Útlendingur, um útlending, frá útlendingi, til útlendings Sabine Leskopf skrifar 19. febrúar 2024 08:31 Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Innflytjendamál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um stefnu Samfylkingarinnar í því sem kallað er útlendingamálin, um breytingar eða mótun á stefnu flokksins. Ég er innflytjandi, eini kjörni fulltrúi Samfylkingarinnar í borgarstjórn sem er af erlendum uppruna og hef komið að þessari stefnumótun flokksins í öll þau 10 ár sem ég hef verið virk í honum og ég hef verið virk í málefnum innflytjenda í 20 ár. Tekið samtöl við jafnaðarfólk í flokknum, unnið í kosningum að ná til innflytjenda og og leitt stefnumótun og aðgerðir í þessum málaflokki hjá borginni. Ég hef líka talað allan þennan tíma við innflytjendur, nokkuð sem mér finnst lítið fyrir fara í umræðunni, en með störfum mínum í Alþjóðahúsi sáluga og sem formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna kynntist ég mörgum öðrum innflytjendum sem deildu sögum sínum með mér. Það gleymist oft að innflytjendur eru ekki bara útlendingar, heldur burðarstólpar vaxtar og velmegunar á Íslandi. En innflytjendur færa okkur svo miklu meira – list og matarmenningu, nýja þekkingu og einfaldlega litríkara líf. Og saga þeirra er svo miklu eldri en margir vilja vera láta núna, sem dæmi má nefna alla tónlistarmennina sem flúðu hingað á fjórða áratug síðustu aldar og voru svo undirstaða tónlistarlífs í landinu. Án þeirra og annarra listmanna væri Ísland miklu fátækara menningarlega. Samtal og samstaða Samfylkingin er lýðræðisflokkur og ég bæði fagna og krefst þess að við leggjum meiri áherslu á að ræða þessi mál betur, það eru og verða örugglega áfram alls konar mismunandi skoðanir en það sem við erum sammála um eins og fram hefur komið í eiginlega öllum viðtölum og færslum er: Íslenskt samfélag myndi einfaldlega hrynja án innflytjenda – það gildir fyrir ummönnunarstörfin, heilbrigðiskerfið, ferðaþjónustuna, en líka nýsköpun og háskólakerfið. Ísland er orðið fjölbreytt samfélag og við þurfum að standa miklu betur að inngildingu allra. Ef við jaðarsetjum fólk þá tapa öll á endanum. Við erum hluti af alþjóðlegu samfélagi, því fylgja skuldbindingar varðandi umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, en líka tækifæri, bæði fyrir þá 70.000 innflytjendur sem kjósa að eiga heima hér og þá 50.000 Íslendinga sem kjósa að eiga heima í útlöndum. Umgjörð, ákvarðanataka og ferlar í kringum móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttafólk er hins vegar verulega ábótavant. Um allt annað sem við þurfum að ræða er ég tilbúin að leggja mitt af mörkum. Og kannski væri einfaldlega best að greina virkilega á milli – tala um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd annars vegar og íbúa af erlendum uppruna hins vegar. Það er fólkið sem á heima hér, sama með hvaða hætti það kom hingað einhvern tíma – sem maki, sem flóttamaður, sem starfsmaður í ferðaþjónustu, sem sérfræðingur eða einfaldlega vegna þess að Ísland heillaði. Og þar er nóg af verkefnum: styðja við börn með annað móðurmál í skólakerfinu, gera fólkinu kleift að læra íslensku, vinna gegn launamun, fræða fólk um fjölbreytileikann og mannréttindi, bjóða viðeigandi þjónustu og tryggja gott samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls og þeim er mætt af virðingu. Ekki svo flókið. Höfundurinn er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun