Vita ekki hvar í heiminum Pétur gæti verið staddur Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2024 12:30 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. Í gær tilkynnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að lýst væri eftir 45 ára Íslendingi, Pétri Jökli Jónassyni, á vef Interpol. Eftirlýsingin var birt að beiðni lögreglunnar hér á landi og tengist Stóra-kókaínmálinu svokallaða. Ekki algengasta úrræði lögreglunnar Fjórir menn hafa fengið dóm vegna málsins en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, vill ekki gefa upp hvernig Pétur tengist málinu nákvæmlega. „Raunverulega er þetta úrræði sem við höfum þegar við náum ekki sambandi við fólk sem við þurfum að ná sambandi við, þá er þetta eitt úrræði, þetta er kannski frekar aftarlega að nota þetta. Við reynum að ná sambandi við einhvern, til dæmis fyrrverandi verjendur. Til að ná sambandi við viðkomandi og hvetja viðkomandi til að koma heim til þess að koma í skýrslutöku. Þegar það tekst ekki, þá er þetta úrræði sem við höfum úr að spila og erum að nota núna,“ segir Grímur. Vita ekkert hvar hann gæti verið Pétur hefur áður verið dæmdur fyrir kókaíninnflutning en lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. „Ég vil ekki fara neitt út í hans aðild að málinu og hver hún er. Við viljum bara ná tali af honum í tengslum við þetta mál og förum þessa leið sem er bara eitt af þeim úrræðum sem við höfum úr að spila,“ segir Grímur. Pétur er ekki talinn hættulegur og er eftirlýsingin bundin við þetta eina mál. „Hvað varðar þessa eftirlýsingu þá er hún bara varðandi þetta mál og ekkert annað,“ segir Grímur. Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Í gær tilkynnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að lýst væri eftir 45 ára Íslendingi, Pétri Jökli Jónassyni, á vef Interpol. Eftirlýsingin var birt að beiðni lögreglunnar hér á landi og tengist Stóra-kókaínmálinu svokallaða. Ekki algengasta úrræði lögreglunnar Fjórir menn hafa fengið dóm vegna málsins en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, vill ekki gefa upp hvernig Pétur tengist málinu nákvæmlega. „Raunverulega er þetta úrræði sem við höfum þegar við náum ekki sambandi við fólk sem við þurfum að ná sambandi við, þá er þetta eitt úrræði, þetta er kannski frekar aftarlega að nota þetta. Við reynum að ná sambandi við einhvern, til dæmis fyrrverandi verjendur. Til að ná sambandi við viðkomandi og hvetja viðkomandi til að koma heim til þess að koma í skýrslutöku. Þegar það tekst ekki, þá er þetta úrræði sem við höfum úr að spila og erum að nota núna,“ segir Grímur. Vita ekkert hvar hann gæti verið Pétur hefur áður verið dæmdur fyrir kókaíninnflutning en lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. „Ég vil ekki fara neitt út í hans aðild að málinu og hver hún er. Við viljum bara ná tali af honum í tengslum við þetta mál og förum þessa leið sem er bara eitt af þeim úrræðum sem við höfum úr að spila,“ segir Grímur. Pétur er ekki talinn hættulegur og er eftirlýsingin bundin við þetta eina mál. „Hvað varðar þessa eftirlýsingu þá er hún bara varðandi þetta mál og ekkert annað,“ segir Grímur.
Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira