Leikskólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalartíma Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 15:20 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur. Breytingin tók gildi síðasta haust en meðal þess sem fólst í henni var að leikskóli varð gjaldfrjáls í sex klukkustundir, sveigjanleiki við skráningu dvalarstunda var aukinn og afsláttur af leikskólagjöldum var tekjutengdur. Færri en helmingur í átta tíma eða lengur Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta fyrsta misseri eftir að breytingarnar tóku gildi hafi meðal dvalartími barna farið úr 8,1 klukkustund í 7,5. Þá er hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl farið úr 85 prósentum í 49 prósent í janúar á þessu ári. „Foreldrar og forsjáraðilar 46 prósenta barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Enginn leikskóli í Kópavogi hefur þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólk og foreldrar ánægðir Nýlega var lögð fram könnun fyrir foreldra og forsjáraðila leikskólabarna í Kópavogi og þar kemur fram að meirihluti þeirra telur sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá er starfsfólk ánægt með breytingarnar, meirihluti þeirra upplifir betri starfsanda og minna álag. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningunni. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Breytingin tók gildi síðasta haust en meðal þess sem fólst í henni var að leikskóli varð gjaldfrjáls í sex klukkustundir, sveigjanleiki við skráningu dvalarstunda var aukinn og afsláttur af leikskólagjöldum var tekjutengdur. Færri en helmingur í átta tíma eða lengur Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta fyrsta misseri eftir að breytingarnar tóku gildi hafi meðal dvalartími barna farið úr 8,1 klukkustund í 7,5. Þá er hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl farið úr 85 prósentum í 49 prósent í janúar á þessu ári. „Foreldrar og forsjáraðilar 46 prósenta barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Enginn leikskóli í Kópavogi hefur þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólk og foreldrar ánægðir Nýlega var lögð fram könnun fyrir foreldra og forsjáraðila leikskólabarna í Kópavogi og þar kemur fram að meirihluti þeirra telur sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá er starfsfólk ánægt með breytingarnar, meirihluti þeirra upplifir betri starfsanda og minna álag. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningunni.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira