Kvikmyndastjörnur og NFL-leikmenn sýndu körfuboltatakta Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 09:59 Micah Parsons var valinn maður leiksins í nótt en hér sækir hann á Mecole Hardman og ólympíumeistarann í hástökki Gianmarco Tamberi. Vísir/Getty Stjörnuhelgin í NBA-deildinni fer fram nú um helgina og í nótt var komið að árlegum leik þar sem þekktar stjörnur í Bandaríkjunum fengu að láta ljós sitt skína. Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Stjörnuhelgin í NBA vekur alltaf mikla athygli. Troðslukeppni og þriggja stiga keppni er á meðal þeirra viðburði sem margir bíða eftir en stjörnuleikurinn sjálfur fer fram annað kvöld. CJ Stroud and Jennifer Hudson are READY to go #RufflesCelebGame is now LIVE on ESPN pic.twitter.com/FJ04FC7Cw4— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í nótt var mikið um dýrðir en þá mættu Hollywood-stjörnur, tónlistarmenn og stjörnur úr öðrum íþróttum til leiks í hinum svokallaða „All Star Celebrity Game“. Á meðal þeirra sem mættu til leiks voru söngkonan Jennifer Hudson, fyrrum NBA-meistarinn Metta World Peace, leikararnir Dylan Wang og Quincy Isaiah auk tónlistarmannanna AJ McLean, Lil Wayne og 50 Cent. Þá voru NFL-leikmenn áberandi en þeir Puka Nacua, CJ Stroud og Mecole Hardman voru æmttir til leiks en aðeins nokkrir dagar eru síðan Hardman tryggði Kansas City Chiefs sigur í Super Bowl með því að grípa sendingu Patrick Mahomes í framlengingu úrslitaleiksins gegn San Francisco 49´ers. Stephen A. Smith HITS the Crunch Time button!For the next 2 minutes everything counts as DOUBLE #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/OjFGDwIBDE— NBA (@NBA) February 17, 2024 Góð tilþrif sáust en þjálfararnir voru Stephen A. Smith sem fjallar um NBA-hjá ESPN og Shannon Sharpe sem á sæti í frægðarhöll NFL. Leikið var á nokkurs konar gagnvirkum LED-velli sem bauð upp á mikla möguleika og var meðal annars hægt að færa þriggja stiga línuna og lýsa upp völlinn eftir þörfum. Puka Nacua átti líklega tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en það var Micah Parsons varnarmaður Dallas Cowboys sem var valinn maður leiksins en hann skoraði hvorki meira né minna en 37 stig og tók 16 fráköst fyrir „Team Shannon“ í 100-91 sigri. Puka Nacua THROWDOWN #RufflesCelebGame on ESPN pic.twitter.com/py9qVq4U8S— NBA (@NBA) February 17, 2024 Í kvöld fara fram ýmsar keppnir þar sem leikmenn NBA-deildarinnar sýna listir sínar meðal annars í troðslum og þriggja stiga skotum. Sjálfur stjörnuleikurinn er svo spilaður annað kvöld og verða herlegheitin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 1:00 í nótt. NFL-leikmenn voru áberandi í leik næturinnar en hér má meðal annars sjá þá Mecole Hardman og CJ Stroud.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira