Eignin skipist í fortofu, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, sjónvarpsrými, stofuog eldhús. Rýmin eru afar björt og rúmgóð með fallegu viðarparketi á gólfi. Útgengt er úr hjónaherbergi á svalir sem snúa í suður.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð en gluggar, loftlistar og tekkviður gefur heildarmyndinni sjarmerandi yfirbragð og viðheldur gamla tíðaranda hússins. Ásett verð fyrir eignina er 98,9 milljónir.


Eldhúsið er bjart og rúmgott með ljósri innréttingu með gylltum höldum og granítplötu á borðum.
Fallegar hönnunarmunir leynast víða um íbúðina. Þar má nefna loftljósið yfir eldhúsborðinu, Drop chandelier frá Norr 11, Flos 265 veggljósið í sjónvarpsherberginu, hannað af Paolo Rizzatto og Flowerpot borðlampann í stofunni, svo fátt eitt sé nefnt.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.









