Dagur svarar fyrir sig varðandi dýrari Fossvogsbrú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 13:12 Fossvogsbrú verður hluti af fyrstu lotu Borgarlínunnar. Efla Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir eðlilegt að hækkun á kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar sé sett í samhengi við samgönguverkefni víða um land af hendi ríkisins. Fossvogsbrúin er 270 metra löng brú frá Kársnesi yfir að Reykjavíkurflugvelli sem á að þjóna Borgarlínunni, gangandi og hjólandi. Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um hækkun á kostnaðaráætlun við brúna frá fyrstu hugmyndum um brú sem skildi þjóna gangandi, hjólandi og mögulega Strætó árið 2013. Þá hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 950 milljónir fyrir göngu og hjólabrú en 1250 milljónir ef strætisvagnar ættu að geta ekið yfir brúna. Breytingar urðu á hugmyndum um notagildi og útlit brúarinnar sem fór loks í hönnunarsamkeppni. Niðurstöður hennar urðu ljósar árið 2021. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að upphafleg kostnaðaráætlun sigurtillögunnar, Öldu, hafi hljóðað upp á 4,1 milljarð króna eða rúma fimm milljarða að núvirði. Í dag hljóðar kostnaðaráætlunin upp á 8,3 milljarða króna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa upplýst að hafa deilt áhyggjum sínum af hækkun með ríkisendurskoðanda og bæjarstjórinn í Kópavogi hefur bent fingri á Vegagerðina og kallað eftir skýringum. Stál rokið upp í verði Á vef Vegagerðarinnar er leitast við að útskýra hækkunina. Er þar helst minnt á að Alda sé stálbrú og stálverð hafi hækkað um fimmtíu prósent á heimsvísu á undanförnum árum. Þessa miklu hækkun megi rekja til viðvarandi stríðsátaka í Úkraínu. Þá bendir Vegagerðin á nýlega framkvæmd við brú yfir Þorskafjörð varðandi verktakakostnað. Kostnaðurinn þar hafi verið 0,9 milljónir á fermetra en sé áætaður 1,4 milljónir króna á fermetra við Fossvogsbrú. Sérstakar kröfur séu gerðar til Fossvogsbrúar vegna staðsetningar hennar og er áætlað að þær kosti 0,2 milljónir krónur á fermetra. Ekki sé unnt að beita sömu byggingaaðferð við Fossvogsbrú vegna aðstæðna í brúarstæði. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri sem talað hefur mjög fyrir Borgarlínu á undanförnum árum, segist hafa séð bæði fögnuð en einnig fundið að því að holur hljómur sé í áhuga þingmanna og Morgunblaðsins á kostnaðaráætlunum Fossvogsbrúar. Hann fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Sjálfsagt að ræða hækkun á kostnaði „Það er rétt að kostnaðaráætlun hennar hefur nær tvöfaldast en flest stærri verkefni samgönguáætlunar ríkisins hafa reyndar gert töluvert meira en það á sama tíma. Líklega eru ýmsar skýringarnar skyldar eða hinar sömu. Sjálfum finnst mér algjörlega eðlilegt að ræða breytingar í kostnaðaráætlunum opinberra framkvæmda en einsog fram hefur komið í upplýsingum Vegagerðarinnar þá hefur kostaðarmat vinningtillögunnar um Fossvogsbrú farið frá því að vera um 5 milljarðar að raunvirði í um 8,3 milljarða,“ segir Dagur. Það sé sjálfsagt að leita skýringa á þessum breytingum sem nefndir Alþingis séu einmitt að boða til funda vegna. „Það er hins vegar líka rétt að það að holur hljómur í því að þingmenn takmarki áhyggjur sínar og umræðu við Fossvogsbrú en dragi það ekki fram í þessari umræðu að sömu hækkanir eiga reyndar við um samgönguverkefni almennt.“ Kostnaður við Arnarnesveg sexfaldast Vísar Dagur til þess að samgönguframkvæmdir almennt á Íslandi hafi hækkað í kostnaði undanfarin ár. „Skemmst er að minnast þess að upphaflegt kostnaðarmat Vegagerðarinnar fyrir Arnarnesveg var 1,6 milljarður króna en endanlegur heildarkostnaður 7,2 milljarðar.“ Dæmin séu hins vegar miklu fleiri og í raun þvert yfir línuna og um allt land. „Þannig hækkaði heildarmat á kostnaði við samgönguáætlun ríkisins (nýframkvæmdir án samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og Sundabrautar) úr 264 milljörðum, eins og hún var samþykkt árið 2020 í 453 milljarða einsog hún var lögð fram í fyrra, árið 2023. Einstök verkefni þar eru á mismunandi hönnunarstigi, og jafnvel á frumkostnaðarstigi og gætu hækkað töluvert enn, einsog reynslan kennir. Líkt og í Fossvogsbrú er líklegt að verðbólga og ýmis aðföng, líkt og stál, hafi hækkað umtalsvert kostnaðarmat á einstökum verkefnum, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu.“ Tínir til dæmi víða um land Hann tekur til nokkur dæmi um þróun áætlana stærri verkefna frá samþykktri samgönguáætlun 2020 til tillögu að nýrri áætlun sumarið 2023. • Hringvegur norðaustan Selfoss og brú yfir Ölfusá: fór úr 6 ma. kr. í 14 ma. kr. • Hringvegur milli Skeiðavegamóta og Selfoss: fór úr 5,4 ma. kr. í 9,2 ma. kr. • Hringvegur milli Akrafjallsvegar og Borgarness: fór 8 ma. kr. í 20 ma. kr. • Vatnsnesvegur: fór úr 3 ma. kr. í 7,3 ma. kr. • Axarvegur: fór úr 2,8 ma. kr. í 6,6 ma. kr. • Fjarðarheiðargöng: fóru úr 35 ma. kr. í 46,5 ma. kr. „Þessi samanburður er alls ekki tæmandi og ekki settur fram hér til að gera lítið úr öðrum framkvæmdum, líkt og mér hefur fundist jaðra við í umræðunni um Fossvogsbrú. Það er hins vegar eðlileg krafa að ætlast til þess af þeim sem ættu að hafa yfirsýn yfir þessa hluti að ræða Fossvogsbrúna í því heildarsamhengi að meira eða minna allar kostnaðaráætlanir samgöngumannvirkja eru að hækka, og sumar umtalsvert meira en í tilviki hennar. Í því samhengi má heldur ekki gleyma að Fossvogsbrúin mun auðvitað þjóna gríðarlega stórum hópi fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hún verður gríðarleg samgöngubót og frábær og mikilvægur hluti af samgöngusáttmálanum.“ Vísar hann til orða Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi þegar niðurstaðan var kynnt, um að brúin stytti leið um 90 þúsund manns í stóru sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur til og frá vinnu. Háskólarnir, Landspítalinn og stjórnsýslan séu fjölmennustu vinnustaðir landsins. Þá styttist ferðatíminn frá Hamraborg í Háskólann í Reykjavík úr um sautján mínútum í sex. Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Fossvogsbrúin er 270 metra löng brú frá Kársnesi yfir að Reykjavíkurflugvelli sem á að þjóna Borgarlínunni, gangandi og hjólandi. Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um hækkun á kostnaðaráætlun við brúna frá fyrstu hugmyndum um brú sem skildi þjóna gangandi, hjólandi og mögulega Strætó árið 2013. Þá hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 950 milljónir fyrir göngu og hjólabrú en 1250 milljónir ef strætisvagnar ættu að geta ekið yfir brúna. Breytingar urðu á hugmyndum um notagildi og útlit brúarinnar sem fór loks í hönnunarsamkeppni. Niðurstöður hennar urðu ljósar árið 2021. Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að upphafleg kostnaðaráætlun sigurtillögunnar, Öldu, hafi hljóðað upp á 4,1 milljarð króna eða rúma fimm milljarða að núvirði. Í dag hljóðar kostnaðaráætlunin upp á 8,3 milljarða króna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa upplýst að hafa deilt áhyggjum sínum af hækkun með ríkisendurskoðanda og bæjarstjórinn í Kópavogi hefur bent fingri á Vegagerðina og kallað eftir skýringum. Stál rokið upp í verði Á vef Vegagerðarinnar er leitast við að útskýra hækkunina. Er þar helst minnt á að Alda sé stálbrú og stálverð hafi hækkað um fimmtíu prósent á heimsvísu á undanförnum árum. Þessa miklu hækkun megi rekja til viðvarandi stríðsátaka í Úkraínu. Þá bendir Vegagerðin á nýlega framkvæmd við brú yfir Þorskafjörð varðandi verktakakostnað. Kostnaðurinn þar hafi verið 0,9 milljónir á fermetra en sé áætaður 1,4 milljónir króna á fermetra við Fossvogsbrú. Sérstakar kröfur séu gerðar til Fossvogsbrúar vegna staðsetningar hennar og er áætlað að þær kosti 0,2 milljónir krónur á fermetra. Ekki sé unnt að beita sömu byggingaaðferð við Fossvogsbrú vegna aðstæðna í brúarstæði. Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri sem talað hefur mjög fyrir Borgarlínu á undanförnum árum, segist hafa séð bæði fögnuð en einnig fundið að því að holur hljómur sé í áhuga þingmanna og Morgunblaðsins á kostnaðaráætlunum Fossvogsbrúar. Hann fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Sjálfsagt að ræða hækkun á kostnaði „Það er rétt að kostnaðaráætlun hennar hefur nær tvöfaldast en flest stærri verkefni samgönguáætlunar ríkisins hafa reyndar gert töluvert meira en það á sama tíma. Líklega eru ýmsar skýringarnar skyldar eða hinar sömu. Sjálfum finnst mér algjörlega eðlilegt að ræða breytingar í kostnaðaráætlunum opinberra framkvæmda en einsog fram hefur komið í upplýsingum Vegagerðarinnar þá hefur kostaðarmat vinningtillögunnar um Fossvogsbrú farið frá því að vera um 5 milljarðar að raunvirði í um 8,3 milljarða,“ segir Dagur. Það sé sjálfsagt að leita skýringa á þessum breytingum sem nefndir Alþingis séu einmitt að boða til funda vegna. „Það er hins vegar líka rétt að það að holur hljómur í því að þingmenn takmarki áhyggjur sínar og umræðu við Fossvogsbrú en dragi það ekki fram í þessari umræðu að sömu hækkanir eiga reyndar við um samgönguverkefni almennt.“ Kostnaður við Arnarnesveg sexfaldast Vísar Dagur til þess að samgönguframkvæmdir almennt á Íslandi hafi hækkað í kostnaði undanfarin ár. „Skemmst er að minnast þess að upphaflegt kostnaðarmat Vegagerðarinnar fyrir Arnarnesveg var 1,6 milljarður króna en endanlegur heildarkostnaður 7,2 milljarðar.“ Dæmin séu hins vegar miklu fleiri og í raun þvert yfir línuna og um allt land. „Þannig hækkaði heildarmat á kostnaði við samgönguáætlun ríkisins (nýframkvæmdir án samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og Sundabrautar) úr 264 milljörðum, eins og hún var samþykkt árið 2020 í 453 milljarða einsog hún var lögð fram í fyrra, árið 2023. Einstök verkefni þar eru á mismunandi hönnunarstigi, og jafnvel á frumkostnaðarstigi og gætu hækkað töluvert enn, einsog reynslan kennir. Líkt og í Fossvogsbrú er líklegt að verðbólga og ýmis aðföng, líkt og stál, hafi hækkað umtalsvert kostnaðarmat á einstökum verkefnum, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu.“ Tínir til dæmi víða um land Hann tekur til nokkur dæmi um þróun áætlana stærri verkefna frá samþykktri samgönguáætlun 2020 til tillögu að nýrri áætlun sumarið 2023. • Hringvegur norðaustan Selfoss og brú yfir Ölfusá: fór úr 6 ma. kr. í 14 ma. kr. • Hringvegur milli Skeiðavegamóta og Selfoss: fór úr 5,4 ma. kr. í 9,2 ma. kr. • Hringvegur milli Akrafjallsvegar og Borgarness: fór 8 ma. kr. í 20 ma. kr. • Vatnsnesvegur: fór úr 3 ma. kr. í 7,3 ma. kr. • Axarvegur: fór úr 2,8 ma. kr. í 6,6 ma. kr. • Fjarðarheiðargöng: fóru úr 35 ma. kr. í 46,5 ma. kr. „Þessi samanburður er alls ekki tæmandi og ekki settur fram hér til að gera lítið úr öðrum framkvæmdum, líkt og mér hefur fundist jaðra við í umræðunni um Fossvogsbrú. Það er hins vegar eðlileg krafa að ætlast til þess af þeim sem ættu að hafa yfirsýn yfir þessa hluti að ræða Fossvogsbrúna í því heildarsamhengi að meira eða minna allar kostnaðaráætlanir samgöngumannvirkja eru að hækka, og sumar umtalsvert meira en í tilviki hennar. Í því samhengi má heldur ekki gleyma að Fossvogsbrúin mun auðvitað þjóna gríðarlega stórum hópi fólks á höfuðborgarsvæðinu. Hún verður gríðarleg samgöngubót og frábær og mikilvægur hluti af samgöngusáttmálanum.“ Vísar hann til orða Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi þegar niðurstaðan var kynnt, um að brúin stytti leið um 90 þúsund manns í stóru sveitarfélögunum sunnan Reykjavíkur til og frá vinnu. Háskólarnir, Landspítalinn og stjórnsýslan séu fjölmennustu vinnustaðir landsins. Þá styttist ferðatíminn frá Hamraborg í Háskólann í Reykjavík úr um sautján mínútum í sex.
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Vegagerð Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira