Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 10:09 Sýn og Síminn hafa snúið bökum saman í málinu. Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira