Tjáningarfrelsi fyrir „réttar“ skoðanir Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:31 Í sameiginlegri heimsókn formanna utanríkismálanefnda frá Norður- og Eystrasaltslöndunum, tókum við m.a. þátt í pallborði í Columbia háskóla í New York. Mikil ásókn var á viðburðinn sem bar yfirskriftinaNordic Baltic Voices og hverfðist um öryggis- og varnarmál. Við undirbúning viðburðarins fengum við upplýsingar sem vöktu hjá mér óhug. Reglum skólans varðandi upplýsingagjöf nemenda hafði sem sé nýlega verið breytt. Þannig þurfa nemendur ekki lengur að gera grein fyrir sér þegar þeir taka þátt í umræðum í skólastarfinu, þ.m.t. á fyrirlestrum og á opnum viðburðum eins og þessum. Ástæðan er að nemendur skólans höfðu orðið fyrir árásum utan skóla vegna ummæla sem þeir létu falla í skólastarfinu, þ.m.t. í tímum. Til þess að gæta öryggis nemenda hafði skólinn gripið til þess ráðs að setja það í hendur nemenda hvort þeir treystu sér til að auðkenna sig í umræðum. Framangreindar upplýsingar komu virkilega illa við mig og hafa verið mér ofarlega í huga. Vaxandi umburðarleysi í samfélaginu og aukin tilhneiging til þess að veitast að fólki og útskúfa fyrir skoðanir þess er nú helsta ógnin við tjáningarfrelsið. Þessi ógn er bætist við ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af hryðjuverkaárásum ofbeldisfullra ofstækismanna sem eru hluti af herför þeirra gegn frjálsri hugsun og tjáningu. Tjáningarfrelsið er grundvallarundirstaða lýðræðissamfélaga. Þótt við setjum því skorður og leggjum áherslu á að tjáningarfrelsinu sé ekki beitt í meiðandi tilgangi og til valdníðslu, réttlætir tjáning í engum tilvikum ofbeldi. Ofbeldi, áreiti og ógnandi hegðun er auðvitað aldrei réttlætanleg. Þó virðist nú fullt tilefni til að taka það fram. Langminnstur hluti fólks býr við raunverulegt tjáningarfrelsi. Og hópurinn fer minnkandi. Við lesum fréttir af ofbeldisfullum árásum íranskra stjórnvalda á borgarana, m.a. vegna myndbirtinga. Við fylgjumst með rússneskum „réttarhöldum“ yfir fólki sem hefur flutt eða hlýtt á ljóðalestra sem þarlendum yfirvöldum þóknast ekki. Ekki samræmist þetta hugmyndum okkar um frjálst og lýðræðislegt samfélag og við mótmælum þessu. Svo færist þetta nær. Við hneykslumst á fréttum frá Bandaríkjunum þar sem ofbeldisverk og eignaspjöll, tengd stjórnmálaskoðunum hefur stóraukist, einkum eftir árás ofbeldismanna (mótmælenda?) á bandaríska þinghúsið. En hver er staða skoðana- og tjáningarfrelsis á Íslandi? Stöndum við vörð um frjálst og opið samfélag á Íslandi? Finnst okkur í lagi að veitast að fólki með ofbeldi vegna skoðana og tjáningar? Ógna því, hóta og hræða – skemma eigur þess? Brjóta gegn friðhelgi heimila þess? Framangreind aðför að tjáningarfrelsi í öðrum löndum er knúin áfram af sannfæringu fólks sem telur sig handhafa réttra skoðana. Og réttlætir aðfarirnar með því að röngum skoðunum og tjáningu annarra verði að útrýma með öllum tiltækum aðferðum. Við megum aldrei líða neins konar aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi fólks. Sama hversu heilög réttlætingin er. Framtíð okkar allra er þar í húfi – frelsið er aldrei meira en einni kynslóð frá því að deyja út, ekki satt? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í sameiginlegri heimsókn formanna utanríkismálanefnda frá Norður- og Eystrasaltslöndunum, tókum við m.a. þátt í pallborði í Columbia háskóla í New York. Mikil ásókn var á viðburðinn sem bar yfirskriftinaNordic Baltic Voices og hverfðist um öryggis- og varnarmál. Við undirbúning viðburðarins fengum við upplýsingar sem vöktu hjá mér óhug. Reglum skólans varðandi upplýsingagjöf nemenda hafði sem sé nýlega verið breytt. Þannig þurfa nemendur ekki lengur að gera grein fyrir sér þegar þeir taka þátt í umræðum í skólastarfinu, þ.m.t. á fyrirlestrum og á opnum viðburðum eins og þessum. Ástæðan er að nemendur skólans höfðu orðið fyrir árásum utan skóla vegna ummæla sem þeir létu falla í skólastarfinu, þ.m.t. í tímum. Til þess að gæta öryggis nemenda hafði skólinn gripið til þess ráðs að setja það í hendur nemenda hvort þeir treystu sér til að auðkenna sig í umræðum. Framangreindar upplýsingar komu virkilega illa við mig og hafa verið mér ofarlega í huga. Vaxandi umburðarleysi í samfélaginu og aukin tilhneiging til þess að veitast að fólki og útskúfa fyrir skoðanir þess er nú helsta ógnin við tjáningarfrelsið. Þessi ógn er bætist við ógn sem tjáningarfrelsinu stafar af hryðjuverkaárásum ofbeldisfullra ofstækismanna sem eru hluti af herför þeirra gegn frjálsri hugsun og tjáningu. Tjáningarfrelsið er grundvallarundirstaða lýðræðissamfélaga. Þótt við setjum því skorður og leggjum áherslu á að tjáningarfrelsinu sé ekki beitt í meiðandi tilgangi og til valdníðslu, réttlætir tjáning í engum tilvikum ofbeldi. Ofbeldi, áreiti og ógnandi hegðun er auðvitað aldrei réttlætanleg. Þó virðist nú fullt tilefni til að taka það fram. Langminnstur hluti fólks býr við raunverulegt tjáningarfrelsi. Og hópurinn fer minnkandi. Við lesum fréttir af ofbeldisfullum árásum íranskra stjórnvalda á borgarana, m.a. vegna myndbirtinga. Við fylgjumst með rússneskum „réttarhöldum“ yfir fólki sem hefur flutt eða hlýtt á ljóðalestra sem þarlendum yfirvöldum þóknast ekki. Ekki samræmist þetta hugmyndum okkar um frjálst og lýðræðislegt samfélag og við mótmælum þessu. Svo færist þetta nær. Við hneykslumst á fréttum frá Bandaríkjunum þar sem ofbeldisverk og eignaspjöll, tengd stjórnmálaskoðunum hefur stóraukist, einkum eftir árás ofbeldismanna (mótmælenda?) á bandaríska þinghúsið. En hver er staða skoðana- og tjáningarfrelsis á Íslandi? Stöndum við vörð um frjálst og opið samfélag á Íslandi? Finnst okkur í lagi að veitast að fólki með ofbeldi vegna skoðana og tjáningar? Ógna því, hóta og hræða – skemma eigur þess? Brjóta gegn friðhelgi heimila þess? Framangreind aðför að tjáningarfrelsi í öðrum löndum er knúin áfram af sannfæringu fólks sem telur sig handhafa réttra skoðana. Og réttlætir aðfarirnar með því að röngum skoðunum og tjáningu annarra verði að útrýma með öllum tiltækum aðferðum. Við megum aldrei líða neins konar aðför að skoðana- og tjáningarfrelsi fólks. Sama hversu heilög réttlætingin er. Framtíð okkar allra er þar í húfi – frelsið er aldrei meira en einni kynslóð frá því að deyja út, ekki satt? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun