þeirra völdum, fjárskorts! Ég ítreka við stjórnvöld að þið verðið að sameinast og fara í framkvæmd, ekki seinna en núna! Lífið liggur við! Við í Samtökum aðstandanda og fíknisjúkra SAOF, munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa jákvæð áhrif á þennan alvarlega málaflokk. Við viljum sjá breytingar og mannúðlegri stefnu í málum fíknisjúkra, þau eiga að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þau þurfa hana. Ég hvet ykkur til að koma og ganga í félagið og sameinast og auka þrýsting á stjórnvöld í landinu. Við þurfum að styðja við fíknisjúkt fólk, fólk sem getur illa staðið upp fyrir sig sjálft og líklega partur af því er sú að of oft hafa þau mætt lokuðum dyrum þegar þau hafa þurft heilbrigðisþjónustu og nú er komið nóg! Samtökin okkar verða með sinn fyrsta, stóra fund þann 25. febrúar á milli kl. 19-22 í Al-Ano húsinu í Holtagörðum í Reykjavík. Virðingarfyllst, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Höfundur er formaður Samtaka aðstandanda og fíknsjúkra SAOF.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun