Fann ástríðuna aftur á Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2024 07:00 Steven Lennon Vísir/Sigurjón Skotinn Steven Lennon lagði nýverið knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril. Hann situr ekki auðum höndum og nú á þjálfun hug hans allan. Þegar síðustu leiktíð lauk í október sagði Lennon að hann væri ekki hættur í fótbolta en hugmyndir um slíkt komu hins vegar til hans á meðan á erfiðri leiktíð stóð. Lennon var mikið meiddur og fór á lán frá FH til Þróttar í fyrstu deild um mitt mót. „Ég byrjaði að hugsa um þetta í fyrra og þá líka um þjálfun. FH hafði svo samband og sagði möguleika á þjálfun standa til boða. Ég tók mér tíma í að hugsa málið og féllst svo á það eftir nokkrar vikur. Núna er ég þjálfari í fullu starfi,“ segir Lennon. Það er stór ákvörðun að enda leikmannaferilinn og Lennon segist því hafa tekið sér tíma í ákvörðunina. Við tekur nýr kafli á ferlinum og í lífinu. „Svo sannarlega. Ég hef verið spilandi fótbolta frá því ég var 5 ára og verið atvinnumaðurfrá 16 ára aldri eftir skólagöngu svo þetta eru um 20 ár,“ „Ég þekki fátt annað en líf fótboltamannsins, æfingar, hvíld og undirbúningur fyrir næstu æfingu. Ég mun líklega ekki skilja þetta til fullnustu fyrr en strákarnir fara að spila í sumar og ég verð ekki úti á vellinum með þeim, að hjálpa þeim til að vinna og skora mörk,“ „Á þessari stundu er ég ánægður með þetta og er því ekkert mjög dapur, því ég er enn með strákunum. Þetta er bara fínt til þessa.“ segir Lennon. Klippa: Allt ferðalagið hefur verið gott Saknar ekki hlaupanna hjá Heimi Lennon var í ræktinni í Kaplakrika með Kjartani Henry Finnbogassyni, sem hætti einnig sem leikmaður og tók að sér þjálfarastöðu hjá FH í vetur. Hann saknar þess ekki að vera á undirbúningstímabili í kuldanum. „Það tók sinn tíma við lok síðustu leiktíðar að átta mig á þessu og er ánægður með að þjálfa undanfarið. Ég sakna einskis varðandi spilamennskuna og ég sakna ekki æfinganna og hlaupanna hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH]. Ég fylgist með þeim frá hliðarlínunni,“ „Strákar eins og Bjössi [Björn Daníel Sverrisson] eru að ströggla við að hlaupa. Ég er feginn að sá tími er að baki, reyni að koma þekkingu minni á fótbolta til skila áfram svo FH geti byggt á því í framtíðinni.“ segir Lennon. Lennon saknar ekki hlaupanna hjá Heimi.Vísir/Hulda Margrét Lennon kom til Íslands árið 2013 og samdi við Fram. Eftir stutt stopp með Sandnes Ulf í Noregi samdi hann svo við FH og hefur verið þar frá 2018. Hann kom fyrst til Íslands sem ungur maður frá Rangers í Skotlandi. Hann segist hafa fundið ástríðuna fyrir boltanum á ný hér á landi. „Það er ekkert eitt augnablik. Bara ástríðan fyrir því að leika á ný því ég missti hana þegar ég lék með Rangers á yngri árum. Deildin hér er mjög góð og ég tel mig hafa náð árangri. Ég held að öll upplifunin af því að leika hjá stóru félagi á Íslandi, vinna titla hér á landi. Allt ferðalagið hefur verið gott.“ segir Lennon. Fleira kemur fram í viðtalinu við Skotann sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Þegar síðustu leiktíð lauk í október sagði Lennon að hann væri ekki hættur í fótbolta en hugmyndir um slíkt komu hins vegar til hans á meðan á erfiðri leiktíð stóð. Lennon var mikið meiddur og fór á lán frá FH til Þróttar í fyrstu deild um mitt mót. „Ég byrjaði að hugsa um þetta í fyrra og þá líka um þjálfun. FH hafði svo samband og sagði möguleika á þjálfun standa til boða. Ég tók mér tíma í að hugsa málið og féllst svo á það eftir nokkrar vikur. Núna er ég þjálfari í fullu starfi,“ segir Lennon. Það er stór ákvörðun að enda leikmannaferilinn og Lennon segist því hafa tekið sér tíma í ákvörðunina. Við tekur nýr kafli á ferlinum og í lífinu. „Svo sannarlega. Ég hef verið spilandi fótbolta frá því ég var 5 ára og verið atvinnumaðurfrá 16 ára aldri eftir skólagöngu svo þetta eru um 20 ár,“ „Ég þekki fátt annað en líf fótboltamannsins, æfingar, hvíld og undirbúningur fyrir næstu æfingu. Ég mun líklega ekki skilja þetta til fullnustu fyrr en strákarnir fara að spila í sumar og ég verð ekki úti á vellinum með þeim, að hjálpa þeim til að vinna og skora mörk,“ „Á þessari stundu er ég ánægður með þetta og er því ekkert mjög dapur, því ég er enn með strákunum. Þetta er bara fínt til þessa.“ segir Lennon. Klippa: Allt ferðalagið hefur verið gott Saknar ekki hlaupanna hjá Heimi Lennon var í ræktinni í Kaplakrika með Kjartani Henry Finnbogassyni, sem hætti einnig sem leikmaður og tók að sér þjálfarastöðu hjá FH í vetur. Hann saknar þess ekki að vera á undirbúningstímabili í kuldanum. „Það tók sinn tíma við lok síðustu leiktíðar að átta mig á þessu og er ánægður með að þjálfa undanfarið. Ég sakna einskis varðandi spilamennskuna og ég sakna ekki æfinganna og hlaupanna hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH]. Ég fylgist með þeim frá hliðarlínunni,“ „Strákar eins og Bjössi [Björn Daníel Sverrisson] eru að ströggla við að hlaupa. Ég er feginn að sá tími er að baki, reyni að koma þekkingu minni á fótbolta til skila áfram svo FH geti byggt á því í framtíðinni.“ segir Lennon. Lennon saknar ekki hlaupanna hjá Heimi.Vísir/Hulda Margrét Lennon kom til Íslands árið 2013 og samdi við Fram. Eftir stutt stopp með Sandnes Ulf í Noregi samdi hann svo við FH og hefur verið þar frá 2018. Hann kom fyrst til Íslands sem ungur maður frá Rangers í Skotlandi. Hann segist hafa fundið ástríðuna fyrir boltanum á ný hér á landi. „Það er ekkert eitt augnablik. Bara ástríðan fyrir því að leika á ný því ég missti hana þegar ég lék með Rangers á yngri árum. Deildin hér er mjög góð og ég tel mig hafa náð árangri. Ég held að öll upplifunin af því að leika hjá stóru félagi á Íslandi, vinna titla hér á landi. Allt ferðalagið hefur verið gott.“ segir Lennon. Fleira kemur fram í viðtalinu við Skotann sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti