PSG hefur haft algjöra yfirburði í frönsku deildinni í vetur en liðið hefur ekki tapað leik síðan það tapaði fyrir Nice þann 15. september, 2-3. Er það jafnframt eina tap liðsins í deildinni á tímabilinu en liðið situr á toppi deildarinnar með 53 stig eftir 22 umferðir, 14 stigum á undan Nice sem er í 2. sæti.
Sóknarleikur PSG var afar skilvirkur að þessu sinni, tvö skot á markið skiluðu tveimur mörkum og það er auðvitað allt sem þarf ef hitt liðið skorar ekki mark.
Varnarmaðurinn Lucas Hernández kom þeim á bragðið á 60. mínútu og Kylian Mbappe skoraði svo sitt 21. mark í 20 leikjum þegar hann skoraði úr víti á 78. mínútu.